Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 427

Haldinn í fjarfundi,
05.09.2024 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2409004 - Gatnagerðargjöld - úrskurður Innviðaráðuneytisins
Fyrir bæjarráði lá úrskurður frá Innviðaráðuneyti Íslands, dags. 22. ágúst 2024, í máli Þorvalds Garðarssonar sem kærði ákvörðun Sveitarfélagsins Ölfuss um álagningu gatnagerðargjalds vegna lóðar í Þorlákshöfn. Þar kemur fram að Þorvaldi var úthlutað lóð í desember 2021. Þorvaldur heldur því fram að gjaldið eigi að miðast við samþykkt sem var í gildi þegar lóðinni var úthlutað, en sveitarfélagið ákvað að reikna gjaldið út frá gjaldskrá sem var í gildi þegar lóðin var afhent, sem var töluvert seinna. Til að draga ekki úthlutun lóða var það tekið skýrt fram í auglýsingu að verð yrði miðað við gjaldskrá þegar lóðin yrði afhent. Niðurstaðan er sú að ráðuneytið telur að sveitarfélagið hafi ekki haft heimild til að leggja gjaldið á samkvæmt nýrri gjaldskrá og því er ákvörðunin felld úr gildi. Áætluð ofgreidd gjöld nema þá um 122 milljónum.


Bæjarráð felur starfsmönnum að endurgreiða ofgreidd gjöld í samræmi við úrskurð Innviðaráðuneytisins.

Samþykkt samhljóða.

2. 2409005 - Beiðni um frest á greiðslu gatnagerðargjalda
Fyrir fundinum lá beiðni frá Bucs ehf. með beiðni um frestun á greiðslu gatnagerðargjalda.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:25 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?