Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 58

Haldinn í Þjónustumiðstöð,
17.10.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Geir Höskuldsson 3. varamaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Á fundinn undir mál nr 1 og 2 á dagskrá mætti Sigurður Ás Grétarsson eftirlitsmaður með framkvæmdum og fór yfir stöðu þeirra.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda við stækkun hafnar áfanga 1. Verkfundargerð 63 lögð fram.
Verkstaða: Unnið er við að grafa, rippa og fleyga leifarnar af Suðurvararbryggju. Verið er að breikka slóðann til að ná efni milli gömlu og nýju bryggju. Vonast er til að klára það á morgun. Þá verður byrjað að taka upp og stefnt að því grafa þvert á bryggju. Unnið verður á vöktum næstu vikum. Byrjað er að leggja ídráttarrör á Austurgarði. Hefur gengið hægt síðustu 2 vikur að fjarlægja bryggju og Hitachi 1200 bilaði í byrjun í síðustu viku og var frá í nokkra daga, Efni er losað í haug samanber samtal.
Búið er að mala um 13 þús. rúmmetrar. Mölunarvél væntanleg fljótlega til að bæta við efni. Óskað er eftir að mala fínna mesta stærð um 63 mm. Áætlað að vanti 5000m3.
Næstu 2 vikur:
Unnið verður við ídráttarrör fyrir raflagnir á Austurgarði. Haldið áfram að fjarlægja kerjabryggju. Dýpka þarf niður í 9,5m dýpi og verktaki þarf að gæta þess að skilja ekki eftir hóla í botni.
Gert er ráð fyrir hefja upphækkun bryggjugarðs í lok október. Tekur um 3-4 vikur.
Gert ráð fyrir að 3-5 starfsmenn verði við vinnu næstu vikur.
Gert er ráð fyrir að rif bryggju klárist í desember.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
2. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda. Verkfundagerð 19 lögð fram.
Verkstaða: Verktaki er búinn að fylla að þili upp undir kantbita en á eftir að þjappa yfirborð. Að sögn BJ verður þjappað á morgun. Kantbiti uppsteyptur 140 metra með stigum, pollum, kanttré, dekkjafender og V-fender.
Næstu 2 vikur:
Verktaki stefnir að því að hefja vinnu við kantbita nk. mánudag. Byrjað verður á skurði þils og járnabinda bita. Stefnt er að því að það verði 2-3 starfsmenn fram að mánaðamótum en þá tekur annar við uppsteypunni. Stefnt er að kantbiti, stormpolli, fender og allt það sem snýr að verkinu verði lokið í janúarlok. Verklok og dagsektir taka mið af því. Samhliða vinnu verktaka þá mun Suðurverk vinna við upphækkun grjótgarðs frá stöð 120-290, rífa bryggju og ganga frá plönum og aðkomu að bryggju. Stefnt er að útboði lagna í nóvember og það verk hefjist í janúar. Uppsteypa undirstaða færibands hefst líka eftir áramót. Stefnt er líka að því að bjóða út gatnagerð í byrjun næsta árs. Verktaki mun þarf taka tillit til hliðra eins og eðlilegt er fyrir þessum framkvæmdum.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24
Sviðsstjóri fór yfir stöðu helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2024.
Afgreiðsla: Lagt fram

1. Breytingar Hafnarbergi 1. Unnið er við frágang á kerfislofti, undirbúningur fyrir ný gólfefni, lofræstistútum ofl.
2. Gatnagerð iðnaðar og hafnarsvæðis áfangi 1. Verkstaða: Framkvæmdum er lokið búið að malbika 70% af götum
3. Gatnagerð iðnaðar og hafnarsvæðis áfangi 2. Verkið var auglýst til útboðs sl helgi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í byrjun nóvember og ljúki í lok mars.
4. Gatnahönnun vestan við Hraunin áfangi 3-4. Útboðsgögn eru tilbúin, lögð fram til samþykktar.
5. Gatnalýsing Nes-og Laxabrautar. Verkstaða. Unnið er við veituskurð og ljósastaura í Laxabraut á kaflanum frá Suðurstrandarvegi, á milli stöðva 2150 ? 5543; Búið að draga út alla strengi og sanda yfir á 2800 m kafla á milli st. 2750 ? 5543 og setja upp ljósastaura og lampa, 80 stk. Unnið við tengingu ljósastaura. Þrír rafmagnsskápar komnir upp á kaflanum. Verið að fylla yfir strengi. Unnið við framhald veituskurðar frá stöð 2750 - 2400 og á kafla á milli st. 2350 -2150, við gröft og fleygun veituskurðar. Áætlun næstu 2-ja vikna: Vinna við veituskurði á kaflanum ca. frá st. 2750 - 2000 og áfram; við gröft, fleygun og söndun, reisa ljósastaura, leggja strengi og vinna við tengingar, fylla í skurð.
6. Flutningur á Lat. 1 Stórverk hefur lokið við jarðvegsskipti og hleðslu á grjóti undir steininn. Gert er ráð fyrir flutning á Lat á næstu dögum.
7. Framkvæmdir við nýjan leikskóla Verkstaða 3 október:
1. Búið er að setja þakeiningar á hluta hússins.
2. Búið er að koma fyrir stálbitum á vesturhlið hússins.
3. Búið er að steypa undirstöður undir palla við innganga hússins.
4. Verktaki er búinn að steinslípa veggi.
5. Verktaki er búinn að steypa upp veggi hússins.

8. Nýtt eldhús Suðurvör 3. Endurskoðuð gögn þar sem búið er að gera ráð fyrir breytingum innanhús hjá Viss í leiðinni liggja fyrir. Unnið er við að kostnaðarmeta framkvæmdir. Uppfærð gögn kynnt fyrir nefnd.
9. Framtíðarstækkun grunnskóla/íþróttahús. Uppfærð gögn kynnt fyrir nefnd.
10. Ný rennibraut. Framleiðandi sambr. tilboð óskar eftir að 2-3 fulltrúar sveitarfélags ásamt fulltrúa Á Óskarsson mæti á fund til framleiðanda í Hollandi í boði hans. Ferðin er hugsuð til að halda verkfund með framleiðanda um framgang verkefnisins, fara yfir hvað þarf að gera, hver gerir hvað til að tryggja góðan framgang verksins.
4. 2410024 - Færsla Herjólfsbryggju
Sviðstjóri leggur fyrir nefndina minnisblað unnið af Portum verkfræðistofu um mögulega færslu/nýrrar bryggju fyrir Herjólf.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?