Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 60

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
18.10.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir 1. varamaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar lagði formaður til að eitt mál yrði tekið á dagskrá með afbrigðum. Það eru mál nr. 2 sem fjallar um stofnun lóðar úr landinu Bakkahlíð. Var samþykkt samhljóða að málið yrði tekið fyrir á fundinum.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2310027 - Deiliskipulag Hafnarsandur 2 spennistöð L171864
Verkfræðistofan EFLA leggur fram deiliskipulag fyrir spennistöðvarlóðina Hafnarsandur 2 sem er rétt vestan við Þorlákshöfn. Skilgreindur er byggingarreitur og settir skilmálar fyrir frekari uppbyggingu á lóðinni vegna aukinna flutning á raforku sem fyrirhuguð er til fiskeldistöðva First Water og Geo Salmo. Aðalskipulagsbreyting vegna jarðstrengja frá spennistöðinni að stöðvunum er í auglýsingaferli um þessar mundir.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
2. 2310042 - Stofnun lóðar úr landinu Bakkahlíð L233300
Landeigendur óska eftir að sofna lóð úr landinu Bakkahlíð í Ölfusi í sanmræmi við nýlegt deiliskipulag sem skilgreindi lóðina.
Afgreiðsla: Stofnun lóðar samþykkt.
3. 2310025 - Hellisheiðarvirkjun - Breyting 18 á deiliskipulagi vegna niðurdælingar Carbfix
Landslag fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur sækir um að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar. Tilgangur breytingarinnar er að taka af öll tvímæli um heimildir Carbfix til að dæla koltvísýringi og brennisteinsvetni í jörðu. Þessi niðurdæling breytir efnunum í stein en þetta er ferli sem er núþegar í gangi í berginu en segja má að niðurdælingin flýti því. Myndast bergtegundin silfurberg við þess aðgerð. Eingöngu er um staðbundið koldíoxíð að ræða.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar og 3. málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
Skipulagsnefnd vil árétta að breytingin er það óveruleg að hún varðar einungis hagsmuni umsækjanda og sveitarfélagsins og því verður hún ekki kynnt fyrir nágrönnum í samræmi við 2 malsgrein 44. greinar sömu laga.
4. 2310028 - DSK deiliskipulag Hlíðarendi L171724
Verkfræðistofan EFLA leggur fram deiliskipulag fyrir jörðina Hlíðarenda þar sem settir eru skilmálar fyrir áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu. Skipulagið er í samræmi við aðalskipulag þar sem það er skilgreint sem landbúnaðarsvæði og um 40ha iðnaðarsvæði. Í gildi er deiliskipulag fyrir svæðið en það verður fellt út við gildistöku þess skipulags sem nú er lagt fram.
Afgreiðsla: Fresta. Sýna þarf gamla Hlíðarendabæinn á skipulagsuppdrætti.
5. 2309035 - ASK Meitlar og Hverahlíð II - Aðalskipulagsbreyting vegna rannsóknaboranna
Orkuveita Reykjavíkur leggur í 2. sin fram skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar þar sem skilgreint er rannsóknarsvæði við Meitla og nýtt rannsóknarsvæði skilgreint í Hverahlíð II. Erindinu var frestað á seinni fundi nefndarinnar í september. í millitíðinni hafa fulltrúar Orkuveitunnar kynnt framtíðaráform sín fyrir bæjarstjórn sem í kjölfarið bókaði:

Bæjarstjórn vill nota tækifærið og minna á mikilvægi þess að allir sem vinna að einhvers konar auðlindanýtingu innan Sveitarfélagsins Ölfuss geri það á forsendum Orku- og auðlindastefnu Ölfuss. Með auðlindastefnunni markar sveitarfélagið sér stefnu um formlega aðkomu að stjórn nýtingar allra auðlinda í sveitarfélaginu. Stefnt skal að því að nýting verði með áherslu á hagsmuni sveitarfélagsins, íbúa þess og fyrirtæki. Stýring nýtingar og leyfi til auðlindanýtingar verði þannig ætíð með hagsmuni íbúa að leiðarljósi og ávinning samfélagsins fyrir komandi kynslóðir. Þannig verði sveitarfélagið allt séð sem auðlindagarður þar sem heimili og fyrirtæki nýta með beinum eða óbeinum hætti auðlindir svæðisins. Með Auðlindastefnu Ölfuss er lagður grunnur að verndar- og nýtingaráætlun. Með því að líta á Sveitarfélagið Ölfus sem einn samfelldan auðlindagarð eru verndar- og nýtingarmöguleikar sveitarfélagsins settir fram og línur lagðar um með hvaða hætti umgengni um Ölfus verður háttað m.t.t. nýtingar og verndar. Í stefnunni er höfuð áhersla lögð á: * Að sveitarfélagið sé beinn gerandi í stjórnun auðlinda í sveitarfélaginu. * Að sveitarfélagið og íbúar þess njóti góðs af auðlindum í sveitarfélaginu. * Að nýting auðlinda sé sjálfbær. * Að nýting orku sé meðal forgangsatriða í auðlindastýringu. Þannig verði horft til áframhaldandi uppbyggingu á umhverfisvænni orkunýtingu. Gestir yfirgáfu fundinn kl. 17:50 að lokinni kynningu og umræðum.

Í öðrum dagskrárlið er lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna rannsóknaborhola í Meitlum sem er í samræmi við gildandi aðalskipulag. Þessi breyting sem lýsingin fjallar um miðar að því að stækka það rannsóknarsvæðið í aðalskipulagi og verður deiliskipulag unnið fyrir stækkaða svæðið, áður en að rannsóknum kemur

Afgreiðsla: Frestað.

Nefndin beinir því til skipulgshöfunda að endurskoða greinargerð og að laga hana að Orku- og auðlindastefnu sveitarfélagsins og hvernig henni verður framfylgt. Ekki er nægjanlegt að þetta kom fram í minnisblaði.
Þar kemur skýrt fram sú stefna að nýting auðlinda í sveitarfélagini taki mið af því að:

* Að sveitarfélagið sé beinn gerandi í stjórnun auðlinda í sveitarfélaginu.
* Að sveitarfélagið og íbúar þess njóti góðs af auðlindum í sveitarfélaginu.
6. 2302017 - DSK Meitlar deiliskipulag vegna rannsóknarborhola í Meitlum á Hellisheiði
Lögð er í 2. sinn fram deiliskipulagstillaga sem heimilar að boraðar verði tilraunaholur í Meitlum sem er svæði norðan við Stóra-Meitil á Hellisheiði. Ástæðan fyrir þessum fyrirhuguðu borunum er þörfin á að finna frekari orku til að viðhalda afkastagetu Hellisheiðarvirkjunar. Nefndin samþykkti skipulagslýsingu vegna deiliskipulagsins til auglýsingar í febrúar í ár. Samskonar erindi var frestað á seinni fundi september mánaðar þar sem óljóst þótti hvernig tillaga samræmdist orku og auðlindastefnu Ölfuss.
Lögð er fram sama tillaga og áður en jafnframt minnisblað frá Orkuveitunni um málið.

í millitíðinni hafa fulltrúar Orkuveitunnar kynnt framtíðaráform sín fyrir bæjarstjórn sem í kjölfarið bókaði: Bæjarstjórn vill nota tækifærið og minna á mikilvægi þess að allir sem vinna að einhvers konar auðlindanýtingu innan Sveitarfélagsins Ölfuss geri það á forsendum Orku- og auðlindastefnu Ölfuss. Með auðlindastefnunni markar sveitarfélagið sér stefnu um formlega aðkomu að stjórn nýtingar allra auðlinda í sveitarfélaginu. Stefnt skal að því að nýting verði með áherslu á hagsmuni sveitarfélagsins, íbúa þess og fyrirtæki. Stýring nýtingar og leyfi til auðlindanýtingar verði þannig ætíð með hagsmuni íbúa að leiðarljósi og ávinning samfélagsins fyrir komandi kynslóðir. Þannig verði sveitarfélagið allt séð sem auðlindagarður þar sem heimili og fyrirtæki nýta með beinum eða óbeinum hætti auðlindir svæðisins. Með Auðlindastefnu Ölfuss er lagður grunnur að verndar- og nýtingaráætlun. Með því að líta á Sveitarfélagið Ölfus sem einn samfelldan auðlindagarð eru verndar- og nýtingarmöguleikar sveitarfélagsins settir fram og línur lagðar um með hvaða hætti umgengni um Ölfus verður háttað m.t.t. nýtingar og verndar. Í stefnunni er höfuð áhersla lögð á: * Að sveitarfélagið sé beinn gerandi í stjórnun auðlinda í sveitarfélaginu. * Að sveitarfélagið og íbúar þess njóti góðs af auðlindum í sveitarfélaginu. * Að nýting auðlinda sé sjálfbær. * Að nýting orku sé meðal forgangsatriða í auðlindastýringu. Þannig verði horft til áframhaldandi uppbyggingu á umhverfisvænni orkunýtingu. Gestir yfirgáfu fundinn kl. 17:50 að lokinni kynningu og umræðum. Í öðrum dagskrárlið er lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna rannsóknaborhola í Meitlum sem er í samræmi við gildandi aðalskipulag. Þessi breyting sem lýsingin fjallar um miðar að því að stækka það rannsóknarsvæðið í aðalskipulagi og verður deiliskipulag unnið fyrir stækkaða svæðið, áður en að rannsóknum kemur.

Í öðrum dagskrárlið hér fyrir ofan er lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu þar sem svæðið er stækkað. Þetta deiliskipulag er í samræmi við óbreytt, gildandi aðalskipulag og eru málin tvö óháð hvort öðru.

Afgreiðsla: Frestað.

Nefndin beinir því til skipulagshöfunda að endurskoða greinargerð og að laga hana að Orku- og auðlindastefnu sveitarfélagsins og hvernig henni verður framfylgt. Ekki er nægjanlegt að þetta kom fram í minnisblaði.
Þar kemur skýrt fram sú stefna að nýting auðlinda í sveitarfélaginu taki mið af því að:

* Að sveitarfélagið sé beinn gerandi í stjórnun auðlinda í sveitarfélaginu.
* Að sveitarfélagið og íbúar þess njóti góðs af auðlindum í sveitarfélaginu.
7. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag
Efla leggur fram deiliskipulag fyrir Lita Sandfell. Nefndin samþykkti aðalskipulagsbreytingu til auglýsingar á 58. fundi í september. Þetta deiliskipulag er í samræmi við þá aðalskipulagsbreytingu. Markmið skipulagsins er að tilgreina skilmála um umgengni á vinnslutíma, frágang að honum loknum., afmarka byggingarreit og aðkomu.
Deiliskipulagið heimilar vinnslu allt að 18 rúmmetra af efni á 40 ha svæði. Tillagan er í samræmi við skipulagslýsingu sem hefur verið auglýst og umhverfismat sem unnið var veturinn 2023-2023. Heimilað er að vinna allt að 625.000 rúmmetra á ári. Sagt er til um frágang á vinnslutíma og að vinnslunni lokinni. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Afgreiðsla: Frestað. Nefndin bendir á að ekki hefur verið heimilað að efni verði flutt til Þorlákshafnar og þaðan sjóleiðina til Evrópu eins og fram kemur í greinargerð. Mælist til þess að greinargerð verði breytt í samræmi við það.
8. 2103042 - DSK Þórustaðanáma
Heilbrigðiseftirlit og Umhverfisstofnun gerðu athugasemdir á auglýsingatíma við deiliskipulag Þórustaðanámu. Nú hefur tillagan verið uppfærð til samræmis og borist hefur staðfesting frá Heilbrigðiseftirliti að svo sé.

Af umhverfissjónarmiðum er ekki talin ástæða til að verða við ábendingu Umhverfistofnunar um stækka námusvæðið gegn því að dýpt þess verði minnkuð. Bætt er við eftirfarandi kafla í greinargerð kafla 4.1.4 sem fjallar um ásýnd og frágang til að mæta annarri ábendingu Umhverfisstofnunnar:
Við lok vinnslu eða verði starfsemi hætt skal fjarlægja öll mannvirki og skila svæðinu snyrtilegu og þannig að ekki sé óþarfa hraunhætta. Frágang efnistökusvæðis eftir vinnslu skal þannig háttað að því svæði sem hefur verið raskað skal gert að falla aftur að nærumhverfi sínu og að það líkist sem mest landformum í nærumhverfinu. Svæðið verður aðlagað að núverandi landi og gengið frá yfirborði í samræmi við umhverfið í kring. Gert er ráð fyrir að náman verði unnin í vinnslufláa 1:1 niður í botn námunnar, þ.e. fyrir hvern metra frá jaðri að miðju efnistökusvæðis er grafið einn metri niður. Að vinnslu lokinni kemur þá til með að vera eftir V-laga gil í fjallinu með hlíðar í sambærilegum halla og aðliggjandi hlíðar beggja vegna við námuna. Á svæðinu er að finna laust yfirborðsefni sem nota skal við frágang að svo miklu leyti sem hægt er. Forðast skal skarpar línur við frágang.
Landmótun og viðeigandi uppgræðsla skal fara fram að vinnslu lokinni. Vinna skal samkvæmt landmótunaráætlun og bent er á vefsíðuna namur.is varðandi vinnslu og frágang svæðis.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
9. 2201034 - DSK deiliskipulag sumarhúsalóðar Suða í Selvogi
Vegagerðin gerði athugasemd við deiliskipulag Suðu í Selvogi á auglýsingartíma. hefur uppdráttum verið breytt þannig að nú eru fjarlægðir milli vegtenginga í samræmi við óskir stofnunarinnar og þær hafa verið málsettar. Að auki hefur byggingarreitur verið færður fjær vegi svo nýjar byggingar verða lengra frá vegbrún en 50 metrar. Eldra hús er innan þeirra marka en það er byggt áður en núverandi skipulagslög og Skipulagsreglugerð tóku gildi.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Nefndin telur að þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipulaginu séu ekki þess eðlis að auglýsa skuli það aftur.
10. 2310019 - Thor Landeldi - umsókn um nýtingu borhola á lóð
Thor landeldi ehf sækir um að fá að nýta eldri borholur sem eru fyrir á og rétt sunnan við lóð þeirra við Keflavík í samræmi við erindi í viðhengi. Holurnar voru boraðar vegna fiskeldis sem þarna var fyrr á árum og eru flestar nýtar til vinnslu á jarðsjó.
Afgreiðsla: Samþykkt. Minnt er á að ef vinnslan á svæðinu fer yfir 70 l/sek er hún háð matsskyldufyrirspurn skv. lið 10.20 í viðauka 1 við lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmdaáætlana og er háð nýtingarleyfi Orkustofnunar.
11. 2310018 - Reykir L171792 umsókn um framkvæmdaleyfi vegna borhola
Verkfræðistofan Efla ehf fyrir hönd Hveragerðisbæjar óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir neysluvatnsborholu í landi Reykja.
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi samþykkt að uppfylltu því skilyrði að heimild landeiganda liggi fyrir. Skipulagsfulltrúa er heimilt að gefa út framkvæmdaleyfið þegar skilyrðið hefur vefið uppfyllt.

Bent er að leyfi Orkustofnunar þarf fyrir framkvæmdinni.

Einnig er bent á að ef vinnslan á svæðinu fer yfir 70 l/sek er hún háð matsskyldufyrirspurn skv. lið 10.20 í viðauka 1 við lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmdaáætlana og er háð nýtingarleyfi Orkustofnunar.

Ennfremur er vakin athygli á að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir dæluhúsi sem nefnt er í erindinu.
12. 2310029 - Umsókn framkvæmdasjóður ferðamannastaða
Borist hefur erindi frá Reykjadalsfélaginu sem óskar efir staðfestingu sveitarfélagsins vegna umsóknar i Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna viðhalds og viðgerða á stígnum sem liggur upp Reykjadalinn. Stígurinn er farinn að láta á sjá og á nokkrum stöðum hefur umferðin farið út fyrir hann og eru komin tími á viðhald og úrbætur.
Afgreiðsla: Skipulags og umhverfisnefnd sveitarfélagsins Ölfuss Staðfestir að Reykjadalsfélagið hafi leyfi sveitarfélagsins til að gangast í viðhald og viðbætur við göngustíg í Reykjadal
13. 2309056 - Jarðstrengir að fiskeldisstöðvum umsögn um matsspurningu
Nefndin´gaf nýlega umsögn um matsspurningu vegna jarðstrengja að fiskeldisstöðvum First Water og Geo Salmo. Skipulagsstofnun hefur nú úrskurðað að strengirnir skuli ekki háðir mati á umhverfisáhrifum.
Afgreiðsla: Lagt fram.
14. 2308048 - Fyrrum Suðurlandsvegur - ný skilti
Komin er ný útgáfa af skiltunum við fyrrum Suðurlandsveg frá Vegagerðinni, sem nefndin fjallaði um á 57. fundi þann 5 september.
Afgreiðsla: Skipulagsfulltrúa falið að senda uppfærð gögn til Vegagerðarinnar.
15. 2310026 - Reykjavik aðalskipulagsbreyting skotæfingasvæði
Reykjavikurborg óskar eftir umsögn um drög að aðalskipulagbreytingu er varðar skotíþróttasvæði á Álfsnesi. Í drögunum er sett fram tillaga að skilgreiningu íþróttasvæðis á Álfsnesi, þar sem núverandi skotæfingasvæði eru til staðar í dag. Gert er ráð fyrir að um tímabundna landnotkunarheimild sé að ræða og verði heimilt að endurnýja starfsleyfi til félaga á svæðinu til ársloka 2028.
Afgreiðsla: Tillagan snertir ekki hagsmuni íbúa Ölfuss og ekki er gerð athugasemd við málið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?