Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 409

Haldinn í fjarfundi,
27.11.2023 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar var óskað eftir að taka mál nr. 2311055 inn með afbrigðum og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2211024 - Lóðaleigusamningur Laxabraut 35-41
Afsal á fasteignum Laxabraut 41.

Bæjarráð staðfestir afsal á fasteignum sem skráðar eru á Laxabraut 41 til Thor Landeldi ehf. kt. 430522-1830 eins og gert var ráð fyrir í áður samþykktum lóðarleigusamningi milli aðila.
Um er að ræða ónýtar og verðlausar eignir sem afsalshafi mun fjarlægja á eigin kostnað.

Samþykkt samhljóða.
2. 2311032 - Beiðni um viðauka - hreinsun á loftræstingu í sundlaug
Beiðni frá umhverfisstjóra um viðauka við fjárhagsáætlun vegna hreinsunar á loftræstingu í sundlaug. Kostnaður vegna hreinsunar er áætlaður kr. 650.000.
Bæjarráð samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða.
3. 2311055 - Beiðni um samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Sævari Frey Þráinssyni forstjóra fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur. Í erindinu er óskað eftir formlegu samstarfi við Orkufélagið Títan og Sveitarfélagið Ölfus um nýtingu jarðhita í Ölfusdal. Fyrir liggur að Sveitarfélagið Ölfus og síðar Títan, sem er í 100% eigu sveitarfélagsins hafa lýst áhuga á að virkja jarðhita í Ölfusdal til rafmagns- og heitavatnsframleislu. Þá liggur enn fremur fyrir að jarðhitaauðlindin á þessu svæði hefur þegar verið staðfest og er í dag nýtt af Orkuveitu Reykjavíkur.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu í stjórn Títan.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?