Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 405

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
05.10.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar var óskað eftir að taka inn með afbrigðum mál nr. 2210013 og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2310003 - Beiðni um aukinn stuðning við afreksstarf hjá Knattspyrnufélaginu Ægi
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Knattspyrnufélaginu Ægi þar sem óskað er eftir auknum stuðningi við knattspyrnustarf.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til umfjöllunar og úrvinnslu í íþrótta- og tómstundanefnd og kallar eftir að þar verði málið skoðað og stuðningur Sveitarfélagsins Ölfuss við KF Ægi borinn saman við stuðning sambærilegra sveitarfélaga við sín knattspyrnulið.

Samþykkt samhljóða.
2. 2310012 - Beiðni um styrk - Sjóðurinn góði
Erindi frá Sjóðnum góða þar sem óskað er eftir framlögum í sjóðinn. Sjóðurinn er samstarfsverkefni Lionsklúbba,kvenfélaga og kirkjusókna á Suðurlandi, félagþjónustunnar í Árnessýslu og deilda Rauða krossins í Árnessýslu. Hlutverk Sjóðsins góða er að styrkja einstaklinga og fjölskyldur sem standa höllum fæti og eiga ekki fyrir nauðþurftum fyrir jólin.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar þessa árs en vísar erindinu til fjárhagsáætlunar næsta árs.

Samþykkt samhljóða.
3. 2310013 - Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2023
Erindi frá Innviðaráðuneytinu þar sem minnt er á minningardag um fórnarlömb umferðarslysa þann 19.nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.
4. 2310014 - Áhersluverkefni fyrir Sorpstöð Suðurlands 2024
Fyrir bæjarráði lá erindi frá SOS þar sem óskað er eftir ábendingum frá sveitarfélögum sem eiga hlut í SOS varðandi möguleg áhersluverkefni fyrir sorpstöðina til að vinna að sem myndi nýtast öllum sveitarfélögum á svæðinu á komandi starfsári.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd.

Samþykkt samhljóða.
5. 2310015 - Uppbygging skólaþjónustusvæða í landshlutanum
Beiðni um umsögn um svæðisbundið samráð sveitarfélaga í þágu farsældar barna.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í fjölskyldu- og fræðsluráði.

Samþykkt samhljóða.
6. 2310002 - Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti
Fyrir bæjarráði lá bréf frá Innviðarráðuneytinu um innviði til orkuskipta.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til frekari umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd.

Samþykkt samhljóða.
7. 2310001 - Samráðsgátt - Hvítbók um skipulagsmál
Hvítbók um skipulagsmál ásamt umhverfismatsskýrslu er nú í kynningu í samráðsgátt stjórnvalda. Hægt er að senda inn umsögn eða ábendingar til og með 31. október nk.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Samþykkt samhljóða.
8. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
Lagt fram til kynningar.
9. 2210013 - Geo Salmo stofnun lóðar fyrir fiskeldisstöð vestan Keflavíkur
Fyrir fundinum lá lóðarleigusamningur um Laxabraut 45 við Geo Salmo til staðfestingar.

Bæjarráð staðfestir samninginn.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?