| |
1. 2208040 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026 | |
Bæjarráð samþykkir að helstu forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 verði sem hér segir:
1. Útsvar : Gert er ráð fyrir að útsvarshlutfall fyrir árið 2023 verði óbreytt frá því sem verið hefur eða 14,52 %. Ef reiknað er með 6% fjölgun íbúa á árinu 2023 og áætlaðri hækkun launa 7,5% líkt og gert var í Þjóðhagsspá Íslandsbanka fyrir árið 2023 sem gefin var út í september á þessu ári má gera ráð fyrir að útsvarstekjur aukist um 165 milljónir miðað við áætlun ársins 2022.
2. Verðlag : Verðbólguspár gera ráð fyrir að meðaltalsverðbólga á árinu 2023 verði 6,3% (meðaltalsspá Íslandsbanka frá sept 2022). Gjaldskrár sveitarfélagsins hækka um 9,3% sem er hækkun verðbólgu frá september 2021 til september 2022.
3. Fasteignagjöld : Fasteignagjöld fyrir árið 2023 verði lögð á sem hér segir : a. Fasteignaskattur i. A - flokkur Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr. 4/1995 verður 0,235% af heildar fasteignamati og lækki því um rúmlega 24% eða úr 0,31 í 0,235. ii. B - flokkur Fasteignaskattur af opinberum byggingum eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr. 4/1995 verður 1,32% af heildar fasteignamati og séu því óbreytt. iii. C - flokkur Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis og öðrum eignum eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr. 4/1995 verður 1,65% af heildar fasteignamati og séu því óbreytt.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 10 talsins, þeir eru: 1.febrúar, 1.mars, 1.apríl, 1.maí, 1.júní, 1.júlí, 1.ágúst, 1.september, 1.október og 1.nóvember. Eindagi er 30 dögum síðar.
Sérstakur afsláttur er veittur af fasteignaskatti samkvæmt reglum um afslátt til elli- og örorkulífeyrisþega, sjá lið 5 hér að neðan.
b. Lóðarleiga: i. Almenn lóðarleiga í A, B og C flokki verði 0,7% af fasteignamati lóðar.
c. Vatnsgjald: i. Vatnsgjald á íbúðarhúsnæði verði 0,12% af heildar fasteignamati eignar. ii. Aukavatnsskattur verði lagður á atvinnuhúsnæði samkvæmt mæli og leggst á m³ notkun. Grunnur gjaldsins er 13,2 kr. á m³.
d. Fráveitugjöld: i. Fráveitugjald er 0,21% af heildarfasteignamati eignar. ii. Gjald fyrir hreinsun rotþróa miðast við framkomna reikninga frá verktaka frá og með 1. janúar 2023.
e. Sorphirðugjöld i. Íbúðarhúsnæði
Á grundvelli laga nr. 7/1998 er sorphirðugjald lagt á hverja íbúð. Sorphirðugjald fyrir íbúðir skal vera sem hér greinir :
Sorphirðugjald kr. Sorphreinsigjald á íbúðarhús á ári kr. 23.880 Sorpeyðingargjald á íbúðarhús á ári kr. 25.080 Tunnuleiga á ári kr. 720 Samtals kr. 49.680
Til að byrja með er gert er ráð fyrir 9,3% hækkun á sorpgjöldum. Önnur gjöld vegna sorphirðu eru samkvæmt gjaldskrá.
4. Gatnagerðargjöld Gert er ráð fyrir að grunnur gatnagerðargjalda á íbúðarhúsnæði breytist þannig að einbýlishús, með eða án bílskýlis hækki úr 8,5% í 9,5%, par-, rað-, tvíbýlis- og keðjuhús með eða án bílskýlis hækki úr 8,5% í 9,5% og fjölbýlishús hækki úr 7% í 7,5%. Grunnur gatnagerðargjalds fyrir iðnaðarhúsnæði hækkar úr 3% í 3,5% en grunnur gjaldsins á öðru húsnæði verður óbreyttur.
5. Jöfnunarsjóður Áætlun miðast við framlög yfirstandandi árs og upplýsingar frá sjóðnum.
6. Afslættir a. Sérstakur afsláttur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega verður veittur við álagningu fasteignaskatts og fráveitugjalds á íbúðarhúsnæði skv. reglum þar um sem eru samþykktar árlega í janúarmánuði. b. Veittir verði afslættir til félaga sem starfa að menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundarstarfsemi eða vinna að mannúðarstörfum og reka eigið húsnæði eða leigja til lengri tíma en eins árs fyrir starfsemina skv. reglum þar um.
7. Laun Forsendur launa í fjárhagsáætlun eru gildandi kjarasamningar. Fyrir liggur að flestir kjarasamningar eru lausir í lok mar 2023 og því ríkir mikil óvissa um þróun launa á árinu 2023. Í áætlun ársins er gert ráð fyrir hækkun launa um 7,5% frá fyrra ári en gera má ráð fyrir að endurskoða þurfi þá tölu þegar samningar liggja fyrir. Fjölgun stöðugilda frá fyrra ári er óveruleg.
8. Almenn rekstrarútgjöld Gert ráð fyrir að almenn rekstrarútgjöld hækki sem nemur fyrirliggjandi verðlagsbreytingum sem orðið hafa á yfirstandandi ári og þeim magnbreytingum sem kunna að verða vegna aukinnar þjónustu í stækkandi samfélagi. Fyrir liggur að töluverðar verðhækkanir hafa orðið á öllum aðföngum á árinu 2022.
9. Styrkir Gert er ráð fyrir að styrkir til félagasamtaka innan sveitarfélagsins hækki almennt um 7,5%. Frístundastyrkir hækka úr 45.000 kr. á barn í 48.000 kr.
Lagt er til að unnið verði út frá ofangreindum forsendum.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
2. 2210040 - Beiðni um endurbætur á hljóðvist | |
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar. | | |
|
3. 2210028 - Menningarmál úthlutun úr lista- og menningarsjóði Ölfuss 2022 | |
Ása Berglind Hjálmarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir umbeðna styrkveitingu upp á 700.000 kr. Samþykkt samhljóða.
Ása Berglind kom aftur inn á fundinn. | | |
|
4. 2110038 - Tækifærisleyfi - árshátíð starfsfólks Sveitarfélagsins Ölfuss | |
Bæjarráð veitir erindinu jákvæða umsögn og samþykkir það því fyrir sitt leyti.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
5. 2210039 - Tekjur Brunabótafélag Íslands ágóðahlutagreiðsla 2022 | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|
6. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|