Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 55

Haldinn í Þjónustumiðstöð,
17.07.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Sigfús Benóný Harðarson 1. varamaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Inná fundin undir málum 1 og 2 mætti Sigurður Ás Grétarsson og fór yfir stöðu þeirra.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda. Verkfundagerð 14 og 15 lögð fram. Verkstaða: Verktaki steypti færu 5 af kantbita þann 26. júní. Þann 21. júní lauk hann við að reka niður allar þilplötur, koma fyrir stagbita að mestu 27 júní, en átti eftir að sjóða samskeyti saman og bolta 2 bolta.
Kanttré komið á um 110 m af kantbita. Byrjað að setja upp stiga, 4 komnir. Pollar komnir að færu 5, alls 8.
Fullreka hefur þurft flestar plötur í gafli með lofthamri að sögn verktaka.
Þann 28. júní sprengdi Suðurverk við kerjabryggju nánast upp við þil með þeim afleiðingum að 7 þilplötur gengju til í lásunum. Gera þarf við tjón áður en gengið er frá þeim 7 stögum sem eftir er að koma fyrir og sjóða saman stagbita.
Næstu 2 vikur:
Verktaki stefnir að því að setja upp stiga, kanttré, polla og dekkjapulsur Verktaki þarf að nýta stórstraumsfjörurnar við uppsetningu dekkja. Verktaki ætlar ekki að taka þátt í viðgerð á þili. Rekstrargengi verktaka er komið til Akranes.
Verkkaupi er reiðubúinn að klára stálþilsrekstur, ganga frá stögum og stagbita og fylla upp undir kantbita eftir að viðgerð er lokið. Verktaki stefnir að koma strax eftir að viðgerð er lokið.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
2. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda við stækkun hafnar áfanga 1. Verkfundargerð 57 og 58 lagðar fram.
Verkstaða: Stytting Austurgarðs kláraðist 17. júní og röðun garðshauss lauk 25. júní. Unnið er við uppúrtekt Suðurvararbryggju og að sprengja upp leifar bryggju.
Búið er að mala um 15 þús. rúmmetrar. Mölunarvél farin af verkstað.
Næstu 2 vikur:
Unnið verður í að grafa upp Suðurvararbryggju. Sprengja þarf botn samhliða uppmokstri. Stefnt að vera með 2 trukka
Gert er ráð fyrir hefja upphækkun bryggjugarðs 29. júlí, föstudag fyrir verslunarmannahelgina. Verktaki hefur 2 vikur meðan Hagtak er í fríi um verslunarmannahelgina.
Garður og bryggja:
Losa skal steypubrot í fyllingu eða á milli bryggju og Meiils hússins sjá teikningar. Losa skal efni í
Upphækkun garðs meðfram bryggju hefst eftir að vinnu Hagtaks er lokið. Þorvaldur Arnarsson mun raða og með eigin vél. Stefnt að því að hefja upphækkun 29. júlí
Verktaki skal halda utan um magn sem hann losar í bakfyllingu þils hjá Hagtak og hversu mikið hann keyrir úr haug.
Óskað er eftir að verktaki dýpki niður í 9,5m þegar hann fjarlægir brotinn úr steinbryggju.
Verktaki hefur enn ekki skilað vigtunarskýrslum.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2312027 - Umsókn um lóð - Norðurbakki 13
Hekla fasteignir ehf. sækir um lóðina Norðurbakki 13
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að úthluta Heklu lóðina.
4. 2407024 - Breytingar á vaktarfyrirkomulagi og opnunartíma hafnarinnar
Hafnarstjóri leggur tillögur um breytingar á vaktarfyrirkomulagi og opnunartíma fyrir nefnd.
Afgreiðsla: Nefndin í samráði við hafnarstjóra að samþykkir að auglýsa breyttan opnunartíma hafnar og leið B í tillögum af breytingu á vaktaplani. Hafnarstjóra er falið að auglýsa breytingarnar.
5. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24
Sviðsstjóri fór yfir stöðu helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2024.
Sviðstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2024.
1. Breytingar Hafnarbergi 1.
Unnið að breytingum á lögnum raf- og loftræstingu
2. Gatnagerð iðnaðar og hafnarsvæðis áfangi 1.
Verkstaða:Verkinu er að mestu lokið. Smá fíniseringar eftir og verktaki á eftir að setja upp ljóskúpla sem verkkaupi skaffar (eru í pöntun)
3. Gatnagerð iðnaðar og hafnarsvæðis áfangi 2.
Hönnun veitna er á lokametrum, útboðsgögn ættu að klárast í lok ágúst.

4. Gatnagerð Vestan við Bergin áfangi 2.
Verkstaða:
Öllum framkvæmdum við götur er lokið. Lokaúttekt er í vinnslu. Verktaki er að vinna við hreinsun á umfram efni.

5. Gatnahönnun vestan við Hraunin áfangi 3-4.
Verið er að leggja lokahönd á hönnun áfanga 4

6. Endurnýjun gólfs Egilsbraut 9, opið rými málsnr. 2311016
Múrþjónusta Helga hefur staðfest að hann mun lagfæra gólfið í haust við umsjónarmann fasteigna.
7. Flutningur á Lat
Niðurstaða verðkönnunar ætti að liggja fyrir 22 júlí
8. Framkvæmdir við nýjan leikskóla
Verkstaða:
? Búið er að steypa ca 2/3 af plötu hússins.
? Búið er að setja fituskilju niður og tengja.
? Verktaki er búinn að jafna undir einangrun í restina af plötu hússins.
? Búið er að einfalda fyrir fyrstu veggja steypu, koma fyrir gluggamótum
? járnabinding er komin langt eða um 70%
? Búið er að fylla að sökkli.
? Byrjað er að koma fyrir frárennslislögnum utan við sökkul

9. Ný rennibraut við sundlaug.
Búið er að auglýsa gert er ráð fyrir að tilboð verði opnuð 6 ágúst.
10. Nýtt eldhús Suðurvör 3
Verið er að teikna upp breytingarnar á húsinu, fyrstu drög ættu að liggja fyrir í lok ágúst.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?