Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 18

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.02.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Jóhanna M Hjartardóttir sviðsstjóri,
Haraldur Guðmundsson 3. varamaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri
Formaður setti fund og óskaði eftir athugasemdum varðandi fundarboð. Engar athugasemdir bárust.

Aðalmenn frá B og H lista boðuðu forföll og höfðu varamenn ekki tök á að koma á fundinn.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1906015 - Erindisbréf nefnda.
Drög að endurgerðu erindisbréfi Fjölskyldu og fræðslunefndar lagt fram til kynningar.
Nefndin þakkar kynninguna.
2. 2402029 - Heilsueflandi samfélag fundargerð stýrihóps
Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Ölfusi kom saman og fór yfir megin markmið lýðheilsu og helstu áhrifaþætti lýðheilsu í Ölfusi.
Rætt m.a. um að leggja áherslu á verkefni tengd geðrækt árið 2024 og lagðar fram hugmyndir í tengslum við göngustíga og fjölfarin svæði í sveitarfélaginu.

Sjá fundargerð hópsins.

Nefndin þakkar stýrihópi um Heilsueflandi samfélag fyrir og fagnar þeim hugmyndum sem koma fram í fundargerðinni.
3. 2305063 - Ráðgefandi samráð í barnavernd
Málið var tekið fyrir á 326.fundi bæjarstjórnar og vísað til umfjöllunar í fjölskyldu- og fræðslunefnd.
Nefndin samþykkir samninginn samhljóða. Áhersla er lögð á að útfærðar verði verklagsreglur í samræmi við það sem samningurinn kveður á um. Málinu vísað til endanlegrar samþykktar til bæjarstjórnar.
4. 2004007 - Dagvistun - heimgreiðslur til foreldra
Uppfærðar reglur fyrir árið 2024 um heimgreiðslur til foreldra lagðar fram til kynningar og samþykktar.
Nefndin samþykkir uppfærðar reglur um heimgreiðslur til foreldra.
5. 2309034 - Dagforeldrar í Ölfusi
Fyrirspurn um styrki frá Sveitarfélaginu Ölfusi vegna starfsréttindanámskeiðs fyrir verðandi dagforeldra.
Á bæjarstjórnarfundi þann 05.10.2023 var samþykkt
- að bjóða stofnstyrk kr. 300.000 til þeirra dagforeldra sem eru tilbúin að hefja starfsemi í Þorlákshöfn/Ölfusi.
- að aðstoða við að setja upp öryggishnapp á kostnað sveitarfélagsins.
- að hvetja einstaklinga til að starfa sem dagforeldrar og um leið að auka þjónustu til foreldra/forráðamanna.
- að leita leiða, ef á þarf að halda, til að finna hentugt húsnæði fyrir starfsemina.
- að hækka framfærslu (heimgreiðslur) til foreldra í kr. 100.000 á mánuði.
- að auka niðurgreiðslu á þjónustu dagforeldra.

Fyrir fjárhagsárið 2024 var samþykkt að veita stofnstyrk allt að kr. 300 þúsund sem tilvonandi dagforeldrar geta ráðstafað m.a. til starfsréttindanámskeiðs, kaupa á húsgögnum eða annars sem þarf til að hefja starfsemi. Farið er fram á framvísun kvittana til að fá greiðsluna.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
7. 2402048 - Áfrýjun vegna afgreiðslu velferðarþjónstu
Áfrýjun vegna afgreiðslu velferðarþjónstu 14. febrúar 2024 um undanþágu frá 11.gr. a) liðs reglugerðar um félagslegt leiguhúsnæði.
Afgreiðsla málsins er færð í trúnaðarmálabók fundarins.
Mál til kynningar
6. 2401034 - Sérstakur húsnæðisstuðningur - breyting á tekju og eignaviðmiðum
Lagt fram til kynningar
Nefndin þakkar kynninguna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?