Til baka | Prenta |
Bæjarstjórn Ölfuss - 336 |
Haldinn í fjarfundi,
25.10.2024 og hófst hann kl. 17:00 | | Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Gunnsteinn R. Ómarsson 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
| | Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri | | Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboðið en engar bárust. Einnig var óskað eftir að taka fyrir á fundinum bréf sem barst rétt fyrir fund frá First Water um fyrirhugaða íbúakosningu og var það samþykkt samhljóða. | |
| | Dagskrá: | | | | 1. 2404124 - Íbúakosning | |
Umræða um bréf First Water sem barst rétt fyrir fund. Grétar Ingi Erlendsson, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Elliði Vignisson og Gunnsteinn Ómarsson tóku til máls og ræddu efni bréfsins. Lagt var til að bæjarstjóra væri falið að ræða við bréfritara og var það samþykkt samhljóða.
Umræða um íbúakosningu. Elliði Vignisson, Vilhjálmur Baldur Guðmundsson, Gunnsteinn Ómarsson, Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Grétar Ingi Erlendsson tóku til máls.
Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun: Bæjarstjórn samþykkir að yfirkjörstjórn sveitarfélagsins verði falið hlutverk kjörstjórnar vegna íbúakosninganna skv. 5.gr. reglugerðar um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023 og að sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs verðir falin umsjón með kosningunni á opnunartíma bæjarskrifstofu. Þá samþykkir bæjarstjórn að undirbúningi og framkvæmd verði hagað í samræmi við það sem frá greinir í innbókun.
Bókunin lögð í atkvæðagreiðslu og var samþykkt með 5 atkvæðum D lista og Vilhjálms Baldurs Guðmundssonar B-lista. Ása Berglind Hjálmarsdóttir H-lista og Gunnsteinn Ómarsson B-lista sátu hjá.
Vilhjálmur Baldur gerði grein fyrir atkvæði sínu.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir H- lista og Gunnsteinn Ómarsson B-lista gerðu grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:
Eins og við erum fylgjandi því að kosið verði um þetta mál sem allra fyrst þá getum við ekki annað en bent á þau ófaglegu vinnubrögð meirihlutans sem hér birtast enn á ný. Þegar bindandi kosningum var frestað, gegn okkar vilja, fyrirvaralaust innan við sólarhring áður en þær áttu að hefjast í maí sl. var ástæðan sögð mikilvægi þess að rannsaka þyrfti áhyggjur First Water til hlítar og vitnað í rannsóknarreglu stjórnsýslulaga.
Lagt var upp með feril í skýrum skrefum sem birtist í gagni sem var til umræðu á bæjarstjórnarfundi 27. júní sl. og lagt fram á fundi Skipulags- og umhverfisnefndar 19. júní sl. Þessi ferill hefur dregist mjög á langinn og nú á í flýti að hoppa yfir mikilvæga þætti sem lagt var upp með, eins og að gefa First Water nægilegan tíma til þess að andmæla niðurstöðum, að gefa Skipulagsstofnun tíma til að meta hvort opna þurfi umhverfismat að nýju, halda tvenna íbúafundi eins og lagt var upp með þar sem niðurstöður rannsóknarferlisins yrðu kynntar og málið kynnt í heild á öðrum opnum fundi í framhaldinu..
Sem fyrr þá ætlar Sveitarfélagið Ölfus ekki að standa fyrir upplýsandi fundi þar sem ólík sjónarmið sem snerta hagsmuni íbúa koma fram í þessu umdeilda máli. Þar má nefna alvarlega athugasemd Vegagerðarinnar vegna þeirrar auknu umferðar þungaflutninga um vegi sem það ekki þola og neikvæða niðurstöðu Hafrannsóknastofnunar um mikilvægan þátt verkefnisins sem snýr að efnistöku af hafsbotni á mikilvægu hrygningarsvæði fiskistofna. Það er ekki rétt að setja málið þannig fram að aðeins sé kosið um breytingu á deili- og aðalskipulagi því hér er fólk raunverulega að kjósa um framtíð sveitarfélagsins, umferðaröryggi, ágang á náttúruauðlindir og ímynd. Þetta snertir hagsmuni þeirra Íslendinga sem hér búa og framtíðarkynslóða.
Það er ábyrgðarhluti kjörinna fulltrúa að upplýsa íbúa og standa við gefin fyrirheit gagnvart hagaðilum. Vegna þess hvernig málið er unnið getum við ekki samþykkt það og sitjum hjá við afgreiðslu þess.
Gunnsteinn R. Ómarsson B-lista og Ása Berglind Hjálmarsdóttir H-lista
Óskað var eftir fundarhléi kl 17:45. Fundi framhaldið kl. 18:05.
Erla Sif Markúsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa D-lista:
Sá sami hluti minnihlutans og lagðist gegn frestun íbúakosninga getur núna ekki greitt því atkvæði sitt að kosið verði samhliða alþingiskosningum. Við því er fátt að gera annað en að virða það. Hvað varðar rannsóknaregluna þá er það tryggt í lögum um íbúakosningar að mál séu upplýst tímanlega og sjálfgefið að því ferli verði fylgt. Það er ekki rétt að ekki verði haldin íbúafundur. Sjálfgefið er að það verði gert. Einnig að gögn verði birt á heimasíðu og um þau fjallað, af til þess bærum aðilum í fjölmiðlum og víðar. Það er enda mikilvægt að íbúar fái fullvissu um það hvort að það sé ryk, hljóð eða titringsmengun af fyrirhugaðri starfsemi. Á sama hátt er sjálfgefið að fjalla um málið í heild sinni, þar á meðal um það hvort og þá hversu mikil mengunarhætta er af hafnarrekstri í nágrenni starfseminnar, nauðsynlegar vegabætur og annað sem við á. Bæjarfulltrúar D lista vilja að lokum minna oddvita H-listans á að hún hefur nú þegar tjáð sig um það á opinberum vettvangi að það væri "góð hugmynd" að kjósa samhliða þingkosningum. Það að hún skipti um skoðun merkir ekki að allir aðrir geri það um leið.
Bæjarfulltrúar D-lista.
| | |
|
| | Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20 |
|
|
Til baka | Prenta |