Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 4

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
05.10.2022 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson varaformaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Bettý Grímsdóttir 1. varamaður,
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir aðalmaður,
Hlynur Logi Erlingsson aðalmaður,
Sigrún Berglind Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri,
Elsa Þorgilsdóttir aðstoðarleikskólastjóri,
Svala Ósk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Íris Kristrún Kristmundsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2210002 - Kynning á farsældarlögum
Kristín Arna Hauksdóttir verkefnastjóri farsældarteymis og kennsluráðgjafi hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings kom inn á fundinn og kynnti nýju farsældarlögin.

Nefndin þakkar fyrir kynninguna sem var bæði áhugaverð og gagnleg.
2. 1506123 - Skóla- og velferðarmál Fundargerðir NOS.
Fundargerð NOS frá 21.09.2022 til kynningar. Á fundinum var tekin ákvörðun um að leggja til að byggðasamlaginu verði slitið.
Elliði Vignisson bæjarstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir niðurstöðu fundarins.

Nefndin þakkar fyrir upplýsingarnar og gerir ekki athugasemd við framgang málsins.
3. 2210003 - Kynning á ráðningu sviðsstjóra
Elliði Vignisson bæjarstjóri fór yfir ráðningarferli á sviðsstjóra fjölskyldu- og fræðslumála og hlutverk hans á komandi misserum.

Nefndin þakkar fyrir kynninguna.
4. 2210001 - Beiðni um breytingu á skóladagatali 2022-2023
Beiðni frá skólastjóra um breytingu á skóladagatali 2022-2023 vegna námsferðar starfsfólks til Belgíu í maí 2023. Á núverandi skóladagatali eru starfsdagar vegna ferðarinnar skráðir föstudagur 19. maí og mánudagur 22. maí. Óskað er eftir því að færa starfsdaginn mánudaginn 22. maí fram til fimmtudagsins 17. maí.

Vegna mögulegrar breytingar á ferðatilhögun sem kom til eftir að fundarboðið var sent út er afgreiðslu erindisins frestað. Nefndin tekur jákvætt í þær breytingar sem ræddar voru á fundinum og gefur skólastjóra heimild til breytingar á skóladagatalinu ef þarf.

Samþykkt samhljóða.
5. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra.
Skólastjóri greindi frá helstu þáttum í starfi skólans í haust, m.a. nemendaferð 8. og 9. bekkjar í Landmannalaugar í boði Kiwanisklúbbsins Ölvers og rausnarlegu framlagi klúbbsins til skólans með nýjum Pannavelli á skólalóðina. Í haust hafa verið í gangi verkefni s.s. Göngum í skólann og vinabekkjarverkefni. Þá kom Sinfóníuhljóðmsveit Suðurlands í heimsókn, nemendur hafa gróðursett í Þorláksskógum, haldið skólaball og sótt skólabúðir UMFÍ á Laugarvatni. Þá máluðu nemendur í 7. bekk tvo Pókóvelli á skólalóðinni og kenndu Pókó sem hefur slegið í gegn. Þá upplýsti skólastjóri um góðan gang á upplýsingatækniverkefni skólans, m.a. með góðri þátttöku kennara á UTÍS menntaviðburðinum. Þá upplýsti skólastjóri um að vinna í nefnd um skólastefnu Ölfuss er hafin og fer vel af stað.

Nefndin þakkar fyrir upplýsingarnar.
6. 2210004 - Starfsáætlun leikskólans Bergheima
Fyrir liggur starfsáætlun leikskólans Bergheima fyrir tímabilið 2022-2023. Greindi leikskólastjóri frá helstu þáttum starfsáætlunar og þá einna helst þeim breytingum sem orðið hafa frá fyrri áætlun.

Nefndin samþykkir starfsáætlunina.
7. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra.
Leikskólastjóri rakti helstu þætti starfs leikskólans nú í haust, m.a. seinkun sem varð á vinnu samkvæmt nýliðunaráætlun leikskólans, en sú vinna fer af stað nú í október. Þá greindi leikskólastjóri frá veglegum gjöfum frá fulltrúum frá Kiwanisklúbbinum Ölveri sem leikskólinn fékk afhentar nú í haust en um er að ræða æfingabraut í salinn og fimm sett af segulkubbum sem koma sér vel og efla ýmsa þroskaþætti hjá börnunum. Þá upplýsti leikskólastjóri um að Bambahúsið við leikskólann hafi fokið í fyrstu haustlægðinni en ekki hafi orðið neinar teljandi skemmdir á því. Er húsið komið aftur á sinn stað. Þá greindi leikskólastjóri frá viðburði fyrir elsta árgang skólans nú í lok september, en þá var börnum úr þeim árgangi boðið á leikskólann til að skoða Júpíter og fylgitungl hans í sjónauka. Mæltist þetta vel fyrir og er liður í þemaverkefni barnanna um geiminn. Þá er framundan hjá starfsfólki Haustráðstefna Hjallastefnunnar og munu starfsmenn á Bergheimum nú sækja hana í fyrsta skipti þar sem síðustu tvö ár hefur henni verið frestað vegna Covid.

Nefndin þakkar fyrir upplýsingarnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?