| |
1. 2110006 - Framlenging á samning um efnistöku úr Lambafelli | |
Bæjarráð samþykkir framlengingu á samningnum í samræmi við fyrirliggjandi viðauka við samning nr. S05529.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
2. 2302050 - Framlenging á lóðaleigusamningum | |
Bæjarráð samþykkir að framlengja lóðarleigusamningi tilgreindra lóða þannig að hann verði til 30 ára frá undirritun hans. Tímalengd samningsins er þá slík hin sama og við laxeldislóðir landeldisfyrirtæja.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
3. 2302051 - Beiðni um undanþáguheimild til útgáfu lóðarleigusamninga | |
Bæjarráð samþykkir að veita skilyrta undanþáguheimild til að mæta sérstöðu þess þegar hönnun byggir á forsmíðuðum rúmmálsþáttum (módúlum):
Skilyrði undanþáguheimildar eru: 1. Ljóst er að byggingarframkvæmdir séu komnar vel af stað þó sökkla sé ekki að finna á viðkomandi lóðarréttindum, t.d.að búið sé að:
a. steypa sökkla (en þeir hafa ekki verið fluttir á viðkomandi lóðarréttindi), og/eða, b. steypa eða smíða botnplötu, og/eða c. hefja vinnu við burðarvirki.
2. Til staðfestingar á 1.gr. þarf eftirfarandi að liggja fyrir:
a. graftarleyfi hafi verið veitt, b. að búið sé að skila inn teikningum og byggingarlýsingu, sem og að staðfesting á aðkomu allra iðnmeistara og byggingarstjóra liggi fyrir, og að byggingarleyfisumsókn sé staðfest, c. skrifleg staðfesting byggingarstjóra um að staða heildarframkvæmda sé komin vel áleiðis og a.m.k. sem svarar til að sökklar og/eða botnplata fyrir viðkomandi byggingu hafi verið steypt/smíðuð. d. skrifleg staðfesting framleiðanda á stöðu heildarframkvæmda sbr. 1.gr. að ofan.
3. Séu skilyrði 2.gr. uppfyllt er framkvæmdaraðila heimilt að óska eftir útgáfu á lóðarleigusamningi (með skilyrðum sem meina framsal) sem og að veitt sé veðheimild sbr. 4. gr.
4. Veðheimild má einungis veita lánastofnun sem sérhæfir sig í fasteignafjármögnun, svo sem Landsbanka, Arion Banka, Íslandsbanka, Kviku banka eða annarra sambærilegra lánastofnanna.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að ofangreind undanþága gildi hér eftir um sambærileg verkefni.
| | |
|
4. 2302052 - Jarðvarmanýting í Ölfusdal | |
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og telur efni bréfsins í samræmi við vilja þess til að leita allra leiða til að nýta betur orku innan sveitarfélagamarka til þeirrar miklu atvinnuuppbyggingar sem nú eru hafnar sem og þá miklu fjölgun íbúa sem er að eiga sér stað.
| | |
|
5. 2301045 - Hitaveita Ölfuss | |
Bæjarráð frestar erindinu þar til fyrir liggur afstaða Orkustofnunar um jarðvarmanýtingu í Ölfusdal sbr. lið 4 í fundargerðinni enda ljóst að slík nýting kann að hafa veruleg áhrif á framtíðarmikilvægi Bakkveitu.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
| |
6. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|