| |
1. 2302053 - Kynning á ýmsum skipulagshugmyndum | |
Afgreiðsla: Elliði kynnti nýja lofslagsstefnu Ölfuss sem sveitarfélagið hefur látið vinna. Hún verður lögð fyrir bæjarstjórn og búast má við að hún komi aftur fyrir nefndina. Elliði fór einnig yfir mögulega framtíðaruppbyggingu í Þorlákshöfn og sveitarfélaginu í tengslum við aform um atvinnuuppbyggingu á næstu árum. Nefndin þakkar kynninguna og felur starfmönnum að kanna áhuga á aðkomu byggingarfyrirtækja að frekari þróun þéttbýlisins. | | |
|
2. 2302023 - Litla Sandfell breyting Aðalskipulags | |
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 30 og 40 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Jafnframt verði landeigendur upplýstir um málið. | | |
|
3. 2302036 - Torfabær lóð 1 - L224816 Verslunar- og þjónustulóð verður -annað land- | |
Afgreiðsla: Samþykkt að breyta skráningu. | | |
|
4. 2302031 - Umsögn um matsskýrslu vegna framleiðsluaukningar Landeldis | |
Afgreiðsla: Nefndin telur að skýrslan geri vel grein fyrir framkvæmdinni og vísar í fyrri umsagnir sínar um framkvæmdir á lóðinni. | | |
|
5. 2302032 - Meitlar - Umsögn um matskyldufyrirspurn vegna tilraunaborhola | |
Afgreiðsla: Umhverfis- og skipulagsnefnd Ölfuss telur að ágætlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni og mótvægisaðgerðum í skýrslunni og er sammála því mati að ekki sé ástæða til að vinna umhverfismat fyrir framkvæmdina. Sveitarfélagið fer með skipulagsvald á svæðinu og gefur út byggingar- og framkvæmdaleyfi eftir því sem við á. | | |
|