Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 433

Haldinn í fjarfundi,
05.12.2024 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi H-lista boðaði forföll.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2409029 - Beiðni um forgang að leikskóladvöl
Trúnaðarmál, áður á dagskrá bæjarráðs 7. og 21. nóv sl. Jóhanna Hjartardóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kemur inn á fundinn.
Bæjarráð samþykkir beiðni um viðbótarfjármagn til að mæta kostnaði við stuðning fyrir viðkomandi barn í þrjá mánuði til að byrja með. Áætlaður kostnaður er rúmlega 1,5 milljón.

Samþykkt samhljóða.

Jóhanna yfirgaf fundinn kl. 12:25.
2. 2412005 - Beiðni um styrk vegna góðgerðardaga í Grunnskólanum í Hveragerði
Bréf frá Grunnskólanum í Hveragerði vegna góðgerðardagsins 2024 sem haldinn var 29. nóvember sl. Í ár var ákveðið að styrkja Minningarsjóð Bryndísar Klöru. Markmið sjóðsins er að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Óskað er eftir stuðningi Sveitarfélagsins Ölfuss við verkefnið.

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið til jafns á við Hveragerðisbæ, í hlutfalli við nemendafjölda.

Samþykkt samhljóða.
3. 2412007 - Skipan fulltrúa í vinnuhóp
Beiðni frá Héraðsnefnd Árnesinga um skipan fulltrúa frá Sveitarfélaginu Ölfusi í vinnuhóp sem falið verður að greina kostnað við brunavarnir og skiptingu kostnaðar Brunavarna Árnessýslu.
Bæjarráð skipar Grétar Inga Erlendsson, formann bæjarráðs, í stýrihópinn.

Samþykkt samhljóða.
4. 1910033 - Tjaldstæði Þorlákshafnar.
Umræður um rekstrarfyrirkomulag tjaldstæðisins í Þorlákshöfn.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að ræða við Landamerki, sem eru fráfarandi rekstraraðilar, um áframhaldandi samning til eins árs.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?