Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 431

Haldinn í fjarfundi,
07.11.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi H-lista boðaði forföll.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2410037 - Rekstur á líkamsræktarstöðinni í Þorlákshöfn
Erindi frá Ástrós Hilmarsdóttur þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um að taka yfir rekstur líkamsræktarstöðvarinnar í íþróttamiðstöðinni.

Bæjarráð felur sviðsstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að ræða við bréfritara og skila minnisblaði um möglega útfærslu á samningi og mati á kostum og göllum við slíka samninga.

Samþykkt samhljóða.
2. 2411003 - Beiðni um styrk vegna framkvæmda
Erindi frá Vatnsveitufélagi Hjallasóknar (VHS) þar sem óskað er eftir styrk frá Sveitarfélaginu Ölfusi vegna framkvæmda. Óskað er eftir að sveitarfélagið styrki verkefnið um sem samsvarar 30% af heildarkostnaði við framkvæmdina.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu enda um einkaveitu að ræða þar sem tekjur, gjöld og önnur ábyrgð liggur alfarið hjá viðkomandi rekstraraðila. Óski eigendur veitunnar eftir því að losna undan þeirri ábyrgð sem fylgir rekstri á einkaveitu lýsir bæjarráð sig tilbúið til slíkra viðræðna með vísan í önnur nýleg fordæmi í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.
3. 2411004 - Tillaga um samstarf við byggingu reiðhallar á Vorsabæjarvöllum
Tillaga frá Hestamannafélaginu Ljúfi umað Ljúfur, Hveragerðisbær og Ölfus vinni saman að byggingu reiðhallar í hesthúsahverfi Ljúfs að Vorsabæjarvöllum.

Ljúfur óskar eftir samtali með aðilum frá báðum sveitafélögum og að verkefnið komi fram í fjárhagsáætlunum sveitafélaganna fyrir 2025-2028.

Bæjarráð felur sviðsstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að annast samskipti við Hestamannafélagið Ljúf hvað þetta varðar. Bæjarráð minnir ennfremur á að í Sveitarfélaginu Ölfusi eru nú þegar 6 reiðhallir og því mikilvægt að skoða í samvinnu við eigendur þeirra hvort möguleiki sé á að
nýta þær enn frekar.

Samþykkt samhljóða.

4. 2409029 - Beiðni um forgang að leikskóladvöl
Trúnaðarmál. Beiðni frá sviðsstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um viðbótarstöðugildi við leikskólann Bergheima vegna þjónustu við barn með þroskafrávik. Frekari gögn lögð fyrir á fundinum.
Bókað sem trúnaðarmál.
5. 2407001 - Úthlutunargjald
Fyrir liggur veðskuldabréf útgefið af Geo Salmo hf. vegna greiðslu á úthlutunargjaldi fyrir lóðirnar Laxabraut 45, 47, 49, 51, 53, 55, 57, 59, 61.
Bæjarráð samþykkir að úthlutunargjaldið verði greitt með fyrirliggjandi veðskuldabréfi í samræmi við skilmála þess. Skv. skilmálum veðskuldabréfsins verður skuldin tryggð með 1. veðrétti í þar tilgreindum fasteignum.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að heimila veðsetningu fasteignanna skv. tryggingarbréfi til handa Arion banka á 2. veðrétti á eftir veðskuldabréfi sveitarfélagsins í samræmi við fyrirliggjandi yfirlýsingu.

Bæjarstjóra er falið að undirrita fyrirliggjandi skjöl f.h. sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
6. 2212013 - Skólaeldhús - Suðurvör 3
Minnisblað um rekstur skólaeldhúss frá og með ágúst 2025.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að bjóða út rekstur miðlægs eldhúss sem annast mun alla matarþjónustu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
7. 2411008 - Fyrirkomulag þjónustu við heimilisþrif
Fyrir bæjarráði lá minnisblað um fyrirkomulag þjónustu við heimilisþrif hjá eldri borgurum. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að fyrirtækið Ræstingarland sé að þjónusta 35 heimili með þrif aðra hverja viku. Þjónusta þeirra mælist afar vel fyrir hjá þjónustuþegum. Með minnisblaðinu er lagt til að gerður verði langtímasamningur um ræstingu við fyrirtæki á sviði heimilisþrifa.


Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra að gera langtímasamningur um ræstingu við fyrirtæki á sviði heimilisþrifa.

Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?