Fundargerðir

Til bakaPrenta
Stjórn vatnsveitu - 13

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
07.06.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Ingimar Rafn Ágústsson 2. varamaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson 1. varamaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2303018 - Vatnsveita Hjallasóknar
Drög af samkomulagi um yfirtöku á vatnsveitu lögð fram til samþykktar.
Afgreiðsla: Stjórn vatnsveitu felur starfsmanni að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundi.
2. 2305048 - Vatnsveita dreifbýli - úttekt vatnsbólum Ölfusborgir og Berglind
Lagt er fyrir stjórn vatnsveitu minnisblað um stöðu vatnsbóla í austursveit þ.e. Ölfusborg og Berglindi. Farið er yfir hver geta þeirra er hvað varðar fjölgun notenda og líka hvað framkvæmdir þarf að fara í til þess að geta samþykkt fleiri tengingar við veiturnar.
Afgreiðsla: Lagt fram
3. 2304037 - Afhending á köldu vatni
Fulltrúar Arnarlax vilja kanna möguleika á því hvort vatnsveita sveitarfélagsins geti afhent þeim 15-20 L/s ferskt vatni fyrir klakstöðina sína í Ísþór Nesbraut 25.
Afgreiðsla: Stjórn vatnsveitu sér ekki framá við óbreytar aðstæður að geta orðið við beiðninni. Og felur starfsmanni að ræða við forsvarsmenn Arnarlax.
4. 2304025 - Lóðarleigusamningur
Fyrir bæjarráði lá erindi frá félaginu Viking Resources sem hefur í hyggju að setja upp átöppunarverksmiðju fyrir drykkjarvörur af ýmsum gerðum. Erindið felur í sér beiðni um annars vegar lóðarleigusamning innan hinna grænu iðngarða sem nú er unnið að og hins vegar staðfestingu á því hvort sveitarfélagið geti tryggt allt að 20 l/s af vatni inn á svæðið í síðasta lagi fyrir árslok 2025. Samhliða erindinu voru lögð fram drög að lóðarleigusamningi sem byggir í öllum megindráttum á þeim samningum sem gerðir hafa verið um stórar atvinnulóðir. Þá lá einnig fyrir samningur um sölu/kaup á allt að 20/l sek.

Niðurstaða bæjarráðs var að samþykkja erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykkt um sölu/kaup á vatni frá stjórn vatnsveitu.

Afgreiðsla: Stjórn vatnsveitu sér ekki framá við óbreytar aðstæður að geta orðið við beiðninni. Og felur starfsmanni að skoða málið áfram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?