Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 88

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
19.02.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Steinar Ásgeirsson skipulagsfulltrúi,
Kristina Celesova embættismaður,
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2411025 - Sögusteinn DSK
Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir Sögustein á Grímslækjarheiði og er stærð skipulagssvæðis um 4,5 ha. Með breytingunni eru byggingarskilmálar uppfærðir í samræmi við endurskoðað Aðalskipulag Ölfus. Lóðir breytast ekki en nýir byggingarreitir eru afmarkaðir innan Hlíðaráss og Sögusteins 1 og skilmálar uppfærðir.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
2. 2502002 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Hafnarskeið 16 (L233055)
Lagt er fram merkjalýsing - samsett aðgerð - Hafnarbakki 1 og Hafnarskeið 16. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagsbreytingu fyrir Hafnarsvæðið í Þorlákshöfn, dags. B.deild augl. 21.12.2021, með síðari breytingum og gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Hafnarbakki 1 (L231098) er með skráða stærð 25952,4 m2 í fasteignaskrá HMS en stækkar nú um 4389,2 m2 og verður 30341,6 m2. Hafnarskeið 16 (L233055) er með skráða stærð 18021,2 m2 í fasteignaskrá HMS en stækkar nú um 1159,4 m2 og verður 19180,6 m2.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt.
3. 2502003 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Hafnarbakki 1 (L231098)
Lagt er fram merkjalýsing - samsett aðgerð - Hafnarbakki 1 og Hafnarskeið 16. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagsbreytingu fyrir Hafnarsvæðið í Þorlákshöfn, dags. B.deild augl. 21.12.2021, með síðari breytingum og gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Hafnarbakki 1 (L231098) er með skráða stærð 25952,4 m2 í fasteignaskrá HMS en stækkar nú um 4389,2 m2 og verður 30341,6 m2. Hafnarskeið 16 (L233055) er með skráða stærð 18021,2 m2 í fasteignaskrá HMS en stækkar nú um 1159,4 m2 og verður 19180,6 m2.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt.
4. 2411024 - Laxabraut 12 DSK
-Endurkoma eftir athugasemdaferli
Skipulagið hefur lokið athugasemdaferli og bárust 4 umsagnir. Skipulagshöfundur hefur brugðist við athugasemdum og leggur fram uppfært deiliskipulag.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
5. 2305039 - DSK Hótel og tengd starfsemi í Hafnarvík v Leirur í Þorlákshöfn - Golfvöllur
-Endurkoma

Deiliskipulagið hefur áður verið samþykkt af skipulagsnefnd en þar sem gerð var aðalskipulagsbreyting þarf að auglýsa deiliskipulagið aftur.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
6. 2502017 - STARFSLEYFI vegna jarðborunar á neysluvatnsholu VB20 á vatnsverndarsvæði
Sveitarfélagið Ölfus leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborun nýtt vatnsból á Hafnarsandi. Holan er boruð til rannsókna á jarðlögum og grunnvatni. Verkstaður er á vatnsverndarsvæði, brunnsvæði fyrir fyrirhugað framtíðarvatnsból Þorlákshafnar. Starfleyfi vegna jarðborunar á neysluvatnsholu VB20 á vatnsverndarsvæði sveitarfélagsins Ölfus liggur fyrir.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Framkvæmdaleyfi er veitt.
7. 2501053 - Hellisheiðarvirkjun 21. DSKbr
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunnar. Þar sem ekki er tekið fram í almennum skilmálum að gert sé ráð fyrir verkstæðis- og lagerbyggingu innan lóðar Sleggju felst breyting á deiliskipulagi í því að bætt er við þeim skilmálum að heimilt er að hafa verkstæðis- og
lagerbyggingu innan byggingarreits lóðarinnar.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8. 2502018 - Hellisheiðarvirkjun - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna borunar vinnsluborholu við skiljustöð 2
ON sækja um framkvæmdarleyfi vegna borunar vinnsluborholu við skiljustöð 2 á hellisheiði. Vinnsluborholan er í samræmi við núgildandi deiliskipulag á svæðinu innan reits I21 á Hellisheiði. Send var inn matsskyldufyrirspurn vegna framkvæmdarinnar árið 2021 og var niðurstaðan þar sú að framkvæmdin væri ekki umhverfismatsskyld.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Framkvæmdaleyfi veitt.
9. 2502019 - Útvíkkun þéttbýlismarka Þorlákshafnar ASKbr
Lögð er fram aðalskipulagslýsing er fjallar um breytingu þéttbýlismarka Þorlákshafnar. Breytingin felur í sér að þéttbýlismörk eru stækkuð þannig að þau nái út fyrir iðnaðarsvæði á Víkursandi og þau fyrir sunnan Suðurstrandarveg.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna og ganga frá málinu í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10. 2502020 - Virkjunarsvæði í Hverahlíð DSKbr
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting vegna virkjunarsvæðisins í Hverahlíð. Breytingin er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi Ölfuss vegna jarðhitasvæða í Hverahlíð og Meitlum sem er á lokametrum skipulagsferlisins. Orkuveitan gerir ráð fyrir þeim orkukostum sem hafa verið skilgreindir í nýtingarflokki til að viðhalda virkjunum Orku náttúrunnar og eru þeir mikilvægir fyrir hitaveitu og rafmagnsframleiðslu. Fyrirhugað framkvæmdasvæði er við iðnaðarsvæðin I19 (Hverahlíðarvirkjun) og I20 (Gráuhnúkar).
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
11. 2502021 - Staður - stækkun byggingarreits - Óv. DSKbr
Lögð er fram óveruleg breyting deiliskipulagsins Gljúfurárholt Land 10. Breytingin tekur til lóðarinnar Staður sem merkt er L4 (c á DSKbreytingu) á deiliskipulagsuppdrætti. Breytingin felur í sér að byggingarreitur L4 er stækkaður um 2 metra í átt að vegi og yrði því 32m á dýpt í stað 30m.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. 2402082 - Stóragerði ASK
-Endurkoma eftir athugasemdaferli
Gerðar voru athugasemdir við skipulagsbreytinguna sem skipulagshöfundur hefur nú brugðist við.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
13. 2408036 - Stóragerði DSK
-Endurkoma eftir athugasemdaferli
Gerðar voru athugasemdir við skipulagið sem skipulagshöfundur hefur nú brugðist við.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
14. 2402017 - Grímslækjarheiði - Hraunkvíar DSK
Lagt er fram deiliskipulag fyrir Ytri-Grímslæk og Hraunkvíar sem eru saman um 9,2 ha. að stærð. Til stendur að afmarka 14 íbúðalóðir í samræmi við aðalskipulag Ölfuss reit ÍB17.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
15. 2401044 - Grímslækjarheiði ASK
-Endurkoma eftir athugasemdaferli
Lögð er fram uppfærð gögn þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Lagfæra þarf texta í greinargerð, máli frestað.
16. 2406023 - Útikennslustofa í Skrúðgarði
Lagt er fyrir nefndina minniháttar breyting á deiliskipulagi fyrir Skrúðgarðinn þar sem búið er að gera svæði fyrir útikennslu.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?