| |
1. 2309043 - Orkuöflun - kynning Orkuveita Reykjavíkur | |
Bæjarstjórn þakkar kynninguna.
Bæjarstjórn vill nota tækifærið og minna á mikilvægi þess að allir sem vinna að einhvers konar auðlindanýtingu innan Sveitarfélagsins Ölfuss geri það á forsendum Orku- og auðlindastefnu Ölfuss.
Með auðlindastefnunni markar sveitarfélagið sér stefnu um formlega aðkomu að stjórn nýtingar allra auðlinda í sveitarfélaginu. Stefnt skal að því að nýting verði með áherslu á hagsmuni sveitarfélagsins, íbúa þess og fyrirtæki. Stýring nýtingar og leyfi til auðlindanýtingar verði þannig ætíð með hagsmuni íbúa að leiðarljósi og ávinning samfélagsins fyrir komandi kynslóðir. Þannig verði sveitarfélagið allt séð sem auðlindagarður þar sem heimili og fyrirtæki nýta með beinum eða óbeinum hætti auðlindir svæðisins.
Með Auðlindastefnu Ölfuss er lagður grunnur að verndar- og nýtingaráætlun. Með því að líta á Sveitarfélagið Ölfus sem einn samfelldan auðlindagarð eru verndar- og nýtingarmöguleikar sveitarfélagsins settir fram og línur lagðar um með hvaða hætti umgengni um Ölfus verður háttað m.t.t. nýtingar og verndar.
Í stefnunni er höfuð áhersla lögð á:
* Að sveitarfélagið sé beinn gerandi í stjórnun auðlinda í sveitarfélaginu. * Að sveitarfélagið og íbúar þess njóti góðs af auðlindum í sveitarfélaginu. * Að nýting auðlinda sé sjálfbær. * Að nýting orku sé meðal forgangsatriða í auðlindastýringu. Þannig verði horft til áframhaldandi uppbyggingu á umhverfisvænni orkunýtingu.
Gestir yfirgáfu fundinn kl. 17:50 að lokinni kynningu og umræðum.
| | |
|
2. 2305015 - Viðauki fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2023. | |
Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
3. 2305013 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss | |
Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
4. 1906015 - Erindisbréf nefnda. | |
Bæjarstjórn samþykkir erindisbréfið og felur starfsmönnum að fylgja stofnun dreifbýlisnefndar eftir.
Samþykkt samhljóða | | |
|
5. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss. | |
Bæjarstjórn samþykkir að dreifbýlisnefnd verði svo skipuð:
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir (D lista), formaður Geir Höskuldsson (D lista), varaformaður Vilhjálmur Baldur Guðmundsson (B lista)
Til vara: Margrét Pollý Hansen Hauksdóttir (D lista) Kjartan Ólafsson (D lista) Dagbjört Guðmundsdóttir (B lista)
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
6. 2310009 - Samkomulag við Heidelberg, úthlutun nýrrar lóðar og samstarf um hafnarstarfsemi | |
Hrönn Guðmundsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson, Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir tóku til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita samkomulagið.
Bæjarstjórn ítrekar enn fremur að haldin verður íbúakosning um framgang verkefnisins þegar frekari forsendur liggja fyrir og áður nauðsynlegar breytingar á aðal- og deiliskipulagi fá framgang.
Afgreiðslan var samþykkt með 6 atkvæðum bæjarfulltrúa D- og B-lista. Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi H-lista sat hjá.
| | |
|
7. 2309034 - Dagforeldrar í Ölfusi - staða mála | |
Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson og Elliði Vignisson tóku til máls.
,,Bæjarfulltrúar B- og H- lista lögðu fram eftirfarandi bókun: Miðað við frásagnir foreldra hefur verið allur gangur á því hvort að börn komist inn við 18 mánaða aldur á leikskólann og ljóst að árgangurinn sem verður 18 mánaða á næsta misseri er mjög stór og því lýsum við yfir miklum áhyggjum af dagvistunarmálum í sveitarfélaginu. Á sama tíma og staðan þyngist í dagvistunarmálum er mikil uppbygging í Þorlákshöfn og má reikna með fjölgun barnafjölskyldna. Það er ljóst að hér þurfum við að hugsa til lengri tíma með því að flýta byggingu nýs leikskóla eins og hægt er og stefna á að taka börn inn 12 mánaða á leikskóla og útrýma þessu ófremdarástandi sem foreldrar standa frammi fyrir þegar brúa þarf bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla."
Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson.
Bæjarfulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun: ,,Fulltrúar D-lista vilja benda á að aldrei í sögu sveitarfélagsins frá því að Bergheimar voru stofnaðir hefur leikskólaplássum verið fjölgað jafn hratt og á síðustu tveimur árum. Fyrir tveimur árum var tekin í notkun ný stofa sem rúma á 20 börn. Um næstu áramót verður svo tekin í notkun önnur stofa sem einnig rúmar 20 börn og hefur plássum þá fjölgað um 40. Nú þegar er unnið að samkomulagi við Hjallastefnuna sem gerir ráð fyrir því að eftir áramót, vonandi eigi síðar en um mánaðarmótin mars-apríl, verði búið að tryggja öllum börnum eldri en 15 mánaða þjónustu leikskóla. Einnig vilja bæjarfulltrúar D-lista benda á að hönnun nýs leikskóla er lokið og útboðsgögn eru tilbúin. Þá eru jarðvegsframkvæmdir langt komnar og vonir standa til að hægt verði að bjóða út verklega framkvæmd núna í október eða öllu falli eigi síðar en í nóvember. Öll tilvísun til ófremdarástands er því vísað á bug."
Erla Sif Markúsdóttir, Gestur Þór Kristjánsson, Grétar Ingi Erlendsson og Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir.
Afgreiðsla fundar: Bæjarstjórn tekur undir afstöðu nefndarinnar og felur starfsmönnum að gera ráð fyrir kostnaði vegna þeirra tillagna sem koma fram í afstöðu nefndarinnar í fjárhagsáætlun komandi árs sem taka munu gildi í upphafi komandi árs.
Samþykkt samhljóða | | |
|
8. 2309015 - Jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026 | |
Bæjarstjórn samþykkir Jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023 - 2026.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
9. 2309058 - Málstefna Sveitarfélagsins Ölfuss | |
Elliði Vignisson tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir Málstefnu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
10. 2112015 - Skólastefna Sveitarfélagsins Ölfuss | |
Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Elliði Vignisson tóku til máls.
Bæjarfulltrúar B- og H- lista lögðu fram eftirfarandi bókun: Menntastefnan er afrakstur mikillar vinnu sem skólasamfélagið tók allt þátt í. Niðurstaðan er fagleg og spennandi stefna í menntamálum sveitarfélagsins til ársins 2030. Okkur langar að leggja áherslu á að vinnunni verði áfram haldið og búin verði til aðgerðaráætlun með tímasettum og mælanlegum markmiðum um innleiðingu á stefnunni til að auka líkurnar á að okkar góðu skólar verði búnir að ná markmiðum hennar árið 2030.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir skólastefnu sveitarfélagsins og þakkar þeim fjölmörgu sem komu að gerð hennar.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
11. 2309024 - Skipan í starfshóp um uppbyggingaráætlun húsnæðis fyrir fatlað fólk | |
Bæjarstjórn samþykkir að Erla Sif Markúsdóttir taki sæti í starfshópi um uppbyggingaráætlun húsnæðis fyrir fatlað fólk á starfssvæði Bergrisans.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
12. 2310006 - Stofnun nefndar sem skipuð er íbúum í Ölfusi með erlendan bakgrunn - tillaga frá B og H lista | |
Hrönn Guðmundsdóttir, Elliði Vignisson, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson og Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir tóku til máls.
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir lagði fram eftirfarandi frávísunartillögu fyrir hönd bæjarfulltrúa D-lista: ,,Bæjarstjórn telur ekki ástæðu að svo stöddu til að skipa sérstaka nefnd sem skipuð er íbúum í Ölfusi með erlendan bakgrunn. Bent er á að af 614 íbúum með erlent ríkisfang eru 304 þeirra eða 50% með sömu 12 heimilisföngin. Yfirgnæfandi meirihluti þessara íbúa eru karlmenn á vinnualdri sem líklegt má telja að dvelji hér um lengri eða skemmri tíma vegna atvinnu sinnar. Þar sem framkomin tillaga vísar til fordæmis í Vík í Mýrdal er rétt að halda til haga að rúmlega 61% íbúa þar er með erlent ríkisfang. Það er því aðdáunarvert að stjórnsýslan þar gæti sérstaklega að þessari einstöku stöðu meðal íslenskra sveitarfélaga. Slíkt hið sama hugleiða sjálfsagt t.d. Skaftárhreppur, sem er með 43,1% hlutfall erlendra ríkisborgara, og Bláskógabyggð með 36,4%. Í stað þess að stofna nefnd sem er skipuð íbúum með erlendan bakgrunn telur bæjarstjórn vænlegra að leggja áherslu á að samtvinna alla þjónustu sveitarfélagsins þannig að hún standi öllum íbúum til boða óháð ríkisfangi. Með það í huga beinir bæjarstjórn því til forstöðufólks hjá sveitarfélaginu að gæta sérstaklega að þörfum íbúa með erlent ríkisfang við mótun þjónustuúrræða. Að öðru leyti vísar bæjarstjórn því til fjölskyldu- og fræðslunefndar að huga sérstaklega að þörfum íbúa með erlent ríkisfang og eftir atvikum láta fara fram sérstakt mat á þörf fyrir aukin úrræði fyrir þennan hóp íbúa."
Frávísunartillagan var lögð í atkvæðagreiðslu og var hún samþykkt með 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, bæjarfulltrúar B-lista sátu hjá og bæjarfulltrúi H-lista greiddi atkvæði á móti tillögunni.
| | |
|
13. 2306003 - ASK Nýir jarðstrengir að fiskeldi vestan Þorlákshafnar | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
14. 2305035 - Fasteignaþróun við Óseyrarbraut | |
Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Elliði Vignisson tóku til máls.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi H-lista lagði fram eftirfarandi bókun: ,,Það vantar ekki lóðaframboð í Ölfusi, ný hverfi eru að rísa og önnur í skipulagsferli. Nú tel ég rétt að staldra við svo að uppbygging og innviðir samfélagsins haldist í hendur. Þar að auki tel ég þetta svæði henta ákaflega illa fyrir aukna íbúabyggð vegna nálægðar við höfn og atvinnusvæði, vikurhauga og þá hávaða og umhverfismengun sem kemur af iðnaðarsvæðinu yfir þá byggð sem fyrir er. Nóg er af landi í sveitarfélaginu og því ekki ástæða til að þétta byggðina þarna við gamla bæinn. Betra er að mínu mati að eiga þetta svæði fyrir hafnsækna starfsemi, þjónustu, skrifstofur, móttökur fyrir skemmtiferðaskip, afþreyingu og þróun og uppbyggingu á grænum svæðum."
Grétar Ingi Erlendsson lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa D-lista: ,,Bæjarfulltrúar D-lista lýsa undrun sinni á bókun fulltrúa H-lista sem enn og aftur leggst gegn framfara hugmyndum sem tengjast uppbyggingu samfélagsins. Umrætt mál hefur verið rætt og reifað í marga mánuði án þess að nokkur fulltrúi H-lista hreyfi þar mótmælum. Nú á seinustu mínútu við vinnslu málsins leggst bæjarfulltrúinn gegn málinu. Bent er á að ekkert í umhverfi þeirra lóða sem til umræðu eru kemur væntanlegum framkvæmdaaðilum né íbúum á óvart og þeim því frjálst að velja sjálfir hvort þeim líkar búseta nærri atvinnusvæði eða ekki. Þá er og bent á að fagnefndin skipulags- og umhverfisnefnd hefur varið mikilli vinnu við undirbúning þessa máls og hvorki sanngjarnt né eðlilegt að ganga fram með þessum máta í andstöðu við nefndina."
Niðurstaða nefndarinnar staðfest með 6 atkvæðum bæjarfulltrúa D- og B-lista, bæjarfulltrúi H-lista sat hjá.
| | |
|
15. 2309039 - Lýsuberg 10 grenndarkynning L171049 | |
Hrönn Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða nefndarinnar staðfest með 6 atkvæðum.
Hrönn Guðmundsdóttir kom aftur inn á fundinn.
| | |
|
16. 2309040 - DSK Breytinga deiliskipulaginu Hjarðarból lóðir 1 og 2 | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
17. 2309010 - DSK Þrastarvegur 1 - breyting á deiliskipulagi | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
18. 2303017 - DSK Vesturbyggð norðan Selvogsbrautar ÍB10 og ÍB11 | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
19. 2301039 - DSK Deiliskipulag Bjarnastaðir L171687 | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
| | |
|
20. 2206054 - DSK Geo Salmo fiskeldi - Básar vestan við Keflavík | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
21. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest með 5 atkvæðum Gests Þórs Kristjánssonar D-lista, Erlu Sifjar Markúsdóttur D-lista, Grétars Inga Erlendssonar D-lista, Sigurbjargar Jennýjar Jónsdóttur D-lista og Vilhjálms Baldurs Guðmundssonar B-lista. Hrönn Guðmundsdóttir B-lista sat hjá og Ása Berglind Hjálmarsdóttir H-lista greiddi atkvæði á móti.
| | |
|
22. 2306003 - ASK Nýir jarðstrengir að fiskeldi vestan Þorlákshafnar - rafstrengir | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
| |
23. 2308006F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 57 | |
1. 2306003 - ASK Nýir jarðstrengir að fiskeldi vestan Þorlákshafnar. Tekið fyrir sérstaklega. 2. 2210005 - DSK Eima - Deiliskipulag í landi Eimu i Selvogi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 2308044 - Stofnun lóðar fyrir hótel á reit VÞ5 úr L209844. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 4. 2308003 - Latur - sögulegum stein fundinn viðeigandi staður. Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Elliði Vignisson tóku til máls undir þessum lið. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 5. 2308048 - Fyrrum Suðurlandsvegur - ný skilti. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 6. 2309001 - Umferðaskilti i dreifbýli Ölfus. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 7. 2308005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 53. Til kynningar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest. | | |
|
24. 2309001F - Stjórn vatnsveitu - 14 | |
1. 2307014 - Kaldavatnsveitan Seyla í Árbæjarhverfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 2. 2309003 - Beiðni um tenging við vatnsveitu Ölfuss- Háagljúfur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 2309004 - Beiðni um tenging við vatnsveitu Ölfuss- Akurholt. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 4. 2309006 - Beiðni um tenging við vatnsveitu Ölfuss- Kambastaðir. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 5. 2305048 - Vatnsveita dreifbýli - úttekt vatnsbólum Ölfusborgir og Berglind. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
25. 2309006F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 40 | |
1. 2309019 - Frístundastyrkir 2022. Grétar Ingi Erlendsson tók til máls undir þessum lið og lagði til að tillögum sem fram koma í fundargerðinni varðandi nýtingu elsta hóps barna á frístundastyrkjum verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar. Samþykkt samhljóða. 2. 2309022 - Skólahreystivöllur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 2309020 - Starfsskýrsla og ársskýrsla Ungmennafélagsins Þór 2022. Til kynningar. 4. 2309014 - Knattspyrnufélagið Ægir. Til kynningar. 5. 2309013 - Golfklúbbur Þorlákshafnar. Til kynningar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
26. 2309004F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 43 | |
1. 2304034 - Girðingar á lóðum hafnarsvæðis. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 2. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar. 3. 2209001 - Svartaskersbryggja endurbygging þekju. Til kynningar. 4. 2301017 - Framkvæmdaráætlun 2022-23. Til kynningar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
27. 2309002F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 58 | |
1. 2309035 - ASK Meitlar og Hverahlíð II - Aðalskipulagsbreyting vegna rannsóknaboranna. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 2. 2302017 - DSK Meitlar deiliskipulag vegna rannsóknarborhola í Meitlum á Hellisheiði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag. Tekið fyrir sérstaklega. 4. 2206054 - DSK Geo Salmo fiskeldi - Básar vestan við Keflavík. Tekið fyrir sérstaklega. 5. 2301039 - DSK Deiliskipulag Bjarnastaðir L171687. Tekið fyrir sérstaklega. 6. 2303017 - DSK Vesturbyggð norðan Selvogsbrautar ÍB10 og ÍB11. Tekið fyrir sérstaklega. 7. 2309010 - DSK Þrastavegur 1 - breyting á deiliskipulagi. Tekið fyrir sérstaklega. 8. 2309040 - DSK Breytinga deiliskipulaginu Hjarðarból lóðir 1 og 2. Tekið fyrir sérstaklega. 9. 2309039 - Lýsuberg 10 grenndarkynning L171049. Tekið fyrir sérstaklega. 10. 2305035 - Fasteignaþróun við Óseyrarbraut. Tekið fyrir sérstaklega. 11. 2203020 - Bárugata 1 - umsókn um fjölgun íbúða og breytingu á deiliskipulagi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 12. 2309008 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Reykir - Flokkur 1. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 13. 2309007 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Reykir - Flokkur 1. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 14. 2309029 - Unubakki 32 - nú Unubakki 50 L209551. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 15. 2309037 - Skólahreystibraut. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 16. 2309021 - Minningarsteinn við þjóðveginn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 17. 2003004 - Umsókn um afnot af lóð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 18. 2309028 - Ályktun um skógarreiti og græn svæði innan byggðar - Skógræktarfélag Íslands. Til kynningar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest. | | |
|
28. 2309008F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 54 | |
1. 2309047 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kolviðarhóll lóð 1 - Flokkur 1 2. 2307029 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Elsugata 19-21-23 - Flokkur 2 3. 2309048 - Umsókn um stöðuleyfi
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
| | |
|
29. 2309007F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 13 | |
1. 2309050 - Frístundaheimilið - kynning. Til kynningar. 2. 2302055 - Skýrsla leikskólastjóra. Til kynningar. 3. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra. Til kynningar. 4. 2309044 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn - starfsáætlun. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 5. 2309036 - Skólaþjónusta Ölfuss - kynning. Til kynningar. 6. 2112015 - Skólastefna Sveitarfélagsins Ölfuss. Tekið fyrir sérstaklega. 7. 2309032 - Greining á úrræðum í stigskiptri þjónustu við börn. Til kynningar. 8. 2309034 - Dagforeldrar í Ölfusi - staða mála. Tekið fyrir sérstaklega. 9. 2309038 - Íþróttavika Evrópu - dagskrá í Ölfusi. Til kynningar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest. | | |
|
30. 2308007F - Bæjarráð Ölfuss - 403 | |
1. 2308046 - Dreifbýlisnefnd - minnisblað. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 2. 2308047 - Beiðni um endurnýjun á viljayfirlýsingu vegna Hnjúkamóa 2 og 4. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 2309002 - Beiðni um gjaldfrest. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 4. 2308041 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2024-2027. Til kynningar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
31. 2309005F - Bæjarráð Ölfuss - 404 | |
1. 2304034 - Girðingar á lóðum hafnarsvæðis. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 2. 2305015 - Viðauki fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2023. Tekið fyrir sérstaklega. 3. 2308041 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2024-2027. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 4. 2308047 - Viljayfirlýsing vegna Hnjúkamóa 2 og 4. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 5. 2309031 - Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta 2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 6. 2309042 - Beiðni um styrk vegna Erasmus verkefnis. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 7. 2309023 - Hvatning til sveitarstjórna um mótun málstefnu. Til kynningar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
40. 2310001F - Bæjarráð Ölfuss - 405 | 1. 2310003 - Beiðni um aukinn stuðning við afreksstarf hjá Knattspyrnufélaginu Ægi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 2. 2310012 - Beiðni um styrk - Sjóðurinn góði Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 2310013 - Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2023. Til kynningar. 4. 2310014 - Áhersluverkefni fyrir Sorpstöð Suðurlands 2024 Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 5. 2310015 - Uppbygging skólaþjónustusvæða í landshlutanum Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 6. 2310002 - Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 7. 2310001 - Samráðsgátt - Hvítbók um skipulagsmál Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 8. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest. | | |
|
| |
32. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands. | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|
33. 1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|
34. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|
35. 1701032 - Fræðslumál Fundagerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga. | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|
36. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|
37. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS. | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|
38. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga. | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|
39. 1805041 - Menningarmál Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|