Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 442

Haldinn í fjarfundi,
16.04.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2504051 - Ársreikningur Sveitarfélagsins Ölfuss 2024
Ársreikningur Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2024 lagður fram.
Bæjarráð vísar ársreikningi sveitarfélagsins til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.
2. 2502034 - Beiðni um viðauka: lagfæring á Skarfaskersbryggju
Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs leggur fram beiðni um viðauka vegna kostnaðar við lagfæringu á þekju á Skarfaskersbryggju. Framkvæmdin felur í sér að kjarnabora nokkur göt í þekju og dæla sandsteypu undir hana. Kostnaður við framkvæmdina er kr. 4.000.000.

Framkvæmda- og hafnarnefnd samþykkti erindið á 63.fundi sínum.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur starfsmönnum að gera viðauka vegna málsins.

Samþykkt samhljóða.
3. 2504052 - Styrkbeiðni frá landsfundarnefnd félags bókasafns- og upplýsingarfræða
Beiðni frá Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingarfræðinga þar sem óskað er eftir styrk vegna landsfundar félagsins sem haldinn verður á Selfossi 16.-17.október 2025.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun. Bæjarráð minnir ennfremur á mikilvægi þess að erindi sem þessi berist sveitarfélaginu áður en fjárhagsáætlun er endanlega samþykkt.

Samþykkt samhljóða.
4. 2504005 - Styrktarsjóður EBÍ. Umsókn 2025
Erindi frá EBÍ þar sem vakin er athygli aðildarfélaga á styrktarsjóði EBÍ. Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum í aðildarsveitarfélögunum. Umsóknir skulu vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaga.

Bæjarráð þakkar upplýsingar og vísar erindinu til sviðstjóra fjölskyldu- og fræðslumála.
5. 2304043 - Fundartími bæjarráðs
Næsta reglulega fund bæjarráðs ber upp á 1.maí og því þarf að breyta fundartíma.
Lagt er til að næsti fundur bæjarráðs verði föstudaginn 2.maí kl 8:15.

Samþykkt samhljóða.
6. 2504008 - Áfangastaðurinn Ölfus
Samantekt frá málþinginu Áfangastaðurinn Ölfus, sem haldið var í Ráðhúsi Ölfuss 11.febrúar sl., til kynningar.


Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
7. 2504006 - Nýjar samþykktir EBÍ
Nýjar samþykktir fyrir Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands til kynningar.
Samþykktirnar voru samþykktar á aukafundi fulltrúaráðs EBÍ 19.mars 2025.

Lagt fram til kynningar.
8. 2504081 - Minnisblað - Þorláksskógar 2023-2024
Fundargerð 18.fundar verkefnastjórnar Þorláksskóga og minnisblað frá Landi og skógum um landgræðslu og skógræktaraðgerðir í Þorlákshöfn 2023-2024 til kynningar.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
9. 2504072 - Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands
Fundarboð á aðalfund Háskólafélags Suðurlands miðvikudaginn 30.apríl nk.
Bæjarráð tilnefnir Jóhönnu Hjartardóttur sviðsstjóra fjölskyldu- og fræðslumála sem fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Háskólafélagsins.

Samþykkt samhljóða.
10. 2504057 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. (2025)
Boð á aðalfund Landskerfis bókasafna hf. sem haldinn verður þriðjudaginn 6.maí 2025 kl. 14:00.

Lagt fram til kynningar.
11. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
Mál nr. 268 - Umsögn um verndar- og orkunýtingaráætlun.
Mál nr. 267 - Umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 2025-2029.
Mál nr. 271 - Umsögn un stefnu og aðgerðaráætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu og byggðamála (stefnumörkun).


Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?