| |
2. 2401030 - Tillaga að breytingum um reglugerð vegna kjörs á íþróttamanni ársins | Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram endurskoðaða reglugerð um kjör á íþróttamanni Sveitarfélagsins Ölfuss. Breytingar hafa verið gerðar og endurbætur á texta. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til bæjarráðs til staðfestingar. | | |
|
3. 2401033 - Íþróttamaður Ölfus, Tilnefningar og umsagnir | Að þessu sinni eru átta íþróttamann tilnefndir til Íþróttamanns Ölfuss fyrir árið 2023. Auk þess eru íþróttamönnum sem valdir hafa verið í landslið, unnið íslands- og bikarmeistaratitla veittar sérstakar viðurkenningar. Eftir að hafa farið yfir tilnefningar og umsagnir var gengið til atkvæðagreiðslu um hver hljóti titilinn Íþróttamaður Ölfuss 2023. Verðlaunaafhending fer svo fram við hátíðlega athöfn sunnudaginn 11. febrúar kl. 15:00 í Versölum. | | |
|
4. 2310003 - Beiðni um aukinn stuðning við afreksstarf hjá Knattspyrnufélaginu Ægi | |
Sveitarfélagið Ölfus er með þjónustusamninga við öll íþróttafélög í sveitarfélaginu sem gilda út árið 2024. Hefja þarf endurskoðun á þeim samningum sem allra fyrst svo að þeir séu tilbúnir áður en fjárhagsáætlunarvinna fyrir árið 2025 hefst. Íþrótta- og tómstundanefnd telur eðlilegt að vísa erindi Knattspyrnufélagsins Ægis til þeirrar vinnu sem framundan er við endurskoðun og endurnýjun samninganna. Þjónustusamningarnir eru mikilvægir bæði fyrir íþróttafélögin og ekki síður fyrir Sveitarfélagið Ölfuss þar sem þeir eru algjör grunnur að fjárhagslegri getu félaganna til að geta sinnt þeim mikilvægu verkefnum er varða börn, unglinga og fullorðið fólk.
Varðandi samanburð á fjárstuðningi hjá öðrum sambærilegum sveitarfélögum þá er sú vinna í gangi en er ekki lokið.
Íþrótta- og tómstundanefnd telur mikilvægt að Sveitarfélagið Ölfus haldi áfram að gera vel í stuðningi sínum við félögin þannig að þau megi áfram blómstra í sínu starfi. Má t.d. benda á mikinn áhuga innan félaganna, Umf. Þórs og Knattspyrnufélagsins Ægis, að ráða til sín framkvæmdastjóra til að sinna ýmsum störfum og verkefnum innan félaganna en í dag er það allt á höndum sjálfboðaliða. Ljóst er að félögin hafa ekki bolmagn til að ráða framkvæmdastjóra í þau verkefni nema með aðkomu sveitarfélagsins.
| | |
|
| |
1. 2401031 - Barna og unglingastarf golfklúbbs Þorlákshafnar 2023 | Lögð fram samantekt Golfklúbbs Þorlákshafnar um sumarnámskeið fyrir börn- og unglinga. | | |
|