Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 86

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
22.01.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Björn Kjartansson 2. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir 1. varamaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Steinar Ásgeirsson skipulagsfulltrúi,
Kristina Celesova starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs,
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri
Í upphafi fundar lagði formaður til að eitt mál yrði tekið á dagskrá með afbrigðum. Það eru mál nr. 18 sem fjallar um Húsnæðisáætlun Ölfuss 2025. Var samþykkt samhljóða að málið yrði tekið fyrir á fundinum.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2501028 - Reykjarbraut 2 - nafngift götu
Í nýju skipulagi Reykjabrautar 2 var gerð krafa um að syðri enda götunnar yrði lokað fyrir umferð. Með því er ekki lengur aðgengi að Reykjabraut 2 frá Reykjabraut og því er ljóst að nefna þarf þessa nýju götu einhverju nafni sem fasteignir þar munu bera.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin hefur ákveðið að gatan muni heita Pósthúsbraut.
2. 2406070 - Raufarhólshellir DSK stækkun byggingarreits
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting fyrir Raufarhólshelli. Í deiliskipulagsbreytingunni felst að byggingarreitur stækkar til norðausturs og heimilað byggingamagn eykst um 250 m² úr 200 m² í 450 m².
Hámarkshæð húss eykst einnig úr 3 metrum í 6 metra yfir jarðvegsyfirborði og skilmálar fyrir þjónustuhús eru uppfærðir.

Málinu var frestað á síðasta fundi í ljósi þess að önnur skipulagsbreyting á sama svæði væri enn í vinnslu. Nú hefur verið staðfest að fallið hafi verið frá fyrri deiliskipulagsbreytingu.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010.
3. 2412025 - Sogn - Nýtt deiliskipulag
Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir Sogn. Áætlað er að bæta við nokkrum fangarýmum í nánustu framtíð og auka vinnu- og afþreyingarmiðstöð fanga og gerir tillagan ráð fyrir nokkrum nýjum byggingarreitum fyrir þá uppbyggingu.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
4. 2501014 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Grásteinn
Lagt er fram merkjalýsing - samsett aðgerð - Grásteinn, Grásteinn I, Grásteinn 2, Grásteinn III, Grásteinn IV, Vorsabær lóð, Grásteinn V og Grásteinn hitaveita. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagsbreytingu fyrir Grásteinn dags. B.deild augl. 10.12.2024 og aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Fimm lóðir breyta um afmörkun, þrjár lóðir minnka og færist mismunur yfir á upprunaladið Grástein L175543, tvær lóðir stækka og kemur stækkun úr landeigninni Grástein L175543. Einnig eru stofnaðar tvær nýjar lóðir upp úr Grásteini L175543.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt.

Björn Kjartans vék af fundi við afgreiðslu málsins.
5. 2501024 - Umsókn um stöðuleyfi - Lambafellsnáma
Eiður Ingi Sigurðarson f/h lóðarhafa Eden Mining ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir gámatjöld (aðstaða til viðgerðar).
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Stöðuleyfi eru ætluð fyrir tímabundin mannvirki til að hámarki eins árs. Sækja þarf um byggingaleyfi fyrir mannvirkjum sem ætluð eru til lengri tíma. Þá má benda á að svæðið er á fjarsvæði vatnsverndar
6. 2501026 - Merkjalýsing - Uppskipting landeignar - Efri-Grímslækur 1 og Efri-Grímslækur 2
Lagt er fram merkjalýsing - uppskipting landeignar - Efri-Grímslækur 1 og Efri-Grímslækur 2. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Stofnaðar eru tvær lóðir upp úr jörðinni Efri-Grímslæk, L171694. Skráð stærð jarðarinnar er 77,2 ha. Eftir stofnun lóðanna minnkar jörðin um samtals stærð nýju lóðanna, 62335 m2. Eftir breytingu verður Efri-Grímslækur því 71,0 ha.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt
7. 2501034 - Þorlákshafnarlína 2 ASKbr
Landsnet vinnu að undirbúningi á lagningu Þorlákshafnarlínu 2, 132 kV jarðstrengs milli Hveragerði og Þorlákshafnar. Gera þarf ráð fyrir framkvæmdinni í aðalskipulagi Ölfuss og óska Landsnet eftir heimild til að láta gera slíka breytingu.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Heimild til að láta gera slíka aðalskipulagsbreytingu er veitt. Kostnaður við breytinguna skal greiddur af Landsnet. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að leiðbeina Landsnet um næstu skref.
8. 2501037 - Laxabraut 5 Fiskeldisstöð DSK
Sett er fram skipulagslýsing fyrir deiliskipulag fiskeldis á Laxabraut 5 í Þorlákshöfn, (L172017). Á lóðinni er rekin fiskeldisstöð. Hugmyndir eru um stækkun starfseminnar og meiri framleiðslu.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
9. 2501038 - Bolaölduvirkjun ASKbr
Lögð er fram skipulagslýsing fyrir virkjun við Fjallið Eina sem hefur fengið vinnuheitið Bolaölduvirkjun. Fyrstu rannsóknir
benda til þess að þarna sé að finna nægjanlegan jarðhita. Stefnt er að virkjun með framleiðslugetu allt að 100 MW af rafmagni og 200 MW af varma. Virkjuninni er ætlað að anna eftirspurn frá iðnaðarsvæðum við Þorlákshöfn.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Frestað. Nefndin kallar eftir því að forsvarsmenn verkefnisins komi fyrir nefndina og kynni verkefnið áður en lengra er haldið.
10. 2501039 - Hafnarskeið 22 - Ósk um lóðarstækkun
Smyril Line leggja fram beiðni um stækkun lóðar að Hafnarskeiði 22. Stækkunin tekur til svæðis sem liggur nú milli lóðar þeirra og götu.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt.
11. 2306014 - DSK Akurholt ný íbúðar-, frístunda-, iðnaðar-, verslunar og þjónustusvæði
-Endurkoma eftir athugasemdir SLS
Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við deiliskipulagið sem skipulagshöfundur hefur brugðist við og leggur fram eftirfarandi leiðréttingar:

Athugasemdir um formgalla:
1. það liggur fyrir að ÍB svæðið var skilgreint of stórt í aðalskipulagi. Aldrei stóð til að hrófla við landbúnaðarlóðum sem fyrir voru á svæðinu, og meira að segja þá vildum við helst ekki hrófla við því svæði á nokkurn hátt heldur breyta aðeins því sem þörf væri á. Þá hefði umrætt svæði einfaldlega verið rangt skráð í ask þar sem í gildi er dsk með landbúnaðarlóðum. Hef fjallað um þetta misræmi í kafla 3.1. þar sem óskað er samþykki skipulagsins með þeim fyrirvara að aðalskipulagi verði lagfært hvað þetta varðar og að lóðirnar haldi sínum status sem landbúnaðarlóðir. (sjá skýringamynd)
2. Þá er í sama kafla fjallað um af hverju mörk frístundahúsasvæðis eru ekki látin fylgja nákvæmlega beinum línum í ask, heldur taki mið að staðbundnum aðstæðum (sjá skýringamynd).
3. Vegna athugasemda Hveragerðisbæjar er bætt við kafla um þjónustu og innviði (5.5.)
Athugasemdir um formgalla:
1. Afmörkun landbúnaðarlóða hefur verið samræmd
2. Fjallað er um mögulega sameiningu VÞ lóða (þetta á ekki við um iðnaðarlóðir eins og segir í athugasemdum) í kafla 4.3.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
12. 2306049 - DSK Breyting á skipulagi hafnarsvæðis - landfylling
-Endurkoma eftir athugasemdir SLS
Skipulagsstofnun hafa lokið lokayfirferð sinni og gera ekki athugasemdir við að skipulagið sé birt í B-deild stjórnartíðinda. Stofnunin leggur þó fram ábendingar sem hún vill að sveitarfélagið bregðist við áður en skipulagið er birt.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin hefur yfirfarið ábendingar stofnunarinnar og leggur fram eftirfarandi viðbrögð.

Rask á hafsbotni
Rétt er að taka fram að ekki er um að ræða rask á hafsbotni heldur framkvæmdir í fjöruborði, sem er á þurru landi við stórstraumsfjöru. Gera verður greinarmun á hugtakinu hafsbotn og fjöruborð en eins og sést á loftmyndum sem liggja fyrir í málinu er landfyllingin staðsett í fjöruborði sem samanstendur af stórgrýti og klöpp. Ekki stendur til að raska hafsbotninum né fjöruborðinu að neinu leyti enda engin þörf þar á.

Áhrif á vatnshlotið 103-1341-C
Sveitarfélagið hafnar þeirri fullyrðingu Skipulagsstofnunar að áhrif á vatnshlotið 103-1341-C hljóti að vera óviss. Taka þarf tillit til þess að landfyllingin er að flatarmáli 0,01 % af flatarmáli vatnshlotsins, sem nær frá langleiðina frá Þjórsá í austri að Keflavík í vestri. Allt það efni sem nýtt verður til framkvæmdarinnar er þegar hluti af umhverfi vatnshlotsins. Eingöngu er um tilflutning á efni innan vatnshlotsins að ræða. Öllu tali um mengun er vísað frá af þeim sökum. Sveitarfélagið ítrekar þá afstöðu sína og telur ljóst að áhrif á vatnshlotið eru engin.

Meint óvissa um áhrif á öldufar
Eins og fram hefur komið í málinu óskaði sveitarfélagið formlega eftir því við Vegagerðina að öldufar yrði metið en Vegagerðin hafnaði að framkvæma það mat. Í þeirri stöðu fól sveitarfélagið verkfræðistofunni Portum að vinna minnisblað um áhrif framkvæmdarinnar á öldufar á svæðinu. Minnisblaðið var unnið upp úr öldufarsútreikningum Vegagerðarinnar annars vegar á Suðurvarargarði eins og hann var fyrir 2021 borið saman við Suðurvarargarð ef hann yrði færður um allt að 200 m utar og lengdur um 250 metra. Eins og gefur að skilja er sú framkvæmd umtalsvert umfangsmeiri en uppfylling í fjöruborðinu eins og sú sem hér er rædd. Áhrif á öldufar sem útreikningar Vegagerðarinnar náðu til voru því á sama hátt viðameiri en af mun minni framkvæmd við uppfyllinguna.
Niðurstaða minnisblaðsins var að áhrif landfyllingar á öldufar væri óveruleg. Þá vísast einnig til loftmynda af svæðinu þar sem sést vel að það svæði sem landfyllingin er staðsett á er á þurru landi þegar fjara er. Í samtölum við Vegagerð hafa starfsmenn stofnunarinnar lýst því yfir við Sveitarfélagið að mjög ólíklegt sé að landfyllingin muni hafa nokkur áhrif á brimbrettaöldu.

Sveitarfélagið ítrekar þá afstöðu að efling hafnarinnar, m.a. með umræddri landfyllingu, mun ekki hafa áhrif á möguleika til brimbrettaiðkunnar til framtíðar. Að því sögðu, þegar hagsmunir rekast á, þarf að framkvæma heildarmat þar sem minni hagsmunir víkja fyrir þeim meiri. Stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn er gríðarlega mikilvægt samfélagsverkefni fyrir Þorlákshöfn, Ölfus og jafnvel allt Suðurland. Að öllu metnu eru ríkari hagsmunir fólgnir í að skipulagið frái fram að ganga.

Málið var tekið til atkvæðagreiðslu. Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði með bókuninni en fulltrúar B-lista sátu hjá.
13. 2312041 - Umsókn um framkvæmdarleyfi - landfylling
Þorlákshafnarhöfn leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi til að gera tæplega 1 ha. landfyllingu við Suðurvararbryggju. Umsóknin er gerð með fyrirvara um birtingu Deiliskipulags hafnarsvæðis í B-deild stjórnartíðinda og með fyrirvara um að framkvæmdin verði ekki metin umhverfismatsskyld af Skipulagsstofnun en matsskyldufyrirspurn er í vinnslu þar til 27. janúar.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Framkvæmdaleyfi er veitt með fyrirvara um birtingu deiliskipulags í B-deild stjórnartíðinda og með fyrirvara um að framkvæmdin verði ekki metin umhverfismatsskyld.

Bókun Hrafnhildar Hlínar Hjartardóttur: Ég tel að fresta eigi málinu þar til öll gögn liggja fyrir.

Málið var tekið til atkvæðagreiðslu.

Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði með tillögunni.

Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir greiddi atkvæði á móti.

Vilhjálmur Baldur sat hjá.
14. 2501036 - Tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir árið 2025
Lagt er fram tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir árið 2025. Ástæða breytinganna er að einfalda gjaldskrána og gera einfaldar lagfæringar á textunum.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt
15. 2406026 - Bakkamelur íbúasvæði ASK
Lögð er framaðalskipulagsbreytingar fyrir landið Bakkamel, reit ÍB30 í aðalskipulagi. Skipulagssvæðið verður stækkað úr 28 í 48 Ha og hámarks íbúðamagn aukið úr 25 í 95.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16. 2410048 - Laxabraut 31 DSK
-Endurkoma eftir athugasemdaferli
Gerðar voru athugasemdir við skipulagið sem skipulagshöfundur hefur nú brugðist við.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17. 2407019 - Gerðarkot og Þorgrímsstaðir nýtt DSK
-Endurkoma eftir athugasemdir Skipulagsstofnunnar
SLS gerðu athugasemdir við skipulagið og töldu m.a. að ekki hefði verið brugðist nægilega við athugasemdum HSL. Skipulagshöfundur hefur gert breytingar á skipulaginu til móts við athugasemdir stofnunarinnar og m.a. fengið svar frá HSL að komið hafi verið til móts við þau.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
18. 2501043 - Húsnæðisáætlun Ölfuss 2025
Lögð er fram húsnæðisáætlun Ölfuss 2025.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Áætlunin staðfest.
Björn Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu máls nr. 4 - merkjalýsing Grásteinn

Guðmundur Oddgeirsson vék af fundi kl. 9:05


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?