Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 38

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
19.04.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðlaug Einarsdóttir 1. varamaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Sigfús Benóný Harðarson 1. varamaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskar sviðsjóri eftir að taka 3 mál inn með afbrygðum mál nr. 5-6 og 7


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2304027 - Umfang flutninga SML í Þorlákshöfn
Lagt er fyrir nefndina minnisblað frá Óskari Sveini Friðrikssyni framkvæmdarstjóra Smyril Line Ísland. Einnig mæti Óskar á fundinn og ræddi m.a lóðarmál ofl.
Afgreiðsla: Framkvæmda- og hafnarnefnd tekur vel í erindið og felur starfsmanni að vinna málið áfram.
 
Gestir
Óskari Sveini Friðriksson - 00:00
2. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Sviðstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við stækkun hafnar áfangi 1. Verkfundargerð 31 lögð fram til kynningar. Verkstaða. Unnið í fæti garðs snið E og F. Fóturinn er kominn í stöð ca. 685. Farið verður í krónu bryggjugarðs ef veður leyfir ekki vinnu út á garði. Unnið í námu á svæði 3A og hafts. Efni hefur verið keyrt á lager Landeldis til mölunar. Samkvæmt borskýrslum er búið að sprengja um 320 þús. m3 af fastri klöpp án undirborunar og búið að keyra út í garð um 290 þús. og á lager um 97 þús. m3 (inn í tölu er líka mölun fyrir Landeldi). Samkvæmt borskýrslum eru komnir um 660 steinar í 1 fl. (ásamt talningu) og 3500 í 2 fl. en skv. skráningu 1650. Með endurskoðun á hönnun þá er heildarmagn í fl.1 13.800m3 um 1200 steinar og í 2 fl. 35.200 m3 um 6300 steinar Áætlað er að komið sé nóg í flokk 3. Búið er taka úr garði um 8000 m3 af grjóti yfir 3 tonn, gróft metið. Verktaki hefur skilað inn borskýrslur til 2023.03.27. Dagskýrslur komnar til 2023.02.24. Haugur fyrir Landeldi 13.595m3. Haugur fyrir ÞH 4570m3. Næstu 2 vikur: Skessan er raða í fót og undan litla skessan hún er að raða fyrir skessunni. Klára fót að haus. Vinna við að raða krónu bryggjugarðs verður látinn mæta afgangi. Haldið áfram við námuvinnslu á svæði 3A og hafti. Verkáætlun er í endurskoðun og lofar verktaki skila inn uppfærðri verkáætlun í lok vikunnar. Verktaki hefur ítrekað lofað áður að skila inn verkáætlun. Verktaki er á undan á áætlun.
Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2304029 - Geymslusvæði fyrir grjót
Sviðstjóri leggur fyrir nefndina tillögu af geymslusvæði fyrir umfram grjót sem ekki mun nýtast í núverandi hafnarframkvæmdir.
Óska þarf heimilda til að lagera grjóti við Laxárbraut 13 eða öðrum þeim stað sem sveitarfélagið vísar á. Gert er ráð fyrir að grjótið sé geymt þarna til bráðabirgða. Grjótið kemur úr lóð Landeldis og nýtist ekki í garð og er of stórt til að unnt sé að brjóta það í forbrjót og nýta sem fyllingarefni. Stærð grjóts er frá 0,5 tonn upp í 8 tonn. Unnt verður að nýta efnið síðar við grjótvarnir í sveitarfélaginu og/eða við stækkun hafnarinnar til norðurs í Skötubót. Áætlað magn er um 30 þúsund rúmmetrar. Meðfylgjandi er tillaga að geymslusvæði sem erum 6000 fermetrar og hæð allt að 6 metrar.

Afgreiðsla: Framkvæmda- og hafnarnefnd samþykkir geymslu á efninu fyrir sitt leiti á þessu svæði.
4. 2304028 - Losun dýpkunarefnis í gömlu grjótnámuna
Sviðstjóri leggur fyrir nefndina tillögu á staðsetningu geymslustaðs fyrir dýpkunarefni, sem kemur upp úr dýpkun við Suðurvarargarð, í vesturhluta gömlu grjótnámunni. Gert er ráð fyrir að efnið sé sandur, möl og einstaka stórir steinar. Að mestu verður efnið notað við landfyllingu fyrir framan lóð Jarðefnaiðnaðs samanber teikningu ÞHSU B01 en hluti af efninu nýtist ekki þar og þarf að koma annað. Miðað er við að efnið verði sturtað niður frá stáli grjótnámunnar (Laxabraut 3)að vestanverðu. Losunarsvæðið verður fjarri hjólabrautinni. Heildarmagn efnis sem veður losað í gömlu grjótnámunni er um 15 þúsund rúmmetrar. Stærð losunarsvæðis er um 1800-2400 fermetrar. Meðfylgjandi er svæðið sem sýnir dýpkun við Suðurvararbryggju annars vegar og hins vegar losunarsvæði í gömlu námu.
Afgreiðsla: Framkvæmda- og hafnarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti staðsetningu fyrir efnið en gerir kröfu um að svæðið verði grætt um leið og framkvæmd lýkur.
5. 2304034 - Girðingar á lóðum hafnarsvæðis
Hafnarstjóri óskar eftir heimild til að fjárfesta í færanlegum girðingum sem nauðsynlegt er að eiga til að loka svæði af. Kostnaður við kaup á 630 Lm ásamt fylgihlutum er 4,5 milljónir m.vsk.
Afgreiðsla: Framkvæmda- og hafnarnefnd samþykkir kaup á girðingu með fyrirvara um samþykki tollayfirvalda. Þá felur nefndin sviðstjóra að óska eftir viðauka.
6. 2304036 - Gatnagerð - Vesturbakki- yfirborðsfrágangur
Fyrir framkvæmda- og hafnarnefnd lágu niðurstöður útboðs, yfirborðsfrágangur Vesturbakki.

Í verkið bárust 2 tilboð

1. Smávélar ehf. 52.127.650 85%
2. Jón og Margeir ehf. 58.900.000 96%
Kostnaðaráætlun 61.309.158 100%

Afgreiðsla: Nefndin samþykir að samið verði við lægstbjóðanda að uppfylltum skilyrðum útboðsgagna.
7. 2304035 - Gatnagerð- Vetrarbraut-yfirborðsfrágangur
Fyrir framkvæmda- og hafnarnefnd lágu niðurstöður útboðs yfirborðsfrágangur Vetrar- og Sunnubrautar

Í verkið bárust 2 tilboð

1. Smávélar ehf. 47.705.400 eftir yfirferð 47.810.400 85%
2. Jón og Margeir ehf. 58.990.000 eftir yfirferð 59.125.000 106%
Kostnaðaráætlun 55.930.926 100%

Afgreiðsla: Nefndin samþykir að samið verði við lægstbjóðanda að uppfylltum skilyrðum útboðsgagna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?