Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 335

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
26.09.2024 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir 2. varamaður,
Böðvar Guðbjörn Jónsson 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2405108 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024
Lagður er fram viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2024. Í viðaukanum er fjárfesting ársins lækkuð um 156,3 milljónir nettó. Lækkunin er tilkomin vegna verkefna sem ekki verður farið í á árinu og vegna sölu á eign.

Lækkun á rekstrartekjum í viðauka er 120,1 milljón frá upphaflegri áætlun. Um er að ræða breytingar á nokkrum liðum en mestu munar um aukið fjármagn til rekstur leikskóla vegna fjölgunar og inntöku yngri barna.

Viðaukinn var lagður fyrir 428.fund bæjarráðs og var samþykktur þar.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.

Samþykkt samhljóða.
2. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss.
Kosning tveggja varamanna í skólanefnd Hveragerðis og Ölfuss í stað þeirra Margrétar Pollýar Hansen og Indíönu Sólveigar Marques.
Bæjarstjórn samþykkir að Helga Dögg Snorradóttir D-lista og Cora Jovanna Class B-lista verði varamenn í skólanefnd Hveragerðis og Ölfuss.

Samþykkt samhljóða.
3. 2105036 - Fundartími bæjarstjórnar
Samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins ætti næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar að vera fimmtudaginn 31.október nk. Þar sem ársþing SASS er á sama tíma er lagt til að fundurinn verði miðvikudaginn 30.október.

Samþykkt samhljóða.
4. 2409036 - Frístundastarf fyrir börn og ungmenni sumarið 2025 - tillaga frá B og H lista
Tillaga frá bæjarfulltrúum B- og H-lista um frístundastarf fyrir börn og ungmenni sumarið 2025.
Lagt er til að vísa málinu til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundanefnd.

Samþykkt samhljóða.
5. 2409037 - Garðsláttur - tillaga frá B- og H-lista
Tillaga frá B- og H-lista um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja.

Lagt er til að vísa málinu til umfjöllunar í fjölskyldu- og fræðslunefnd.

Samþykkt samhljóða.
6. 2310036 - DSK íbúðar- og frístundalóðir ofan vegar Riftún L171796
Endurkoma eftir athugasemdaferli
Heilbrigðiseftirlit gerði athugasemdir sem brugðist hefur verið við. Vegagerðin benti á að sýna þyrfti veghelgunarsvæði á uppdrætti en mörk deiliskipulagsins liggja ekki yfir veghelgunarsvæði.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2408055 - Fríðugata 8-12 - stækkun byggingarreits - óv. br. DSK
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Vesturbyggðar vegna Fríðugötu 8-12. Breytingin felst í stækkun byggingarreits og er hugsuð svo hægt sé að koma fyrir auknu uppbroti hússins.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2402055 - Breyting á Aðalskipulagi - landfylling á hafnarsvæði
Endurkoma eftir lokaathugun Skipulagsstofnunar
Í lokaathugun Skipulagsstofnunnar voru gerðar athugasemdir. Skipulagið hefur nú verið leiðrétt í samræmi við þær athugasemdir og er hér með lagt fram að nýju.
Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista og Vilhjálms B Guðmundssonar bæjarfulltrúa B-lista. Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir B-lista og Böðvar Guðbjörn Jónsson sátu hjá.
9. 2305039 - DSK Hótel og tengd starfsemi í Hafnarvík v Leirur í Þorlákshöfn - Golfvöllur
Endurkoma eftir umsagnarferli.
Vegagerðin gerði athugasamdir og fór fram á að áhættumat vegna flóða liggi fyrir. Meðfylgjandi eru uppfærð gögn vegna skipulagsins þar sem tekið er tillit til athugasemda og flóðamati bætt við.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2405103 - Akurgerði - Frístundab. breytt í landb. land - óverul. br. ASK
Endurkoma eftir athugasemdir frá Skipulagsstofnun.
Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við að ekki lægi fyrir samþykki frá lóðareiganda þeirrar lóðar sem var undanskilin skipulaginu. Haft var samband við þann lóðarhafa og honum kynnt áformin og þá óskaði viðkomandi eftir að hans lóð yrði tekin með í skipulagið. Því er skipulagsbreytingin lagfærð til að sú lóð verði tekin með.
Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2409011 - Nýtingarhlutfall iðnaðar og athafnasvæða ASKBR
Lögð er fram lýsing v. aðalskipulagsbreytingar um almenna skilmála er varða nýtingarhlutfall athafna-, iðnaðar- og hafnarsvæða. Í flestum tilvikum er hag sveitarfélagsins betur borgið við að nýtingarhlutfall athafnasvæða sé sem hæst. Sum fyrirtæki þurfa mikið geymslurými innanhúss en lítið sem ekkert geymslurými utanhúss. Breytingin felur í sér að að á flestum svæðum er hámarks nýtingarhlutfall hækkað svo svigrúm sé til aukinnar landnýtingar.
Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna og ganga frá málinu í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2306049 - DSK Breyting á skipulagi hafnarsvæðis - landfylling
Deiliskipulagið hefur áður verið samþykkt og auglýst en nauðsynlegt er að endurauglýsa það í ljósi þess að frestur til birtingar í B-deild er liðinn.
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis þar sem mörkuð er tæplega eins hektara landfylling milli nýju Suðurvararbryggju og útsýnispalls. Lengd fyllingarinnar er um 145 metrar og breidd 60 metrar. Efnið sem fyllingin er gerð úr kemur úr kemur úr "uppúrtekt" við nýju Suðurvararbryggju.

Vegna skamms fyrirvara tókst ekki að leggja fram endanlegan uppdrátt fyrir fund skipulagsnefndar en uppfærður uppdráttur verður sendur nefndarmönnum og lagður fram fyrir fund bæjarstjórnar þann 26. september.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista og Vilhjálms B Guðmundssonar bæjarfulltrúa B-lista. Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir B-lista og Böðvar Guðbjörn Jónsson sátu hjá.
Fundargerðir til staðfestingar
13. 1604036 - Fjallskil Fundargerðir fjallskilanefndar.
Fundargerðir fjallskilanefndar frá 23.07.2024 og 27.08.2024 til staðfestingar.

Fundargerðirnar teknar fyrir í heild sinni og þær staðfestar.
15. 2409001F - Bæjarráð Ölfuss - 427
Fundargerð 427.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 05.09.2024 til staðfestingar.

1. 2409004 - Gatnagerðargjöld - úrskurður Innviðaráðuneytisins. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2409005 - Beiðni um frest á greiðslu gatnagerðargjalda. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.


16. 2409003F - Stjórn vatnsveitu - 20
Fundargerð 20.fundar stjórnar vatnsveitu frá 12.09.2024 til staðfestingar.

1. 2309004 - Beiðni um tenging við vatnsveitu Ölfuss- Akurholt. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2409012 - Vatnsveita að Óseyrartanga. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

17. 2409007F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 57
Fundargerð 57.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 18.09.2024 til staðfestingar.


1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar.
2. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils. Til kynningar.
3. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24. Til kynningar.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.

18. 2409006F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 79
Fundargerð 79.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 18.09.2024 til staðfestingar.

1. 2409011 - Nýtingarhlutfall iðnaðar og athafnasvæða ASKBR. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2405103 - Akurgerði - Frístundab. breytt í landb. land - óverul. br. ASK. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2402055 - Breyting á Aðalskipulagi - landfylling á hafnarsvæði. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2305039 - DSK Hótel og tengd starfsemi í Hafnarvík v Leirur í Þorlákshöfn - Golfvöllur. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2306049 - DSK Breyting á skipulagi hafnarsvæðis - landfylling. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2310036 - DSK íbúðar- og frístundalóðir ofan vegar Riftún L171796. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2408051 - Eima - Umsögn um stofnun lögbýlis. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2408055 - Fríðugata 8-12 - stækkun byggingarreits - óv. br. DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
9. 2408058 - Selvogsbraut - útfærsla göngu- og hjólaþverana. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2408060 - Götuheiti í áfanga 3. og 4. Vesturbyggðar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2408039 - Litla Sandfell - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2408062 - Uppskipting landeignar - Víkursandur 4,6,8,10,12 og 14. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2408063 - Breytingar á stærð og staðfang lóðar - Víkursandur 1,2,3,5,7,9,16,18,20 og 22. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2408064 - Uppskipting landeignar - Víkursandur Spennistöð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
15. 2407040 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kirkjuferja - Flokkur 2. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
16. 2409010 - Merkjalýsing Klettamói 2, 4, 6 og Rásamói 7. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
17. 2409013 - Ný staðsetning fyrir auglýsingastand leikja Þórs. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
18. 2408037 - Umsókn um stöðuleyfi - Laxabraut 7 (L193591). Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
19. 2409018 - Kvikmyndataka í Jósepsdal á grunni gamla skíðaskálans. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
20. 2409014 - Breyttir fundartímar skipulagsnefndar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

19. 2409004F - Bæjarráð Ölfuss - 428
Fundargerð 428.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 19.09.2024 til staðfestingar.

1. 2409021 - Erindi frá Brynju leigufélagi ses um íbúðir í Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 1910033 - Tjaldstæði Þorlákshafnar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2405108 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2409001 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2025-2028. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.


Fundargerðir til kynningar
14. 2408011F - Öldungaráð - 5
Fundargerð 5.fundar öldungaráðs frá 03.09.2024 til kynningar.

1. 2402062 - Fræðslufundur um öldungaráð
2. 2308016 - Stefna í málefnum aldraðra - vinnuskjal
3. 2408061 - Fjárhagsáætlun 2025 öldungaráð
4. 2407047 - Sláttur fyrir eldri borgara og öryrkja

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
20. 2407001F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 65
Fundargerð 65.fundar afgreiðslunefndar frá 25.07.2024 til kynningar.

1. 2407004 - Umsókn um lóð - Bárugata 29
2. 2407055 - Umsókn um lóð - Bárugata 47
3. 2407056 - Umsókn um lóð - Bárugata 45
4. 2407045 - Umsókn um lóð - Bárugata 51
5. 2407046 - Umsókn um lóð - Bárugata 49
6. 2407002 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Klettagljúfur 3 - Flokkur 2
7. 2407003 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Laxabraut 17 - Flokkur 2
8. 2407041 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 5 - Flokkur 2
9. 2407054 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Mýrarsel 5 - Flokkur 2
10. 2407057 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 19 - Flokkur 2
11. 2407042 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 11 - Flokkur 2
12. 2407043 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 15 - Flokkur 2
13. 2407044 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gyðugata 6-8 - Flokkur 2
14. 2407053 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Laxabraut 35 - Flokkur 1
21. 2408004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 66
Fundargerð 66.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 22.08.2024 til kynningar

1. 2408028 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Brandarbraut 1 - Flokkur 2
2. 2408029 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 45 - Flokkur 2
3. 2408030 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 49 - Flokkur 2
4. 2408031 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 51 - Flokkur 2
5. 2408007 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 47 - Flokkur 2
6. 2407040 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kirkjuferja - Flokkur 2
7. 2408032 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Fríðugata 14-16-18 - Flokkur 2
8. 2408033 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Fríðugata 8-10-12 - Flokkur 2
9. 2408042 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Núpar 5 - Flokkur 1
10. 2408043 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Laxabraut 21 - Flokkur 2
11. 2408044 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Laxabraut 23 - Flokkur 2
12. 2408045 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Laxabraut 25 - Flokkur 2
22. 2408008F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 67
Fundargerð 67.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 28.08.2024 til kynningar.

1. 2408017 - Umsókn um lóð - Bárugata 31
2. 2408018 - Umsókn um lóð - Elsugata 29-31
3. 2408019 - Umsókn um lóð - Elsugata 29-31
4. 2408021 - Umsókn um lóð - Elsugata 29-31
5. 2408023 - Umsókn um lóð - Elsugata 29-31
6. 2408026 - Umsókn um lóð - Elsugata 29-31
7. 2408027 - Umsókn um lóð - Elsugata 29-31
8. 2408041 - Umsókn um lóð - Elsugata 29-31
9. 2408020 - Umsókn um lóð - Gyðugata 14-16
10. 2408022 - Umsókn um lóð - Gyðugata 14-16
11. 2408024 - Umsókn um lóð - Gyðugata 14-16
12. 2408025 - Umsókn um lóð - Gyðugata 14-16
13. 2407064 - Umsókn um lóð -Gyðugata 14-16
14. 2407065 - Umsókn um lóð - Gyðugata 14-16
15. 2408034 - Umsókn um lóð - Gyðugata 14-16
16. 2408004 - Umsókn um lóð - Gyðugata 14-16
17. 2408038 - Umsókn um lóð - Víkursandur 4, 4a (skv. gildandi DSK)

23. 2409002F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 68
Fundargerð 68.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 19.09.2024 til kynningar.

1. 2409007 - Umsókn um stöðuleyfi - Gerðakot (L173435)
2. 2409006 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 18-20 - Flokkur 2
3. 2409008 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 53 - Flokkur 3
4. 2409026 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hnjúkamói 14 - Flokkur 2
5. 2409027 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Unubakki 26 - Flokkur 1
6. 2409030 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Fríðugata 8-10-12 - Flokkur 2
7. 2409031 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Fríðugata 14-16-18 - Flokkur 2
24. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 612.fundar stjórnar SASS frá 22..08.2024 og 613.fundar frá 13.09.2024 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
25. 1611032 - Almannavarnir Fundargerðir almannavarnarnefndar Árnessýslu
Fundargerð 6.fundar framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu frá 28.08.2024 og 7.fundar frá 10.09.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
26. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð 74.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 16.08.2024 og 75.fundar frá 06.09.2024 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
27. 1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Svarbréf stjórnar við fyrirspurn sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 3.7.2024 og fundargerð 21.fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 09.09.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
28. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Fundargerð 21.fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga frá 03.09.2024 og 22.fundar frá 10.09.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
29. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 951.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.04.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
30. 2302026 - Arnardrangur hses.fundargerðir stjórnar
Fundargerð 16.fundar stjórnar Arnardrangs frá 09.09.2024 og 17.fundar frá 20.09.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
31. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð 76.fundar stjórnar Bergrisans frá 09.09.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
32. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 21.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 17.09.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?