Fundargerðir

Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 41

Haldinn Fundarsalur íþróttamiðstöðvar,
18.10.2023 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Írena Björk Gestsdóttir formaður,
Davíð Arnar Ágústsson varaformaður,
Oskar Rybinski aðalmaður,
Emil Karel Einarsson aðalmaður,
Guðlaug Arna Hannesdóttir aðalmaður,
Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og æskulýsðsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2310008 - Erindi frá knattsp.félaginu Ægi
Fyrir nefndinni lá erindi frá Guðbjarti Erni Einarssyni formanni Knattspyrnufélagsins Ægis um aðstöðumál fyrir knattspyrnustarf. Í erindinu er hvatt til þess að gangskör verði gerði í uppbyggingu á betri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Þyngst vegur þar tilkoma knattspyrnuhúss en önnur atriði stór og smá eru einnig tiltekin í erindinu,.


Í Sveitarfélaginu Ölfusi hefur verið afar myndalega staðið að uppbyggingu íþróttamannvirkja enda hefur árangur á íþróttasviðinu vakið mikla athygli. Á seinasta kjörtímabili opnaði nýtt glæsilegt fimleikahús sem gjörbreytti aðstöðu þeirrar íþróttar. Það mannvirki bættist þar við fjölnota íþróttasal í íþróttamiðstöðinni, 25m sundlaug, golfvöll, mótorkrossbrautir, reiðskemmur, knattspyrnuvelli, frjálsíþróttaaðstöðu og svo margt fleira.
Íþrótta- og tómstundanefnd telur að nauðsynlegt sé að bæta aðstöðu knattspyrnu, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Nefndin telur mikilvægt að sem fyrst hefjist undirbúningur þannig að þegar fjárrúm myndast liggi fyrir mótaðar og kostnaðargreindar hugmyndir.

Tillaga:
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði þriggjamanna stýrihópur til að hefja undirbúning að byggingu á fjölnotaíþróttahúsi með áherslu á að bæta æfingaaðstöðu til iðkunar knattspyrnu yfir vetrarmánuðina. Nefndin felur stýrihópnum að skoða sérstaklega hagkvæmar lausnir svo sem loftborið hús. Þá skoði stýrihópurinn einnig æskilegar staðsetningar og skili tillögum þar um. Nefndin felur stýrihópnum einnig að meta og forgangsraða þeim atriðum sem fjallað er um í erindi formanns Ægis.
2. 2310016 - Upplýsingar frá deildum Þórs vegna fjárhagsáætlunar 2024
Fyrir nefndinni lá erindi frá Hirti Ragnarssyni formanni Umf. Þórs, þar sem upplýst er um stöðu mismunandi deilda og bent á þörfina fyrir endurbætur og uppbyggingu. Þá er bent á að núverandi þjónustusamningar milli Sveitarfélagsins Ölfuss og UMF Þór eru með gildistíma út árið 2024 og nauðsynlegt að hefja vinnu við endurskoðun samninganna.

Nefndin þakkar upplýsingarnar og tekur undir mikilvægi þess að stöðugt sé horft til áframhaldandi sóknar í uppbyggingu mannvirkja fyrir íþróttir og íþróttastarf.

Tillaga:
Nefndin vísar erindinu að öðruleyti til gerðar fjárhagsáætlunar.
3. 2310046 - Tillaga að ungmennaráði 2023-2024
Tillaga að Ungmennaráði Sveitarfélagsins Ölfus 2023 - 2024
Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram tillögu að Ungmennaráði Sveitarfélagsins Ölfus 2023-2024.
Ráðið skipa:
Aðalfulltrúar.
Einar Dan Róbertsson, Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir, Auður Magnea Sigurðardóttir, Oliver Þór Stefánsson og Þórunn Hafdís Stefánsdóttir.
Varafulltrúar.
Rúnar Gauti Gíslason, Guðrún Anna Jónsdóttir, Bogey Sigríður Sævarsdóttir, Eva Rán Ottósdóttir og Elmar Yngvi Matthíasson

4. 2310047 - Erindi Golfklúbbs Þorlákshafnar
Bréf frá Golfklúbbi Þorlákshafnar
Fyrir nefndinni lá erindi frá Golfklúbbi Þorlákshafnar þar sem bent á þörfina fyrir endurbætur og uppbyggingu og hugmyndir um að koma upp inniaðstöðu fyrir golfherma, púttvöll og fl.

Nefndin þakkar upplýsingarnar og tekur undir efnislegt innihald þess. Með hliðsjón af máli 1 í fundargerð felur nefndin stýrihópi um byggingu á fjölnotaíþróttahúsi að huga sérstaklega að þörfum golfíþróttarinnar í störfum sínum.

Tillaga:
Nefndin vísar erindinu að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar.
5. 2310048 - Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð Ölfuss
Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð
Teknar fyrir umsóknir í Afreks- og styrktarsjóð.Að þessu sinni bárust fimm umsóknir.
Eftirfarandi styrkveitingar samþykktar:
Tómas Valur Þrastarson kr. 100.000,- vegna evrópumóts 20 ára landsliðs karla í körfuknattleik.
Emma Hrönn Hákonardóttir kr. 100.000,- vegna evrópumóts 20 ára landsliðs kvenna í körfuknattleik.
Máni Mjölnir Guðbjartsson kr. 100.000,- vegna tveggja æfingaferða til Spánar og Belgíu á vegum MSÍ (Mótorhjóla og snjósleðasambandi Íslands)
Anna Laufey Gestsdóttir kr. 55.000,- vegna æfingaferða í knattspyrnu með Umf.Selfoss.
Olga Lind Gestsdóttir kr. 55.000,- vegna æfingaferða í knattspyrnu með Umf.Selfoss

Írena Gestsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?