Fundargerðir

Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 37

Haldinn Fundarsalur íþróttamiðstöðvar,
02.11.2022 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Írena Björk Gestsdóttir formaður,
Davíð Arnar Ágústsson varaformaður,
Oskar Rybinski aðalmaður,
Emil Karel Einarsson aðalmaður,
Guðlaug Arna Hannesdóttir aðalmaður,
Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og æskulýsðsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2209035 - Ungmennaráð - erindi frá UNICEF á Íslandi
Erindi frá UNICEF á Íslandi sem tekið var fyrir á fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins Ölfuss 6.október. Bæjarráð vísaði erindinu til nefndarinnar.
Ungmennaráð hefur verið starfandi í Sveitarfélaginu Ölfusi alveg frá því að lög um stofnun þeirra voru samþykkt árið 2007. Skipað er í ráðið árlega að hausti til og er um að ræða launaða nefnd eins og á við um aðrar nefndir sveitarfélagsins.
Í erindinu frá UNICEF koma fram 12 tillögur eða ráð frá ungmennum til ráðamanna sveitarfélaganna sem settar voru saman af ungmennaráðum landsins á sérstökum vinnustofum sem haldnar voru á fjórum stöðum á landinu síðastliðið vor. Ungmennaráð Sveitarfélagsins Ölfuss tók þátt í vinnustofu sem haldin var á Flúðum. Í þessum ráðum eru ýmsar upplýsingar sem ráðamenn sveitarfélaganna þurfa að skoða vel. Sérstaklega er mikilvægt að mál sem varða börn og ungmenni séu lögð fyrir ungmennaráð áður en ákvarðanir eru teknar og einnig má vísa ýmsum öðrum málum til ungmennaráðs til umsagnar.
Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur bæjarstjórn, nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss að vísa málum til ungmennaráðs til umsagnar. Ekki bara málum sem varða börn og ungmenni heldur allskonar málum sem eru til umfjöllunar hjá sveitarfélaginu.

2. 2211005 - Beiðni frá rafíþróttadeild um flutning á aðstöðu deildarinnar
Beiðni frá Rafíþróttadeild Þórs þar sem óskað er eftir flutningi á aðstöðu deildarinnar í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar.
Í beiðni rafíþróttadeildar kemur fram að aðstaðan sem þau hafa í ráðhúsinu sé sprungin og með öllu ófullnægjandi og velt upp þeirri hugmynd hvort að hægt sé að færa aðstöðuna í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar. Fundarsalur íþróttamiðstöðvarinnar yrði þá samnýttur með þeim félögum sem hana nýta þ.e. Ungmennafélaginu Þór og Knattspyrnufélaginu Ægi.
Íþrótta- og tómstundanefnd telur vert að skoða málið vel en fyrsta verkefni yrði þá að ræða við forsvarsmenn deilda Ungmennafélagsins Þórs og Knattspyrnufélagsins Ægis og skoða með þeim hvort að þessi hugmynd er framkvæmanleg.

3. 2211002 - Barna- og unglingastarf Golfklúbbs Þorláshafnar 2022.
Lagt fram til kynningar
4. 2211001 - Tillögur vegna fjárhagsáætlun 2023.
Fjárhagsáætlun 2023.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur fram eftirfarandi tillögur til fjárhagsáætlunar 2023.

Veitt verði fjármagni til endurnýjunar á tækjabúnaði í líkamsrækt, endurnýjunar á gervigrasvelli og lagningu göngu og hjólreiðastíga.


Greinargerðir um þessi verkefni eru meðfylgjandi í fylgiskjali.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?