Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 295

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.10.2021 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Steinar Lúðvíksson 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Eiríkur Vignir Pálsson 2. varamaður,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Ágústa Ragnarsdóttir 2. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2011004 - Viljayfirlýsing-samstarf um útflutning á jarðefnum
Á fundinn kom Þorsteinn Víglundsson til að gera grein fyrir stöðu mála hvað varðar undirbúning að verksmiðju til framleiðslu á íblöndunarefni í sement. Í máli hans kom m.a. fram að samstarf við sveitarfélagið og landeigendur á námusvæði hefur gengið vel. Fyrirtækið er komið með undirbúning verksmiðju á þann stað að þeir munu á næstu dögum sækja formlega um þær lóðir við Þorlákshöfn sem þeir þurfa undir framleiðsluna. Rannsóknir og þróunarvinna á vegum Heildelberg hefur gengið afar val og bráðabirgðaniðurstöður lofa góðu. Fram kom að stefnan sé að þegar upp verður staðið nemi útflutningur á unninni vöru milljón tonna.

Rætt var sérstaklega um umhverfi væntanlegrar verksmiðju. Í máli Þorsteins kom fram að ekki verði um neinar opnar efnisþrær að ræða heldur verði allt ferlið í lokuðum kerfum og því ekki um að ræða hljóð né heldur rykmengun. Fyrir liggur enn fremur skilningur á eðlilegum kvöðum um frágang lóðar, gerð mannvirkja og flutningur efnis. Þær kvaðir ná ekki hvað síst til útlits og umhverfis.

Tímarammi framkvæmda er þannig að fyrsta fasa er lokið en í honum var fólgin fýsileikakönnun hvað varðar útflutning á unnu efni. Sú vinna skilaði einnig niðurstöðum sem sýna mikilvægi þess að hefja frekari vinnslu þessra efna sem fyrst. Framleiðsla á fullunnu efni gæti hafist árið 2024. Framkvæmdir á lóðinni gætu þurft að hefjast árið 2023.

Frummat gerir ráð fyrir að heildar fjárfesting á bak við framkvæmdina nemi um 10 milljörðum.


Bæjarstjórn þakkar kynninguna.
 
Gestir
Þorsteinn Víglundsson - 16:30
2. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Húsnæðismál Héraðsskjalasafns Árnesinga, áður á dagskrá 294.fundar þann 06.10.2021.

Í framhaldi af frestun afgreiðslu frá seinasta bæjarstjórnarfundi tók bæjarstjórn á ný til umfjöllunar húsnæðismál Héraðsskjalasafns Árnesinga og verkferla Héraðsnefndar þar að lútandi.

Eftir framlagningu minnisblaðs frá lögmanni og við nánari skoðun telur bæjarstjórn Ölfuss ekki mögulegt að samþykkja þá leið sem mörkuð hefur verið af Héraðsnefnd Árnesinga. Vísast þar fyrst og fremst til þess að málið einkennist af skorti á aðhaldi og virðingu fyrir fjármunum skattborgara á starfssvæðinu. Ákvörðun um að byggja skjalageymslu á því svæði þar sem fermetraverð er hið hæsta á starfssvæðinu vekur furðu og kostnaður því að mati bæjarstjórnar Ölfuss of hár til að hægt sé að samþykkja málið.

Þá vísast enn fremur til þess að hluti málatilbúnings er með þeim hætti að vafi leikur á því að allir áhugasamir aðilar hafi haft sömu aðstöðu til þátttöku í tilboðsgerð. Svo fór enda að einungis eitt tilboð barst og var þar um að ræða þann eina aðila sem Héraðsnefndin hafði áður rætt við og útfært hugmyndir með. Tilboðið hljóðaði upp á kaupverð nálægt 570.000 pr. m2 eða tæpar 400.000.000 fyrir 700 m2 óinnréttað húsnæði til skjalageymslu.

Bæjarstjórn hafnar því þátttöku í framkvæmdum við nýtt húsnæði Héraðsskjalasafns á þeim forsendum og þeim kostnaðartölum sem nú er unnið útfrá. Bæjarstjórn beinir því til Héraðsnefndar að leita leiða til að ná niður kostnaði við tilgreinda framkvæmd og tryggja að allir áhugasamir sitji við sama borð.

Samþykkt samhljóða.


3. 1706029 - Húsnæðismál Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss
Ráðgjafafyrirtækið Ráðrík ehf. leggur fram til samþykktar nýja húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið sem það hefur unnið.
Í áætluninni er spáð 5% íbúafjölgun á næstu árum og eru leiddar líkur að því að á árunum 2022-2025 þurfi 190 nýjar íbúðir og árin 2026-2029 þurfi 218 nýjar íbúðir í sveitarfélaginu.

Áætlunin samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að senda hana til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar - HMS.

Samþykkt samhljóða.

4. 2110033 - DSK Akurgerði ferðaþjónustuhús
Efla leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir Akurgerði við Hvammsveg sem gerir m.a. ráð fyrir 4 nýjum smáhýsum fyrir gistingu og íbúðarhúsi.

Niðurstaða nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2109033 - DSK Árbær 3 lnr 171652
Efla fyrir hönd landeiganda leggur fram deiliskipulagstillögu sem heimilar að byggt verði allt að 360 fermetra parhús á lóðinni á einni til tveimur hæðum.

Niðurstaða nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2110028 - DSK Fiskeldi á Bakka 1
EFLA fyrir hönd eiganda laxeldisstöðvarinnar að Bakka 1, leggur fram deiliskipulag fyrir lóðina sem mótar umgjörð utan um núverandi starfsemi og framtíðaruppbyggingu á lóðinni. Leyfð eru mannvirki allt að 12 m há, á einni til tveimur hæðum. Leitast verður við að mannvirki falli sem best að svipmóti lands.

Niðurstaða nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2009012 - ASK og DSK Vesturbyggð
Skipulagið kemur nú til umfjöllunar eftir auglýsingu. Skipulagsstofnun benti á nokkur atriði sem þarf að lagfæra í aðalskipulagsbreytingunni. Það hefur verið gert og hafa gögn verið uppfærð.

Niðurstaða nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. málsgrein 30. greinar og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar er því staðfest.
8. 2102020 - DSK Akurholt II
Minjastofnun gerði athugasemd við deiliskipulagið og bað um að hesthúsatóft á svæðinu væri færð inn á uppdráttinn. Vegagerðin bað um að eldri vegtengingu á móts við heimreið að Kotströnd yrði lokað og að þess yrði gætt að ný vegtenging væri hornrétt á þjóðveg a.m.k. 20 metra inn á lóðina. Komið hefur verið til móts við þetta í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir.

Niðurstaða nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2110034 - DSK Hafnarskeið 22 - stækkun á lóð og byggingarreit
Smyril Line Cargo óska eftir að stækka bæði lóð og byggingarreit á lóð sinni Hafnarskeiði 22 í samræmi við greinargerð og uppdrátt frá arkitekt.

Niðurstaða nefndar: Stækkun á lóð og byggingarreit samþykkt með skilyrði um að aðkoma að aðliggjandi lóðum verði leyst á viðunandi hátt. Vinna þarf breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis vegna stækkunarinnar.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
10. 2110029 - DSK Árbær 4 - breyting á deiliskipulagi
Efla leggur fram breytingu á deiliskipulagi fyrir Árbæ 4. Helstu breytingar eru:
Að afmarkaðar verða lóðir um húsin á deiliskipulagssvæðinu (annarri lóðinni breytt, hin er ný).
Byggingarmagn er aukið á reit B2 þannig að hægt verði að reisa heilsárshús/íbúðarhús í stað frístundahúss.
Sett er inn skjólmön og skipulagsmörk breytast lítillega því önnur lóðin fer aðeins út fyrir mörkin eins og þau eru fyrir.

Niðurstaða nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðir til staðfestingar
11. 2110001F - Bæjarráð Ölfuss - 358
Fundargerð 358.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 07.10.2021 til staðfestingar.

1. 2109048 - Styrkbeiðni landsmót hestamanna. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2110007 - Beiðni um aukinn stuðning. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2110009 - Styrkumsókn ADHD samtakanna. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2110006 - Framlenging á samning um efnistöku úr Lambafelli. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2110008 - Minnisblað um lendingu ÍRIS fjarskiptastrengs í landi Sv.fél.Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2109049 - Líffræðileg fjölbreytni í borgum og bæjum. Til kynningar.
7. 2110004 - Frjálsíþróttaaðstaða, nýframkvæmdir og viðhald eldri mannvirkja - Þjóðarleikvangur. Til kynningar.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
12. 2110003F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 32
Fundargerð 32.fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 06.10.2021 til staðfestingar.

1. 2110010 - Tillaga að ungmennaráði 2021-2022. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2110023 - Tillögur til bæjarstjórnar vegna fjárhagsáætlunar 2022. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2104034 - Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
13. 2110006F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 31
Fundargerð 31.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 15.10.2021 til staðfestingar.

1. 2110018 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 8
2. 2110001 - Vesturbakki 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
3. 2110019 - Hafnarskeið 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
14. 2110007F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 20
Fundargerð framkvæmda- og hafnarnefndar frá 15.10.2021 til staðfestingar.

1. 2110015 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna landtöku sæstrengs frá Írlandi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2110035 - Ný flotbryggja fyrir hafsögubát. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2101012 - Framkvæmdaráætlun 2021. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
15. 2109007F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 25
Fundargerð 25.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 19.10.2021 til staðfestingar.

1. 2109033 - DSK Árbær 3 lnr 171652. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2110039 - Nafnabreyting. Árbær 3 land 171652 verður Skál. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2110037 - Ljósleiðari að Götu úr vestri - framkvæmdaleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2110033 - DSK Akurgerði ferðaþjónustuhús. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2110028 - DSK Fiskeldi á Bakka 1. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2110029 - DSK Árbær 4 - breyting á deiliskipulagi. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2009012 - ASK og DSK Vesturbyggð. Tekið fyrir sérstaklega.
8. 2102020 - DSK Akurholt II. Tekið fyrir sérstaklega.
9. 2110013 - Stækkun matshluta 32 í Ölfusborgum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2110034 - DSK Hafnarskeið 22 - stækkun á lóð og byggingarreit. Tekið fyrir sérstaklega.
11. 2110025 - Reykir Axelshús leiðrétting á lóðarstærð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2109054 - Bakkárholt - stofnun vegsvæðis. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2109056 - Mói - viðbótarskilmálar vegna reits C1 og C2. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2109047 - Umsögn um breytingu á deiliskipulagi Kambalands í Hveragerði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
15. 2109053 - Hlíðartunga land - breyting nafns í Sólbakki. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
16. 2110014 - Ísþór - framkvæmdaleyfi fyrir hitaveitulögn - samningar um lagnir. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
17. 2110012 - Tillaga um sparkvöll við Gljúfurárholt. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
18. 2110015 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna landtöku sæstrengs frá Írlandi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
19. 2110016 - Lóð fyrir spennistöð við Hnjúkamóa í Móa. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
20. 2110020 - Ljósleiðari frá Írlandi - umsögn um matsspurningu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
21. 2110022 - Árbær 3 171661 verður Spítalatún. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
22. 2110024 - Stofnun lóðar undir spennistöð vð Sunnubraut. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
23. 2009012 - ASK og DSK Vesturbyggð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
24. 2110027 - Stofnun lögbýlis á Tannastöðum 1. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
25. 2110030 - Nafnabreyting - Ferjukot 4, 6 og 8 verða Kirkjuhvoll 1, 3, og 5. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
26. 2109050 - Umsögn um lýsingu vegna endurskoðunar svæðisskipulags Suðurnesja. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
27. 1706029 - Húsnæðismál Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss. Tekið fyrir sérstaklega.
28. 2110006F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 31. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
16. 1701032 - Fræðslumál Fundagerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga.
Fundargerð 200.fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga frá 01.10.2021 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
17. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
Fundargerð 214.fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 01.10.2021 til kynningar. Einnig eru til kynningar tillögur að vatnsvernd á Suðurlandi og tillögur að breytingum á samþykkt um Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Tillögurnar verða teknar fyrir á aðalfundi HES sem haldinn verður á ársþingi SASS 29.október nk.

Lagt fram til kynningar.
18. 1805041 - Menningarmál Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga
Fundargerð 22.fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga frá 29.09.2021 og 14.fundar bygginganefndar Búðarstígs 22 frá 29.09.2021 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
19. 1607014 - Skóla og velferðarmál Fundargerðir skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings.
Fundargerð 51.fundar skóla- og velferðarnefnd Árnesþings frá 28.09.2021 til kynningar. Taka þarf sérstaklega fyrir lið nr.8, tillaga að hækkun á tekju- og eignaviðmiðum sérstaks húsnæðisstuðnings.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu um hækkun á tekju- og eignaviðmiðum vegna sérstaks húsnæðisstuðnings.
Fundargerðin lögð fram að öðru leyti.
20. 2103058 - Markaðsstofa fundargerðir
Fundargerð faghóps Markaðsstofunnar frá 15.09.2021 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
21. 1506123 - Skóla- og velferðarmál Fundargerðir NOS.
Fundargerð stjórnar NOS frá 13.10.2021 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?