Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 42

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
19.07.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils
Lagt er fyrir nefndina niðurstöður útboðs Vegagerðarinnar fyrir endurbyggingu stálþils Suðurvararbryggju. 1 tilboð barst í verkið

Eftirtalin tilboð barst:


Hagtak ehf. Kr. 415.250.000,- 122,5 %
Áætlaður verkkostnaður: Kr. 338.882.050,- 100 %

Lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda Hagtak ehf.

Afgreiðsla: Samþykkt
2. 2306034 - Lóð Sláturfélags Suðurlands á hafnarsvæði
Umsókn um lóð vísað til framkvæmda- og hafnarnefnd frá skipulags- og umhverfisnefnd

Fyrir liggur erindi frá Sláturfélagi Suðurlands þar sem óskað er eftir að fá viðbót við lóð félagsins á hafnarsvæðinu. Bent er á tvo mismunandi möguleika en báðir fela þeir í sér að mismunandi svæði sem eru nýtt eru fyrir gáma við innflutning yrði bætt við lóðina. Báðir möguleikarnir krefjast þess að deiliskipulagi hafnarsvæðis yrði að breyta.

Afgreiðsla: Framkvæmda- og hafnarnefnd telur ekki skynsamlegt að þrengja að athafnarsvæði hafnarinnar og hafnar því erindinu. Bent er á lausar lóðir innan deiliskipulags hafnarinnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:40 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?