Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 308

Haldinn Verið - fundarsalur Ölfus Cluster,
25.10.2022 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboð. Hrönn Guðmundsdóttir tók til máls. Hún gerði ekki athugasemd við fundarboðið en gerði athugasemd við hversu seint gögn komu inn á fundargátt.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2108014 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2022-2025
Fyrir bæjarstjórn lá viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2022. Rekstrarkostnaður eykst nettó um 93 milljónir og framkvæmdaáætlun ársins lækkar um 492 milljónir, úr 1.529 í 1.037.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.

Samþykkt samhljóða.
2. 2209038 - Hækkun á lánaramma
Óskað er eftir samþykki bæjarstjórnar til að hækka lánaramma vegna kreditkorta sveitarfélagsins úr 1.670.000 í 2.800.000.


Bæjarstjórn samþykkir að hækka lánaramma vegna kreditkorta úr 1.670.000 í 2.800.000.

Samþykkt samhljóða.
3. 2006051 - Gjaldskrá gatnagerðargjalda endurskoðuð
Tillaga að nýrri gjaldskrá gatnagerðargjalda lögð fram til fyrri umræðu. Lögð er til sú breyting að grunnur gatnagerðargjalds einbýlishúss, með eða án bílskúrs, hækki úr 8,5 í 9,5%, par-, rað-,tvíbýlishús- og keðjuhús með eða án bílskýlis hækki úr 8,5% í 9,5%, fjölbýlishús með eða án bílskýlis hækki úr 7% í 7,5% og iðnaðar- geymsluhúsnæði og annað atvinnuhúsnæði hækki í 3,5%. Að öðru leyti er samþykkt um gatnagerðargjald fyrir Sveitarfélagið Ölfus óbreytt.

Hrönn Guðmundsdóttir, Elliði Vignisson, Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Grétar Ingi Erlendsson tóku til máls.

Lagt til að vísa tillögunni til annarar umræðu.
Samþykkt með 4 atkvæðum bæjarfulltrúum D-lista, fulltrúar B og H lista sátu hjá.
4. 2210027 - DSK Lækur II lóð C deiliskipulagsbreyting
Sótt er um að breyta deiliskipulagi lóðarinnar Lækur II lóð C. Um er að ræða tilfærslu á byggingarreit og heimreið. Á lóðinni er malarkambur sem er á þjóðminjaskrá og við mörk hennar liggur gömul þjóðleið sem heitir Tíðargata.

Niðurstaða nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. grein

Gestur Þór Kristjánsson vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið og tók Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir við stjórn fundarins.

Hrönn Guðmundsdóttir tók til máls.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Gestur Þór kom aftur inn á fundinn og tók við stjórn fundarins.
5. 2210012 - DSK Raufarhólshellir - breyting á deiliskipulagi
Guðmundur Oddur Vífilsson arkitekt leggur fram deiliskipulagsbreytingu á deiliskipulagi Raufarhólshellis þar sem gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir þjónustubyggingu. Starfsemin á svæðinu hefur sprengt eldri þjónustubyggingu af sér og er gert ráð fyrir nýrri og reisulegri þjónustubyggingu. Í nýju aðalskipulagi segir eftirfarandi um svæðið:

"Í gildi er deiliskipulag á svæðinu. Þar er gert ráð fyrir aðkomu, bílastæðum, þjónustubyggingu fyrir móttöku gesta, aðstöðu fyrir starfsfólk og mannvirki í hellinum til að bæta aðgengi og öryggi."

Niðurstaða nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. enda liggi heimild landeiganda fyrir lóðastækkun fyrir.

Bæjarstjórn staðfestir niðurstöðu nefndarinnar.
Fundargerðir til staðfestingar
6. 2209006F - Bæjarráð Ölfuss - 383
Fundargerð 383.fundar bæjarráðs frá 06.10.2022 til staðfestingar.

1. 2209019 - Sérkennsla í leikskólanum Bergheimum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2205027 - Básahraun 29 - Umsókn um lóðavegg og kostnaðarþátttöku. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2209030 - Miðbæjarsvæði gatnagerð og lagnir.Til staðfestingar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2108014 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2022-2025. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2209031 - Laxabraut 21b - yfirlýsing um leigusamning. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2209026 - Aukafundur Arnardrangs hses og breytingar á samþykktum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2209024 - Beiðni um stuðning við 100 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2209033 - Beiðni um styrk Slysavarnadeildin Sigurbjörg og Björgunarsveitin Mannbjörg. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2209023 - Breyting á vinnufyrirkomulagi.Til kynningar.
10. 2209037 - Beiðni um aðstoð vegna aðventuhátíðar 1.des. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2209035 - Ungmennaráð - erindi frá UNICEF á Íslandi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2209025 - Ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands. Til kynningar.
13. 2105027 - Stækkun á Egilsbraut 9, þjónusturými. Til kynningar.
14. 2209027 - Samráðsgátt - Drög að upplýsingastefnu stjórnvalda. Til kynningar.
15. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.
16. 2209034 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Til kynningar.
17. 2209036 - Hvatning frá Samtökum orkusveitarfélaga. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

7. 2210001F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 4
Fundargerð 4.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 05.10.2022 til staðfestingar.

1. 2210002 - Kynning á farsældarlögum. Til kynningar.
2. 1506123 - Skóla- og velferðarmál Fundargerðir NOS.

Bæjarstjórn tók fyrir fundargerð NOS, stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. frá 21. september 2022, sem lögð var fyrir á fundi fjölskyldu- og fræðslunefndar.

Í fundargerðinni leggur stjórn NOS til við bæjar- og sveitarstjórnir aðildarfélaganna að á næsta fundi þeirra verði samþykkt að starfsemi byggðasamlagsins Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings bs. (SVÁ) verði hætt og byggðasamlaginu verði slitið. Einnig er óskað eftir samþykki bæjar- og sveitarstjórna fyrir því að ráðinn verði verkefnastjóri til að annast slitin og kostnaður greiðist af SVÁ í sömu hlutföllum og annar rekstrarkostnaður byggðasamlagsins. Tillagan hefur verið kynnt fyrir skólanefnd.

Hrönn Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd fulltrúa B- og H-lista:

Fulltrúar B-lista Framfarasinna og H-listans leggja fram eftirfarandi bókun vegna fundargerðar NOS þar sem lagt er til að bæjarstjórn samþykki að byggðarsamlaginu um skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings verði slitið.
Lög um breytingar á barnaverndarlögum voru samþykkt á Alþingi 13. júní 2021 og gildistaka laganna var 1. janúar 2022. Meðal helstu markmiða með breytingunum er að auka fagþekkingu í barnavernd, barnaverndarnefndir verða lagðar af, umdæmi barnaverndar stækkuð og við taka barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar en megin ábyrgðin verði áfram á höndum sveitarfélaganna en hvatt til samvinnu um þessi mál samkvæmt sveitarstjórnarlögum eða sérstökum samstarfssamningi.
Í lögunum kemur fram að minnst 6 þúsund íbúar verði að baki hverrar barnaverndarþjónustu og sveitarfélögin beri ábyrgð á að skipa þriggja manna umdæmisráð barnaverndar til 5 ára í senn. Ráðið skal skipa félagsráðgjafa, lögfræðing og sálfræðing. Nú er verið að taka ákvörðun um að leggja til slit á byggðarsamlagi um skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings og því hvetjum við til að í framhaldi verði farið í að skoða samstarf um barnaverndar- og velferðarmál við nágrannasveitarfélag til að mynda Hveragerði. Með samstarfi um barnaverndarmál náum við meiri fjarlægð í erfiðum málum sem erfitt er að takast á við vegna tengsla.

Hrönn Guðmundsdóttir
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson
Ása Berglind Hjálmarsson

Grétar Ingi Erlendsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa D-listans.
Meirihluti D lista telur að hér gæti misskilnings þvi á 382. fundi bæjarráðs sem haldinn var 13.09 sl. var sérstaklega fjallað um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar og samning sveitarfélaga á landsbyggðinni þar að lútandi. Þar var samþykkt að Sveitarfélagið Ölfus verði aðili að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu stjórnar NOS um að starfsemi skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs verði hætt og að byggðasamlaginu verði slitið. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að ráðinn verði verkefnastjóri til að annast slitin og að kostnaður vegna þess greiðist í sömu hlutföllum og annar rekstrarkostnaður byggðasamlagsins.

Í ljósi framangreinds felur bæjarstjórn bæjarstjóra að hefja þegar undirbúning að því að öll skóla- og velferðarþjónusta verði flutt yfir til sveitarfélagsins. Við vinnslu málsins skal gæta sérstaklega að því að breytingin verði til að efla þjónustuna og bæta stjórnsýsluna í kringum málaflokkinn.

Samþykkt samhljóða

3. 2210003 - Kynning á ráðningu sviðsstjóra. Til kynningar.
4. 2210001 - Beiðni um breytingu á skóladagatali 2022-2023. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
6. 2210004 - Starfsáætlun leikskólans Bergheima. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
8. 2210002F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 36
Fundargerð 36.fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 05.10.2022 til staðfestingar.

1. 2209041 - Erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar. Til kynningar.
2. 2209040 - Tillaga að ungmennaráði 2022-2023. Til staðfestingar
3. 2209039 - Umsókn í Afreks- og styrktarsjóð Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
9. 2209007F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 39
Fundargerð 39.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 19.10.2022 til staðfestingar.

1. 2209042 - Kynning á hleðslulausnum og fyrirkomulagi á nýrri hleðslustöðvarlóð. Til kynningar.
2. 2210011 - Miðbær Þorlákshafnar - kynning á hugmyndum. Til kynningar.
3. 2208052 - Skálholtsbraut - lækkun hámarkshraða - þrengingar og bílastæði.Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2210005 - DSK Deiliskipulag í landi Eimu i Selvogi.Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2210012 - DSK Raufarhólshellir - breyting á deiliskipulagi. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2209018 - Lækur II lóð C, Umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem óverulegt frávik.Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2209028 - Umsókn um að Hrísar verði utan íbúðasvæðisins í Árbænum.Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2209029 - Hafnarnes Ver - útkeyrsla inn á Þorláksvör. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2210013 - Geo Salmo stofnun lóðar fyrir fiskeldisstöð austan Keflavíkur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2210020 - Nafnabreyting Hrókabólsvegur 1. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2210009 - Hjarðarból - umsókn um stöðuleyfi - gámur með vindhverfli. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2209013 - Skipun faghóps um uppbyggingu á lóðum Heidelberg Cement Pozzolinic ehf. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2209043 - Umsögn um skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar - Vatnsendahvarf - Vatnsendahæð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2210025 - Áætlun um loftgæði á Íslandi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
15. 2210027 - Lækur II lóð C deiliskipulagsbreyting. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
10. 2210004F - Bæjarráð Ölfuss - 384
Fundargerð 384.fundar bæjarráðs frá 20.10.2022 til staðfestingar.

1. 2210023 - Beiðni um rekstrarstyrk. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2210026 - Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2210021 - Bréf til þátttakenda í minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Til kynningar.
4. 2210022 - Samráðsgátt - Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir. Til kynningar.
5. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
11. 2210003F - Stjórn vatnsveitu - 7
Fundargerð 7.fundar stjórnar vatnsveitunnar frá 21.10.2022 til staðfestingar.

1. 2209014 - Tenging við vatnsveitu Ölfus (Berglindi) fyrir Ingólfshvol. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2209017 - Tenging við vatnsveituna Berglind. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2210017 - Beiðni Vegagerðar um tengingu við kalt vatn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2207002 - Nýtt vatnsból Hafnarsandi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2210024 - Kaup á bakteríumælitæki fyrir vantsból. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
12. 2210006F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 33
33.fundur framkvæmda- og hafnarnefndar frá 21.10.2022 til staðfestingar.

1. 2210016 - Beiðni um lausn frá störfum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Grétar Ingi Erlendsson tók til máls fyrir hönd bæjarfulltrúa og þakkaði Hirti Jónssyni fráfarandi hafnarstjóra kærlega fyrir hans góðu störf undanfarin ár.

2. 2209037 - Beiðni um aðstoð vegna aðventuhátíðar 1.des. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar.
4. 2204029 - Endurbygging Svartaskersbryggju 2022. Til kynningar.
5. 2210029 - Olíudælur fyrir smábáta. Til kynningar.
6. 2201037 - Framkvæmdaráætlun 2022. Til kynningar.
7. 2210035 - Hafnasambandsþing Hafnasambands Íslands. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
13. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerðir 43. fundar stjórnar Bergrisans frá 06.09.2022, 44. fundar frá 14.09.2022, 45. fundar frá 16.09.2022 og 46. fundar frá 26.09.2022 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
14. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 312. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 06.09.2022 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
15. 1506123 - Skóla- og velferðarmál Fundargerðir NOS.
Fundargerð NOS frá 21.09.2022 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
16. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð 221.fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 23.09.2022 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
17. 1701032 - Fræðslumál Fundagerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga.
Fundargerð 203.fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga frá 27.09.2022 til kynningar. Einnig er til kynningar ársskýrsla Tónlistarskólans og kostnaðarskipting milli sveitarfélaganna fyrir árið 2023.

Lagt fram til kynningar.
18. 1611032 - Almannavarnir Fundargerðir almannavarnarnefndar Árnessýslu
Fundargerð 1. fundar Almannavarnanefndar Árnessýslu frá 16.06.2022 og fundargerð 1. fundar framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu frá 07.10.2022 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
19. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 587.fundar stjórnar SASS frá 07.10.2022 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
20. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð 51. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 19.09.2022 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
21. 1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fjárhagsáætlun Brunavarna Árnessýslu fyrir árið 2023 sem samþykkt var á fundi Héraðsnefndar 11. október sl. til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
22. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 913.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.09.2022 og 914.fundar frá 12.10.2022 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?