Fundargerðir

Til bakaPrenta
Stjórn vatnsveitu - 7

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.10.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Björn Kjartansson aðalmaður,
Arnar Árnason aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðsstjóri/byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2209014 - Tenging við vatnsveitu Ölfus (Berglindi) fyrir Ingólfshvol.
Fyrir liggur umsókn umsókn um tengingu inná vatnsveituna Berglindi vegna deiliskipulags fyrir 4 nýjum lóðum í landi Ingólfshvols. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að skipta megi niður hluta af landbúnaðarsvæði lóðarinnar í fjórar lóðir undir fjögur
íbúðarhús. Fjórar lóðir af stærð ca 2,5-3,5 ha verði reitaðar af og skilgreindir byggingareitir innan hverrar lóðar.
Uppdrátturinn sýnir afmörkun þess svæðis sem skilgreint er sem verslunar- og þjónustusvæði. Svæðið er 10,3ha
og nýtingarhlutfall svæðisins skal ekki fara yfir 0,05.
Sýndur er einn byggingareitur, en innan hans er leyfilegt að staðsetja 8 gestahús fyrir allt að 50 gesti og
þjónustuhús.

Afgreiðsla. Stjórn vatnsveitu samþykkir beiðnina um tengingu við vatnsveituna Berglindi. Bent er á að allur kostnaður við lagnir og tengingu við stofnlög greiðist af framkvæmdaraðila. Framkvæmdir skulu vera unnar í samráði við starfsmenn sveitarfélags.
2. 2209017 - Tenging við vatnsveituna Berglind
Guðjón Hafsteinn Häsler sækir um að tengja lóð sína Þrastarveg 1, L172235 við vatnsveituna Berglindi. Samkv. deiliskipulagi er gert ráð fyrir 250m2 íbúðarhúsi, 250m2 hesthúsi og 250m2 skemmu á lóðinni.
Afgreiðsla. Stjórn vatnsveitu samþykkir beiðnina um tengingu við vatnsveituna Berglindi. Bent er á að allur kostnaður við lagnir og tengingu við stofnlög greiðist af framkvæmdaraðila. Framkvæmdir skulu vera unnar í samráði við starfsmenn sveitarfélags.
3. 2210017 - Beiðni Vegagerðar um tengingu við kalt vatn
Vegagerðin óskar eftir heimild til að tengja nýjan eftirlitsstað við Suðurlandsveg við vatnsveitu Ölfuss. Fyrir liggja drög af lagnaleið unnin af verkfræðistofunni Eflu.
Afgreiðsla. Stjórn vatnsveitu samþykkir beiðnina um tengingu við vatnsveituna Berglindi. Bent er á að allur kostnaður við lagnir og tengingu við stofnlög greiðist af framkvæmdaraðila. Framkvæmdir skulu vera unnar í samráði við starfsmenn sveitarfélags.
4. 2207002 - Nýtt vatnsból Hafnarsandi
Frestun á borun rannsóknarhola eftirlitsholu og fyrirhugaðri nýrri aðalvatnsbólsholu fram til ársins 2023. Vegna verkefnastöðu borfyrirtækis þá þarf að fresta borunum fram til Mars 2023
Afgreiðsla: Stjórn vatnsveitu Ölfuss lýsir yfir vonbrigðum með frestun verkefnisins. Stjórn beinir því jafnframt til verktaka að vinna verkið svo fljótt sem verða má í ljósi mikilvægi þess.
5. 2210024 - Kaup á bakteríumælitæki fyrir vantsból
Fyrir liggur tilboð frá Icepack í mælitæki/vöktunarkerfi fyrir vatnsból Þorlákshafnar. Um er að ræða 2 möguleika á kaupum af tæjum, annarsvegar er það staðbundin tæki sem er tengd sírita eða færanlegt tæki sem hægt væri að nota á þau 3 vatnsból sem eru í notkun í Ölfussi.
Kostnaður við sírita tæki er 7.7 milljónir

Afgreiðsla. Erindinu frestað
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?