Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 25

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
09.10.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Haraldur Guðmundsson 3. varamaður,
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir aðalmaður,
Hlynur Logi Erlingsson aðalmaður,
Helena Helgadóttir leikskólastjóri,
Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri,
Svala Ósk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Ragnheiður María Hannesdóttir áheyrnarfulltrúi,
Valur Rafn Halldórsson áheyrnarfulltrúi,
Jóhanna M Hjartardóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2311017 - Skýrsla skólastjóra
Skólastjóri kynnti hauststarfið:
- Ákvörðun um þróun kennsluhátta í átt að leiðsagnarnámi. Leiðsagnarnám felur í sér að nemendur og kennarar vinna saman að því að setja markmið og stuðla að auknum framförum með reglulegu leiðsagnarmati.
- Skólinn tók þátt í verkefninu, Göngum í skólann.
- Nemendur í 8. og 9. bekk fóru í vel heppnaða útivistar- og ævintýraferð í boði Kiwanismanna.
- Í haust hófst samtal við skólasamfélagið um breytingar á reglum varðandi símanotkun á skólatíma. Skýr vilji hjá foreldrum og starfsfólki um frí frá símum á skólatíma. Á næstunni fer fram samtal við nemendur.
- Nemendur í 1. til 4. bekk fengu tækifæri til að njóta skólatónleika með Sinfóníuhljómsveit Suðurlands í Versölum.
- Árlegt ólympíuhlaup haldið til að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega.
- Um miðjan september voru haldnir þrír kærleiksdagar, þar sem lögð var áhersla á góðvild, virðingu og mildi í daglegu lífi.
- Starfsfólk skólans tók þátt í UTÍS ráðstefnunni, sem fjallar um nýjustu strauma í íslensku skólakerfi og skólaþróun.
- Kynning á Erasmus verkefni skólans í samvinnu við Grunnskólann í Hveragerði.
- Nemendur 9. bekkjar fóru í tveggja daga vel heppnaða ferð í skólabúðir á Úlfljótsvatn sem er útilífsmiðstöð skáta. Nemendur tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá þar sem áhersla var á samvinnu, náttúru og umhverfi.

Nefndin þakkar upplýsingarnar.
2. 2302055 - Skýrsla leikskólastjóra
Leikskólastjóri kynnti hauststarfið:
- Unnið er að lagfæringum á heimasíðu leikskólans m.a. var settur upp farsældarhnappur sem tengist heimasíðu Ölfuss o.fl.
- Unnið er markvisst að endurskipulagningu á kjörnum leikskólans. Horft til þess að fara nær áherslum Hjallastefnunnar í skrefum. Samhliða verður kynning til foreldra um áherslubreytingarnar.
- Kynnisferðir starfsfólks á aðra leikskóla Hjallastefnunnar.
- Kynning á hugmyndafræði Hjallastefnunnar fyrir starfsfólk Bergheima.
- Foreldraspjall í nóvember, samtal við kjarnastýru eða hópstjóra.

Nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2210004 - Starfsáætlun leikskólans Bergheima
Starfsáætlun leikskólans Bergheima lögð fram til umræðu og kynningar.
Starfsáætlun borin undir atkvæði. Fundarmenn samþykkja starfsáætlun leikskólans Bergheima samhljóða.
4. 2403047 - Foreldrahandbók frístundaheimilis grunnskólans
Foreldrahandbók Frístundar lögð fram til 2. umræðu og samþykktar.
Í umræðu um foreldrahandbókina kom fram að í kaflanum, Vikan fyrir skólasetningu, voru ekki inni breytingar varðandi opnun Frístundar í vikunni fyrir skólasetningu. Þar á að koma fram að börn í 1. bekk njóti forgangs í Frístund á því tímabili en að Frístund sé jafnframt opin öðrum börnum.

Handbókin að teknu tilliti til þessara breytinga, var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
5. 2006063 - Fræðslumál: Hjallastefnan-Bergheimar
Fyrir fundinum liggur endurskoðaður samningur við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Bergheima til staðfestingar. Einnig er til staðfestingar rektrarleyfi fyrir leikskólann Bergheima.
Samningurinn og rekstrarleyfið borin undir atkvæði og samþykkt af þremur fulltrúum D lista. Fulltrúar B og H lista sitja hjá í atkvæðagreiðslunni. Samningnum og rekstrarleyfinu er vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði/bæjarstjórn.
6. 2311018 - Menning og viðburðir í jólamánuðinum
Sviðsstjóri fór yfir fyrirhugaða viðburði í jólamánuðinum og aðventudagatal Ölfuss 2024.
Nefndin þakkar fyrir kynninguna.
7. 2409020 - Kynning á velferðar- og ráðgjafaþjónustu
Ráðgjafasvið KPMG hélt kynningu fyrir sviðsstjóra fjölskyldu og fræðslusviðs og deildarstjóra velferðarþjónstu. M.a. er verið að vinna að hlutlægum mælikvörðum sem með kerfisbundnum hætti metur verkefnaálag, málafjölda og tímalengd þeirra mála sem unnin eru í velferðarþjónustu hverju sinni.
Nefndarmenn þökkuðu kynninguna.
8. 2410007 - Fjárhagsáætlun 2025 - staða mála
Sviðsstjóri fjölskyldu og fræðslusviðs fór yfir helstu rekstrarliði deilda sviðsins og helstu áskoranir á komandi fjárhagsári 2025.
Nefndin þakkar kynninguna.

Skólastjórnendur og áheyrnafulltrúar viku af fundi eftir þennan lið.
9. 2410018 - Mál frá velferðarþjónustu
Trúnaðarmál
Fært sem trúnaðarbókun.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?