Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 382

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
13.09.2022 og hófst hann kl. 12:30
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2209015 - Rammi að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks
Bókun frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. ágúst, um ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks. Stjórnin hvetur sveitastjórnir til þess að kynna sér efni samkomulagsins og taka afstöðu til þess hvort sveitarfélögin geti tekið þátt í þessu mikilvæga samfélagslega verkefni.
Bæjarstjórn þakkar upplýsingarnar og vísar til fyrri afstöðu.
2. 2201039 - Sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar
Samningur sveitarfélaga á landsbyggðinni um umdæmisráð barnaverndar. Lögð voru fram drög að samningi um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni, ásamt viðaukum og erindisbréfi valnefndar. Öll sveitarfélög landsins skulu hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október n.k.
Samþykkt að Sveitarfélagið Ölfus verði aðili að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni. Bæjarstjóra falið að vinna að framgangi málsins og í framhaldinu undirrita samning fyrir hönd Sveitarfélagsins Ölfuss. Jafnframt er bæjarstjóra falið að kanna hvort gera þurfi breytingar á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss vegna hins sameiginlega umdæmisráðs.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:50 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?