Til baka | Prenta |
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 61 |
Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
09.01.2025 og hófst hann kl. 08:15 | | Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
| | Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi | | Á fundinn kom Sigurður Áss Grétarsson ráðgjafi hafnarinnar og í fjarfundi komu þeir Stefán H. Stefánsson og Ragnar Jón Dennisson frá Thor shipping | |
| | Dagskrá: | | | | 1. 2501011 - Aðstaða til áætlunarsiglinga og uppbyggingar flutningastarfsemi | |
Fundarhlé 9:05-9:17
Afgreiðsla: Samþykkt
Bókun minnihluta
Verkefnið sem hér um ræðir er í eðli sínu mjög áhugavert. Við viljum vekja athygli á því að kjörnir fulltrúar í minnihluta hafa ekki fengið neinar upplýsingar um þessar hugmyndir fyrr en í byrjun þessarar viku þegar boðað var til aukafundar í framkvæmda- og hafnarnefnd. Þó svo að verkefnið sé í eðli sínu áhugavert þá er sú staðsetning sem verkefninu er ætlað ofan í útivistarsvæði og íbúabyggð sem bæði kemur til með að hafa truflandi áhrif á íbúa og þrengja að starfseminni. Viljayfirlýsingin gerir ráð fyrir að starfseminni verði úthlutað athafnasvæði ofan á fyrirhugaðri landfyllingu sem er verulega umdeild hugmynd og ekki liggur framkvæmdaleyfi fyrir. Við getum því ekki samþykkt þessa viljayfirlýsingu. Landfyllingin er hins vegar ekki forsenda þess að af verkefninu verði og því vonum við að verkefninu verði fundinn staður við höfnina.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir Gunnsteinn R. Ómarsson
Bókun meirihluta Vinnulagið við gerð þessarar viljayfirlýsingar hefur öðru fremur mótast af beiðni viðsemjenda um að ríkur trúnaður væri á meðan málið væri eingöngu á viðræðustigi. Þegar tekin var ákvörðun um að færa málið yfir í undirbúning samninga gerðar voru allir nefndarmenn upplýstir. Eins og komið hefur fram á fundinum var stækkun hafnarinnar til suðurs alger forsenda frekari þróun hennar. Eins og nú kemur í ljós skapar sú framkvæmd ómæld tækifæri fyrir samfélagið og því ber að fagna. Eins og nánast allar hafnir á Íslandi er Þorlákshöfn nærliggjandi bæði íbúabyggð og útivistarsvæðum. Annað útilokar ekki hitt. Áhersla minnihlutans á brimbrettaiðkun umfram hefðbundna hafnarstarfsemi við Suðurvarargarð er andstæð afstöðu meirihluta hafnarnefndar. Undirrituð fagna frekari samstarfi við Thorship/Cargow og býður félagið velkomið til starfa í sveitarfélaginu. Ennfremur lýsa undirrituð sig viljug til jákvæðs og uppbyggjandi samtals við önnur fyrirtæki sem hafa áhuga á samstarfi við sveitarfélagið um verðmætaskapandi verkefni sem aukið geta velferð íbúa.
Málið tekið til atkvæðagreiðslu samþykkt með 3 atkvæðum meirihluta gegn 2 atkvæðum á móti frá minnihluta.
| | |
|
| | Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 |
|
|
Til baka | Prenta |