Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 65

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
15.01.2024 og hófst hann kl. 10:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B. Árnason, skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2401007 - DSK Kambastaðir
Landeigandi leggur fram breytingu á deiliskipulagi fyrir Kambastaði. Landinu verður skipt upp í 4 lóðir.
Afgreiðsla: Synjað, samræmist ekki aðalskiplagi.Í aðalskipulagi n.t.t reit ÍB 31 er heimild fyrir 25 íbúðum sá fjöldi hefur nú þegar verið samþykktur.
2. 2401004 - Herdísarvík Tilnefning fulltrúa í samráðsnefnd
Umhverfisstofnun hefur kallað eftir því að Skipulags- og umhverfisnefnd skipi fulltrúa í samráðsnefnd um friðlandið Herdísarvík. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að fjalla um framkvæmdaáætlun og umsjón fyrir verndarsvæðið. UMS óska eftir svari frá nefndinni fyrir 24. janúar nk.
Afgreiðsla: Nefndin hefur ákveðið að tilnefna Hrönn Guðmundsdóttir sem aðalmann og Geir Höskuldsson sem varamann sem fulltrúa í samráðsnefndinni.
3. 2311035 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hafnarskeið 12, Svartasker 2 - Flokkur 1
Lýsi bað sveitarfélagið um að láta vinna deiliskipulagsbreytingu þar sem byggingarreitur yrði stækkaður. Efla hefur nú unnið breytinguna og leggur fram meðfylgjandi uppdrátt.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr 123/2010.
4. 2303013 - DSK Breyting á deiliskipulagi Gljúfurárholt land 8 L199502
Umrætt deiliskipulag var samþykkt í sveitarstjórn og fór til skipulagsnefndar í yfirferð. Skipulagsnefnd sendi skipulagið aftur til sveitarstjórnar þar sem byggingareitir náðu inn fyrir veghelgunarsvæði á 3 stöðum.

Landeigandi fer þess á leit við sveitarfélagið að það sæki um undanþágu til ráðuneytis frá fjarlægðarmörkum. Sveitarfélagið sótti um slíka undanþágu árið 2019 fyrir þetta land og þá var heimilað að skipuleggja íbúðarhúsnæði 60 m frá vegi en íbúðarhúsnæði þarf almennt að vera 100 m frá vegi. Nú óskar landeigandi eftir heimild til að breyta deiliskipulaginu frá 2019 og staðsetja annað íbúðarhús í sömu byggingarlínu. Einnig vill landeigandi staðsetja tækjaskemmu 40 m frá öðrum vegi en veghelgunarsvæði er 50 m.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að heimila staðsetningu íbúðarhúss í 60 metrum frá miðlínu en hafnar breytingu á fjarlægð tækjaskemmu og halda sig við 50 metra frá miðlínu miða við samþykkt deiliskipulag. Bent er á að sína þarf á uppdrætti aðgengi inná lóð Í1 og L2
5. 2401022 - Lóðarúthlutunarreglur breytingar 2024
Sviðstjóri leggur fyrir nefndina til samþykktar breytingar á lóðarúthlutunarreglum.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir breytingar á úthlutunarreglum eins og þær eru lagðar fram.
6. 2401023 - Stafræn húsnæðisáætlun Ölfuss 2024
Lögð er fram endurskoðuð húsnæðisáætlun fyrir 2024 til samþykktar
Afgreiðsla: Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?