Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 430

Haldinn í fjarfundi,
17.10.2024 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að taka á inn með afbrigðum mál nr.2403012, Viðauki við samning um átöppunarverksmiðju á Hlíðarenda.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2409001 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2025-2028.
Fyrir bæjarráði lágu forsendur fjárhagsáætlunar til samþykktar. Þar kemur m.a. fram að fyrirhugað sé að lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði áttunda árið í röð auk þess að lækka álagningahlutfall vegna holræsagjalds. Fyrirhugað er að útsvar haldist óbreytt en gert er ráð fyrir 3,5% hækkun verðlags í samræmi við tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga. Er það gert þrátt fyrir að meðaltalsverðbólga á árinu 2025 verði um 4,1%.

Bæjarráð samþykkir að fela starfsmönnum sínum að undirbúa fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í samræmi við þær forsendur sem fram koma í fyrirliggjandi skjali.

Samþykkt samhljóða.
2. 2410029 - Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2024
Erindi frá Innviðaráðuneytinu þar sem minnt er á árlegan minningardag Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa. Minningardagurinn verður haldinn sunnudaginn 17.nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.
3. 2410033 - Beiðni frá Klúbbnum Stróki um styrk vegna starfseminnar árið 2025
Beiðni frá Klúbbnum Stróki um fjárstyrk vegna ársins 2025. Strókur er virknimiðstöð staðsett á Skólavöllum 1 á Selfossi. Aðal markmið Klúbbsins Stróks er að styðja við bataferli notenda heilbrigðiskerfisins og að fólk með geðraskanir og/eða félagslega einangrun fái úrræði við sitt hæfi í heimabyggð. Einnig að auka tengsl fólks og efla einstaklinginn til sjálfshjálpar, stuðla að virkni og endurkomu út á vinnumarkað, fyrirbyggja innlagnir og brjóta niður fordóma.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar
4. 2403012 - Viðauki við samning vegna átöppunarverksmiðju á Hlíðarenda
Fyrir bæjarráði lá undirritaður viðauki við samning vegna átöppunarverksmiðju á Hlíðarenda sem undirritaður var 11. júlí 2007. Með viðaukanum verður sveitarfélaginu á ný heimilt að selja vatn til drykkjarframleiðslu með vatni úr landi jarðarinnar Þorlákshafnar sem sveitarfélagið hefur forræði á og landi sem sveitarfélagið kann að eignast síðar til annarra aðila en IWH. Þá fellur einnig úr gildi ákvæði um möguleg réttindi sveitarfélagsins til vörumerkis IWH.
Bæjarráð fagnar viðaukanum og samþykkir hann fyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?