Fundargerðir

Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 46

Haldinn Fundarsalur íþróttamiðstöðvar,
16.10.2024 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Írena Björk Gestsdóttir formaður,
Oskar Rybinski aðalmaður,
Emil Karel Einarsson aðalmaður,
Guðlaug Arna Hannesdóttir aðalmaður,
Hólmfríður F. Zoega Smáradóttir 2. varamaður,
Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og æskulýsðsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2410032 - Heimsókn frá BMX brós
Heimsókn frá BMX brós.

BMX brós eru með Suðurlandstúr helgina 25. - 27. október næstkomandi.
Um er að ræða tveggja tíma dagskrá sem inniheldur sýningu, námskeið, tímatöku og fleira fjör.
Strákarnir tala mikið fyrir hreyfingu og hollum lífsstíl og eru frábærir með krakkana og skemmta öllum aldri á sýningum sínum.

Þeir verða í Íþróttahúsinu laugardaginn 26. október kl. 10:00.
BMX brós sjá um alla kynningu á viðburðinum.
Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar þessu framtaki hjá BMX brós.
2. 2410031 - Tillaga að ungmennaráði 2024-2025
Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram tillögu að Ungmennaráði 2024-2025. Tillagan samþykkt
4. 2409036 - Frístundastarf fyrir börn og ungmenni sumarið 2025 - tillaga frá B og H lista
Íþrótta - og tómstundanefnd þakkar fyrir tillöguna og leggur til að Íþrótta- og tómstundafulltrúa verði falið að skoða möguleika á fjölbreyttum námskeiðum næsta sumar samkvæmt þessari tillögu. Sérstaklega fyrir krakka á miðstigi og elsta stigi grunnskóla. Lagt er til að Íþrótta- og tómstundafulltrúi leggji fram hugmyndir að námskeiðum á fundi nefndarinnar í apríl næstkomandi. Ennfremur leggur nefndin til að í vinnu við fjárhagsáætlun 2025 verði gert fyrir fjármunum til námskeiðahaldsins
5. 2404118 - Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð
Ein umsókn barast í Afreks- og styrktarsjóð frá Valgerði Einarsdóttur Hjaltested, vegna þátttöku á HM/EM og fleiri landsliðsverkefnum í bogfimi.Ákveðið að styrkja Valgerði um kr. 200.000 vegna verkefna ársins 2024.
Mál til kynningar
3. 2410030 - Barna og unglingastarf Golfklúbbs Þorlákshafnar, sumar 2024
Lagt fram til kynningar samkv. samstarfssamningi Sveitarfélagsins Ölfuss og Golfklúbbs Þorlákshafnar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?