| |
1. 1809009 - Fræðslunefnd Erindisbréf og trúnaðaryfirlýsing | |
Nefndarmenn undirrita trúnaðaryfirlýsingu. | | |
|
2. 2208035 - Boð um heimsókn í Sigurhæðir | |
Nefndin þakkar upplýsingarnar, lýsir ánægju yfir því hversu vel úrræðið Sigurhæðir er að reynast og leggur áherslu á mikilvægi þess að veita þjónustu í nærumhverfi notenda. Nefndarmenn þiggja boð um heimsókn á starfstöð Sigurhæða.
| | |
|
3. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra. | |
Nefndin þakkar upplýsingarnar. Nefndarmenn greina frá áhyggjum sínum af því hve illa gengur að ráða til starfa sérfræðinga s.s. talmeinafræðing og iðjuþjálfa. Nefndin beinir því til bæjarráðs og bæjarstjórnar að leita leiða við að tryggja að störf talmeinafræðings hjá sveitarfélaginu sé faglega eftirsóknarvert.
| | |
|
4. 2007010 - Samningur við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Bergheima | |
Fulltrúar B- og H-lista leggja til eftirfarandi breytingartillögu: Lagt er til að framkvæmd verði rafræn skoðunarkönnun meðal foreldra og starfsfólks áður en ákvörðun verður tekin um það hvort ganga eigi til samstarfssamninga við Hjallastefnuna ehf. Gengið er til kosninga um breytingatillöguna: Tillagan er felld með þremur atkvæðum gegn tveimur. Fulltrúar B- og H- lista greiða atkvæði með tillögunni, en fulltrúar D- lista greiða atkvæði gegn tillögunni. Fulltrúar B- og H- lista leggja fram eftirfarandi bókun: Okkur, fulltrúum minnihlutans, þykir sá samráðsvettvangur sem lagður er til ófullnægjandi, þ.e. að foreldrar og starfsfólk sé upplýst um viðræður um áframhaldandi samstarf og þeim gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri eftir fyrrgreindum leiðum. Í ljósi þess sem á undan er gengið sl. tvö ár og áður hefur verið rætt (s.s. niðurstöður skólapúlsins í vor sem komu verr út en nokkru sinni áður, ör stjórnendaskipti, fordæmalaus starfsmannavelta ofl. ) þykir okkur sjálfsagt og eðlilegt að vandað sé til verks á þessu stigi máls og að fjölskyldu- og fræðslunefnd kalli eftir afstöðu foreldra og starfsfólks um hvort ganga eigi til viðræðna við Hjallastefnuna yfir höfuð, t.d. með rafrænni kosningu, áður en ákvörðun er tekin um að ganga til viðræðna. Við myndum vilja sjá þær niðurstöður hafa vægi í því áliti sem fjölskyldu- og fræðslunefnd skilar svo til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Við viljum líka taka það fram að okkur þykir það ekki sjálfsagður eða augljós kostur að gengið sé til viðræðna yfir höfuð í ljósi þess sem á undan er gengið. Við viljum skapa stöðugleika um starfsemi leikskólans Bergheima og teljum afstöðu foreldra og starfsfólks hvað varðar stefnu og starfsemi leikskólans nauðsynlegan part af þeirri vegferð. Fulltrúar minnihluta í fjölskyldu- og fræðslunefnd Hrafnhildur Lilja Harðardóttir, Íbúalistinn Hlynur Logi Erlingsson, Framfarasinnar í Ölfusi. Fulltrúar meirihluta D-lista í nefndinni óska eftir að fá eftirfarandi bókað: Í leikskólalögum nr. 90/2008 er fjallað um það í ýmsum greinum laganna hvernig aflað skuli afstöðu hagsmunaaðila til breytinga og stórra ákvarðanatöku í tengslum við málefni leikskóla. Þannig er það áskilið í lögum að afla skuli umsagnar foreldraráðs í slíkum tilvikum og að foreldrar eigi rétt á upplýsingum um skólastarfið og að gæta hagsmuna barna sinna. Þá er jafnframt áskilið að leikskólastjórar, starfsfólk leikskóla og foreldrar kjósi áheyrnarfulltrúa í nefnd þá sem fer með leikskólamál sveitarfélags. Fyrir liggur að álit fjölskyldu- og fræðslunefndar til málsins þarf að liggja fyrir þann 7. september næstkomandi. Á þessu stigi hefur engin ákvörðun verið tekin um að ganga til áframhaldandi samninga við Hjallastefnuna ehf. Þó svo að aðrar leiðir til að kanna afstöðu og vilja foreldra og starfsmanna séu mögulega færar, þá er það mat fulltrúa meirihluta D-listans í nefndinni, að bæði sé það skilvirkast og best í samræmi við ákvæði laga um leikskóla að afla upplýsinga um afstöðu og vilja hagsmunaaðila með þeim hætti sem lögin áskilja og lagt er til í fyrirliggjandi tillögu. Upphafleg tillaga er borin undir atkvæði og er samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa D- listans en fulltrúar B- og H- lista greiða atkvæði gegn tillögunni.
| | |
|
5. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra. | |
Nefndin þakkar upplýsingarnar | | |
|
6. 1910057 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn. Starfsáætlun. | |
Nefndin staðfestir gildistöku starfsáætlunarinnar samhljóða.
| | |
|
7. 2208036 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn - sjálfsmatsskýrsla 2021-2022 | |
Nefndin þakkar kynninguna.
| | |
|
8. 2204009 - Stefna sveitarfélagsins í málefnum eldri borgara | |
Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða.
| | |
|
9. 2204010 - Nýr leikskóli - starfshópur um faglegan og hugmyndafræðilegan undirbúning | |
Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða.
| | |
|
10. 2204012 - Málefni fólks með fötlun - starfshópur um mat á stöðu mála | |
Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða. Nefndin beinir því til starfshópsins að kanna möguleika á að hafa samráð við notendur við meðferð málsins. | | |
|
11. 2112015 - Skólastefna Sveitarfélagsins Ölfuss | |
Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða.
| | |
|
12. 2109036 - Skólaakstur dreifbýli Ölfuss. | |
Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða. Nefndin beinir því til starfshópsins að kanna möguleika á að hafa samráð við nemendur við meðferð málsins.
| | |
|