Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 436

Haldinn í fjarfundi,
16.01.2025 og hófst hann kl. 12:30
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2501002 - Reglur um afslátt af fasteignagjöldum og holræsagjaldi 2025.
Fyrir bæjarráði lágu drög að reglum um afslátt af fasteignagjöldum árið 2025. Drögin byggja á gildandi reglum en með þeim breytingum þó að tekjuviðmið hækka um 6,0% á milli ára.
Bæjarráð samþykkir reglurnar.

Samþykkt samhljóða.
2. 2412032 - Viljayfirlýsing - samstarf um uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis Carbfix
Áður á dagskrá 435.fundar bæjarráðs 02.01.2025.

Lögð fram viljayfirlýsing þar sem Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarsjóður Þorlákshafnar, Carbfix hf., Coda Terminal hf. og Veitur ohf. lýsa yfir vilja til samstarfs um úttekt á forsendum uppbyggingar og rekstur Coda stöðvar í Ölfusi. Verkefnið felur í sér móttöku, niðurdælingu og bindingu á CO2 með nýtingu Carbfix tækninnar, sem byggir á náttúrulegum ferlum til varanlegrar bindingar koldíoxíðs í berg. Aðferðin er vel þekkt innan sveitarfélagsins enda hefur Carbfix hf. staðið að niðurdælingu sem þessari á vinnslusvæði Hellisheiðarvirkjunar í Ölfusi án vandkvæða frá 2012 en alls hefur 75.000 tonnum af CO2 verið dælt niður í borholur þar síðan 2014. Markmið verkefnisins er að skapa loftslagsvænan iðnað, styðja við uppbyggingu atvinnulífs í Ölfusi og stuðla að efnahagslegum og samfélagslegum ávinningi til framtíðar.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og lýsir yfir stuðningi við framkomna viljayfirlýsingu. Jafnframt ítrekar bæjarráð mikilvægi þess að málið sé unnið í nánu samstarfi við sveitarfélagið, með sérstakri áherslu á samvinnu við íbúa og aðra hagaðila, til að tryggja að verkefnið verði í sátt við nærumhverfi. Bæjarráð leggur áherslu á að áætlanir um samskipti og kynningu verkefnisins sé hrint í framkvæmd strax við undirritun viljayfirlýsingarinnar og að verkefnið uppfylli öll lagaleg og skipulagsleg skilyrði. Viljayfirlýsingin verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagins til kynningar fyrir íbúa sveitarfélagsins.
3. 2409021 - Erindi frá Brynju leigufélagi ses um íbúðir í Ölfusi
Málið var áður á fundi bæjarráðs 21.11.2024. Óskað var eftir skýrari afstöðu frá sveitarfélaginu vegna erindisins og því er málið tekið fyrir aftur.
Við vinnslu málsins samhliða gerð fjárhagsáætlunar var unnið með sérfræðingum fræðslu- og fjölskyldusviðs sveitarfélagsins. Í samræmi við niðurstöðu þeirrar vinnu var tekin ákvörðun um að fara þá leið að halda áfram að byggja upp hið félagslega húsnæðiskerfi í sveitarfélaginu þar sem íbúðum er úthlutað á félagslegum forsendum til íbúa. Til að fylgja því eftir var ákveðið að verja 53 milljónum til slíkra fjárfestinga.

Bæjarráð getur því ekki orðið við erindi Brynju leigufélags en vísar þess í stað til almennra reglna um félagslegt húsnæði í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:05 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?