Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 46

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
01.03.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2302053 - Kynning á ýmsum skipulagshugmyndum
Elliði Vignisson bæjarstjóri mætti á fundinn og kynnti nokkrar hugmyndir um hugsanlega framtíðarsýn í skipulagsmálum.
Afgreiðsla: Elliði kynnti nýja lofslagsstefnu Ölfuss sem sveitarfélagið hefur látið vinna. Hún verður lögð fyrir bæjarstjórn og búast má við að hún komi aftur fyrir nefndina.
Elliði fór einnig yfir mögulega framtíðaruppbyggingu í Þorlákshöfn og sveitarfélaginu í tengslum við aform um atvinnuuppbyggingu á næstu árum.
Nefndin þakkar kynninguna og felur starfmönnum að kanna áhuga á aðkomu byggingarfyrirtækja að frekari þróun þéttbýlisins.
2. 2302023 - Litla Sandfell breyting Aðalskipulags
Efla ehf leggur fram skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags fyrir Litla-Sandfell vegna námavinnslu.
Í gildandi aðalskipulagi er stór hluti Litla-Sandfells skilgreindur sem námasvæði. Breytingin gerir ráð fyrir að allt fellið verði innan stækkaðs námasvæðis.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 30 og 40 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Jafnframt verði landeigendur upplýstir um málið.
3. 2302036 - Torfabær lóð 1 - L224816 Verslunar- og þjónustulóð verður -annað land-
Landeigandi óskar eftir að lóð sem hann á við Selvoginn verði skráð sem "annað land" en það er nú skráð sem verslunar- og þjónustulóð.
Áður hefur nágrannalóðinni sem fyrr á tímum hýsti kaffihúsið T-bæ verið breytt í sumarhúsalóð en það hús er í eigu sömu aðila.

Afgreiðsla: Samþykkt að breyta skráningu.
4. 2302031 - Umsögn um matsskýrslu vegna framleiðsluaukningar Landeldis
Skipulagstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagins vegna umhverfismats sem fjallar um framleiðsluaukningu Landeldis.
Í umsögn skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við umfjöllun í umhverfismatsskýrslu út frá starfssviði umsagnaraðila. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.

Afgreiðsla: Nefndin telur að skýrslan geri vel grein fyrir framkvæmdinni og vísar í fyrri umsagnir sínar um framkvæmdir á lóðinni.
5. 2302032 - Meitlar - Umsögn um matskyldufyrirspurn vegna tilraunaborhola
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um matsfyrirspurn vegna rannsóknarboranna í Meitlum á Hellisheiði.
Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.
Mat Orku Náttúrunnar er að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum í skilningi laga nr.111/2021.

Afgreiðsla: Umhverfis- og skipulagsnefnd Ölfuss telur að ágætlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni og mótvægisaðgerðum í skýrslunni og er sammála því mati að ekki sé ástæða til að vinna umhverfismat fyrir framkvæmdina. Sveitarfélagið fer með skipulagsvald á svæðinu og gefur út byggingar- og framkvæmdaleyfi eftir því sem við á.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?