Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 392

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
02.03.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2110006 - Framlenging á samning um efnistöku úr Lambafelli
Samningshafi Björgun ehf. óskar eftir að ákvæði 4. gr samnings um framlengingu á honum til 5 ára verði samþykkt. Gildistími verði þá til 13.06.2028.
Bæjarráð samþykkir framlengingu á samningnum í samræmi við fyrirliggjandi viðauka við samning nr. S05529.

Samþykkt samhljóða.
2. 2302050 - Framlenging á lóðaleigusamningum
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Hafnarnesi Ver þar sem óskað er eftir því að lóðaleigusamningar við Óseyrarbraut 20 og 16 verði framlengdir um 50 ár.
Bæjarráð samþykkir að framlengja lóðarleigusamningi tilgreindra lóða þannig að hann verði til 30 ára frá undirritun hans. Tímalengd samningsins er þá slík hin sama og við laxeldislóðir landeldisfyrirtæja.

Samþykkt samhljóða.
3. 2302051 - Beiðni um undanþáguheimild til útgáfu lóðarleigusamninga
Hjálmar Vilhjálmsson fyrir hönd Laufás Bygg ehf. óskar eftir undanþáguheimild til útgáfu lóðarréttarsamninga.

Fyrir liggur að hin almenna regla er að lóðarleigusamningur er gerður þegar sökklar hafa verið steyptir, sem og botnplata steypt sé hún hluti burðarvirkis húss. Núverandi reglur Ölfuss miða í þessu tilliti til byggingarforms þar sem sökklar og botnplata er staðsteypt. Færst hefur í vöxt á Norðurlöndum, og víðar, að forsmíðaðir byggingahlutar sem mynda rúmmálseiningu (oft kallað módúlar) séu framleiddir í verksmiðjum og fluttar í heilu lagi á byggingarstað.


Bæjarráð samþykkir að veita skilyrta undanþáguheimild til að mæta sérstöðu þess þegar hönnun byggir á forsmíðuðum rúmmálsþáttum (módúlum):

Skilyrði undanþáguheimildar eru:
1. Ljóst er að byggingarframkvæmdir séu komnar vel af stað þó sökkla sé ekki að finna á viðkomandi lóðarréttindum, t.d.að búið sé að:

a. steypa sökkla (en þeir hafa ekki verið fluttir á viðkomandi lóðarréttindi), og/eða,
b. steypa eða smíða botnplötu, og/eða
c. hefja vinnu við burðarvirki.

2. Til staðfestingar á 1.gr. þarf eftirfarandi að liggja fyrir:

a. graftarleyfi hafi verið veitt,
b. að búið sé að skila inn teikningum og byggingarlýsingu, sem og að staðfesting á aðkomu allra iðnmeistara og byggingarstjóra liggi fyrir, og að byggingarleyfisumsókn sé staðfest,
c. skrifleg staðfesting byggingarstjóra um að staða heildarframkvæmda sé komin vel áleiðis og a.m.k. sem svarar til að sökklar og/eða botnplata fyrir viðkomandi byggingu hafi verið steypt/smíðuð.
d. skrifleg staðfesting framleiðanda á stöðu heildarframkvæmda sbr. 1.gr. að ofan.

3. Séu skilyrði 2.gr. uppfyllt er framkvæmdaraðila heimilt að óska eftir útgáfu á lóðarleigusamningi (með skilyrðum sem meina framsal) sem og að veitt sé veðheimild sbr. 4. gr.

4. Veðheimild má einungis veita lánastofnun sem sérhæfir sig í fasteignafjármögnun, svo sem Landsbanka, Arion Banka, Íslandsbanka, Kviku banka eða annarra sambærilegra lánastofnanna.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að ofangreind undanþága gildi hér eftir um sambærileg verkefni.
4. 2302052 - Jarðvarmanýting í Ölfusdal
Fyrir bæjarráði lá afarit af bréfi sem bæjarstjóri skrifaði Orkumálastjóra um jarðvarmanýtingu í Ölfusdal í þágu Sveitarfélagsins Ölfuss. Í bréfinu er ítarlega farið yfir forsendur nýtingar nýtingaleyfis á jarðhita innan marka sveitarfélagsins í Ölfusdal vegna þarfa hitaveitu sem rekin yrði á vegum þess eða félags í þess eigu sbr. 13. gr. laga um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu 57/1998, auðlindalaga, þ.e. varma umfram nýtingu og þarfa núverandi sérleyfisveitu Veitna ohf. vegna hitaveitu í Hveragerði og nágrenni.

Bréfið var sent Orkustofnun, til kynningar fyrst og fremst, með afriti á Ríkiseignir, Veitur ohf. og Hveragerðisbæ þeim til upplýsinga um fyrirhugaðar rannóknir Sveitarfélagsins Ölfuss á umræddu svæði og boðaða umsókn um rannsóknarleyfi í því sambandi vegna nýtingar til lengri tíma litið.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og telur efni bréfsins í samræmi við vilja þess til að leita allra leiða til að nýta betur orku innan sveitarfélagamarka til þeirrar miklu atvinnuuppbyggingar sem nú eru hafnar sem og þá miklu fjölgun íbúa sem er að eiga sér stað.
5. 2301045 - Hitaveita Ölfuss
Fyrir bæjarráði lágu gögn frá Reykjavik Geothermal og Serena ásamt umbeðnu minnisblaði um samstarf um rekstur Bakkaveitu.


Bæjarráð frestar erindinu þar til fyrir liggur afstaða Orkustofnunar um jarðvarmanýtingu í Ölfusdal sbr. lið 4 í fundargerðinni enda ljóst að slík nýting kann að hafa veruleg áhrif á framtíðarmikilvægi Bakkveitu.

Samþykkt samhljóða.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
6. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
25.mál - til umsagnar tillaga til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?