Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 62

Haldinn í Þjónustumiðstöð,
15.01.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Davíð Halldórsson umhverfisstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskar formaður eftir að taka mál nr 5,6,7,8 og 9 inn á fund með afbrigðum.

Inná fundin undir mál nr 1, 5, 6 og 7 kemur Sigurður Ás Grétarsson eftirlitsmaður með framkvæmdum hafnarinnar og svarar spurningum.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2501020 - Breikkun akstursleiðar meðfram Hafnarskeiði 6 og 8
Hafnarstjóri leggur fyrir nefndina tillögu af breytingu á akstursleið meðfram Hafnarskeiði 6-8.
Með þessari útfærslu færist tilvonandi umferð frá Suðurvarabryggju yfir á tollasvæðið við Skarfaskersbryggju fjær lóðarmörkum lóðana.
Fyllingin er öll á grynningum/klöppum og hafa ekki áhrif á snúningsvæði skipa. Kostnaður við færslu á grjótvörn er 10-13 milljónir

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur sviðstjóra að vinna málið áfram í bæjarráð með beiðni um viðauka.
2. 2012014 - Snjómokstur og hálkueyðing
Umhverfisstjóri fer yfir verkferla og fyrirkomulag snjómoksturs og hálkueyðingar í þéttbýli og dreifbýli.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2501019 - Landeldisgjald
Hafnarstjóri leggur minnisblað ásamt 2 tillögum af nýju gjaldi eldisafurða. Minnisblaði var unnið af ODT endurskoðun.

Áður hafa verið innheimt vörugjald í þriðja flokk fyrir þessar vörur, auk þess sem reynt
hefur verið að leggja á gjald sem samsvaraði aflagjaldi. Komið hafa fram mótmæli, á þeirri forsendu,
að það hafi verið reiknað út frá verðmæti afurða og að gjaldið væri því í raun skattur, frekar en
þjónustugjald, og að slík skattlagning væri ekki í samræmi við gildandi reglur.
Í ljósi þessara athugasemda var ákveðið að leggja upp með nýja nálgun þar sem hægt væri að tengja
gjaldtöku við raunverulegan kostnað sem höfnin hefði vegna þjónustunnar. Þetta fól í sér hönnun
kerfis sem tryggði lögmæti kostnaðarkerfisins, að gjaldið væri bæði gagnsætt og rekjanlegt til
tiltekinna kostnaðarliða.

Afgreiðsla: Nefndin frestar erindinu og óskar eftir frekari upplýsingum.
4. 2501021 - Framkvæmdaráætlun 2024-25
Sviðsstjóri fór yfir stöðu helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2024-25.
Afgreiðsla: Lagt fram

Sviðstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2025.
1. Breytingar Hafnarbergi 1. Unnið er við lokafrágang glerkerfi ofl.
2. Gatnalýsing Nes-og Laxabrautar.
Verkstaða 14. janúar.
Unnið er á kaflanum á milli st. 0-500. Búið að reisa alla staura, eftir að setja upp lampa og tengja síðustu staura.
Eftir að setja upp þrjá skápa á austurhlutanum. Búið er að draga út háspennustreng og ljósastrengi til enda í st. 0, eftir að loka skurði. Búið að leggja lagnir í þverun að spennustöð.
Áætlun næstu 2-ja vikna:
Klára verkið. Loka skurðum og ganga frá lýsingu sem eftir er. Klára tengingu fyrir Mílu í austurenda
3. Framkvæmdir við nýjan leikskóla, verkstaða.
4. Nýtt eldhús Suðurvör 3. Útboðsgögn eru í vinnslu gerum ráð fyrir að bjóða framkvæmdina út í byrjun árs 2025.
5. Ný rennibraut. Efla vinnur að hönnun undirstaða og lagna ofl. Arkís er að vinna frumdrög af framtíðarplani sundlaugarsvæðis. Gert er ráð fyrir að bjóða rennibrautarframkvæmdina út í janúar.
6. Gatnagerð Vesturbyggð vestan Eyja- og Básahrauns
Verkstaða:
Búið að moka upp lausu efni ofan klöpp og fleyga í götustæði götu 1 að gatnamótum götu B. Unnið við
fleygun fráveituskurðs í götu 1 á sama kafla.
Áætlun næstu 2-ja vikna:
Fleyga klöpp í fráveituskurði
7. Yfirborðsfrágangur Laxa- og Nesbrautar
Unnið er að gerð útboðsganga, þau ættu að liggja fyrir um miðjan febrúar.
8. Gatnagerð Norðurbakka 1-13
Verkstaða:
Búið að setja þrifalag fyllingar í akstursleiðir um götur. Búið að fleyga skólpskurði og veituskurði og moka upp
fleyggrjóti úr skólpskurðum og verið að moka upp úr veituskurðum, sem er að klárast.
Áætlun næstu 2-ja vikna:
Klára mokstur úr skurðum. Undirbúa skólpskurð fyrir lagnir. Vinna við skólp- og vatnslagnir. Gert er ráð fyrir að byrja vinnu við hitaveitulagnir um miðjan febrúar
7. 2406028 - Suðurvarabryggja-Yfirborðsfrágangur
Lögð eru fyrir nefndina frumdrög af útboðsgögn vegna yfirborðsfrágangs
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir útboðsgögnin.
8. 2501031 - Umsókn um lóð - Hafnarvegur 3
Sjávargrund ehf. sækir um lóðina Hafnarvegur 3.
Afgreiðsla: Samþykkt
9. 2501030 - Umsókn um lóð - Hafnarvegur 1
Sjávargrund ehf. sækir um lóðina Hafnarvegur 1.
Afgreiðsla: Samþykkt
Fundargerðir til kynningar
5. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda. Verkfundagerð 23 lögð fram.
Verkstaða:
Búið er að steypa kantbita ásamt stormpolla. Unnið er við kanttré og þybbur. Næstu 2 vikur: Klára vinnu við stiga, þybbur ,kanttré og polla. Setja upp húseiningar veituhúss. Fjarlægja mót, timbur og annan búnað af verksvæðinu. Áætlað er að verkinu ljúki á árinu, nema frágangur á veituhúsi.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
6. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda við stækkun hafnar áfanga 1. Verkfundargerð 67 lögð fram.

Staða framkvæmda.
Unnið er við að grafa og sprengja leifarnar af Suðurvararbryggju, búið ca. 130 m. Vinna á úthaldinu gekk
vel, ekki þurfti að sprengja, allt grafanlegt. Unnið var einnig við sléttun á plani og fyllingu framan við
Meitilinn. Búið er að leggja skólplögn, verið er að sanda kringum hana. Lengd lagnar um 40 m.
Búið er að endurraða og hækka garð frá stöð 290 og að st. 94. Unnið verður á vöktum næstu vikum.
Búnir að leggja ídráttarrör á Austurgarði og að bryggju á Suðurvarargarði. Búið er að fjarlægja
umframefni úr breikkun vegar að Arnarlaxi og lagfæra flóðvarnargarð. Efni er losað í haug samanber
samtal. Sprengingar skila ágætis árangri og afköst mest 1200m3 á dag. Töluvert auðveldara er að rífa
bryggju og minns af járni kemur og minna af stórum steypubrotum.
Búið er að mala um 20 þús. rúmmetrar.
Næstu 2 vikur:
Unnið verður við að fjarlægja kerjabryggju. Dýpka þarf niður í 9,5m dýpi og verktaki þarf að gæta þess
að skilja ekki eftir hóla í botni. Verktaki heldur áfram að haugsetja efni. Gert ráð fyrir að 5-8 starfsmenn
verði við vinnu næstu vikur.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?