Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 45

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
15.02.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar lagði formaður til að 3 mál yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum. Það eru mál nr. 17, 18 og 19 sem fjalla um lögn til að dæla fiski frá Fiskeldisstöðvum að Skarfaskersbryggju, umsögn um matsáætlun fyrir efnisvinnslu úr sjó við Landeyjarhöfn og hugsanlega loftgæðamæla við Þorlákshöfn. Var samþykkt samhljóða að málin yrðu tekin fyrir á fundinum.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301042 - Kynning - stafræn samskipti sveitarfélags og byggingaraðila
Kolbrún Rakel Helgadóttir mætir á fundinn og fjallar um mál sem henni er hugleikið en það eru stafræn samskipti milli sveitarfélaga og byggingaraðila. Síðustu ár hafa stafræn samskipti verið innleidd í málaflokknum og Skipulagsstofnun hefur innleitt stafrænt aðalskipulag og til stendur að öll deiliskipulagsvinna verði stafræn i nánustu framtíð.
Afgreiðsla: Lagt fram
2. 2302014 - Lóðamörk í Ölfusi
Gunnar Arnarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir landeigendur að Grænhól í Ölfusi mæta á fundinn og gera grein fyrir sjónarmiðum sínum hvað varðar lóðarmörk Auðsholtshjáleigu og fleiru.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar innleggið.
3. 2301038 - Breyting á aðalskipulagi v Raufarhólshellis
Verkfræðistofan Efla leggur fram óverulega breytingu á aðalskipulagi vegna Raufarhólshellis. Skilmálar úr eldra skipulagi fyrir Raufarhólshelli féllu út við heildarendurskoðun aðalskipulags. Þessir skilmálar voru skilyrði fyrir því að hægt væri að heimila uppbyggingu á svæðinu sem er innan grannsvæðis vatnsverndar. Þar sem uppi eru áform um áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu er þetta nú lagfært með óverulegri breytingu á aðalskipulagi sem verkfræðistofan EFLA hefur unnið.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgr. 36. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
4. 2302022 - Ósk um breyting á aðalskipulagi vegna rannsóknarborana og vinnslu jarðhita á nýjum svæðum í Henglinum
Orka náttúrunnar (ON) óskar eftir að hafið verði ferli breytingar á aðalskipulagi Ölfuss 2020-2036 með það að markmiði að skilgreina ný iðnaðarsvæði á Hengli vegna rannsóknarborana og jarðhitavinnslu í Meitlum, Hverahlíð II (stundum nefnt Norðurhálsar) og Litla Skarðsmýrarfjalli.
Afgreiðsla: Samþykkt
5. 2302017 - Deiliskipulag vegna rannsóknarborhola í Meitlum á Hellisheiði
Orka Náttúrunnar leggur fram skipulagslýsingu deiliskipulags vegna tilraunaborhola í meitlum á Hellisheiði. Rannsóknin er liður í að afla orku til að viðhalda rafmagnsframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar. Nefndin leggur áherslu á að gamla þjóðleiðin, Lágaskarðsvegur verði óhindruð.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
6. 2302015 - DSK Krókur, hótel stækkun byggingarreits
Landeigendur leggja fram deiliskipulagstillögu sem heimilar að byggð verði við núverandi hótel svo hægt sé að fjölga herbergjum sem eru 21 í dag. Sýnd er ný borhola á lóðinni. Í aðalskipulagi þar sem fjallað er um lóðina segir um svæðið sem er auðkennt sem VÞ6:
Fjöldi gesta: 150. Ekkert deiliskipulag er í gildi. Á svæðinu er hótel og veitingarekstur. Á hótelinu er 21 herbergi og veitingasalur fyrir 100-150 gesti. Á janúarfundi nefndarinnar var landeiganda heimilað að láta vinna deiliskipulag sem nú er lagt fram.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Landeigandi þarf að leggja fram borskýrslu sem staðfestir vatnsöflun áður en gengið verður endanlega frá skipulaginu.
7. 2302021 - DSK Breyting á deiliskipulagi Gljúfurárholt land 9
Landeigandi óskar eftir að breyta deiliskipulagi í samræmi við uppbyggingarheimildir á landbúnaðarlandi í nýju aðalskipulagi Ölfuss.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Nefndin óskar eftir að núverandi reiðvegur með fram Hvammsvegi verði sýndur á uppdrætti og gerð verði grein fyrir aðkomu gangandi og hjólandi.
8. 2301039 - Deiliskipulag Bjarnastaða
Lögð er fram deiliskipulagstillaga sem setur ramma um framtíðaruppbyggingu að Bjarnarstöðum í Ölfusi. Gert er ráð fyrir nokkrum gestahúsum og uppbyggingu í samræmi viðheimildir aðalskipulags á landbúnaðarsvæðum, en á staðnum er í dag er rekin gististarfsemi og hestatengd ferðaþjónustustarfsemi.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
9. 2210027 - DSK Lækur 2 lóð C deiliskipulagsbreyting
Kvöð um vatnslögn Vatnsveitu Hjallasóknar hefur verið færð inn á uppdrátt og staðfesting borist frá eiganda nágrannalóðar um samþykki hans á staðsetningu húsa allt að 5 metra frá lóðarmörkum.
Umhverfisstofnun kom með tvær ábendingar um deiliskipulagsbreytinguna. Einnig gerði Heilbrigðiseftirlit Suðurlands athugasemd við greinargerð og óskaði eftir ýtarlegri umfjöllun um borholu og hvernig staðið verður að vatnsöflun.
Hefur tillagan verið lagfærð til samræmis og bætt inn texta um hreinsivirki, veitur og efnisval og útlit. Í kjölfarið kom staðfesting frá Heilbrigðiseftirlit á að komið hefði verið til móts við athugasemdir stofnunarinnar.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
10. 2202040 - DSK Hjarðarból svæði 3 og 4
Deiliskipulag Hjarðarbóls svæði 1 og 2 hefur verið auglýst og kom athugasemd frá Vegagerðinni vegna þess hve stutt væri milli tenginga við Hvammsveg. Eftir fundahöld með Vegagerðinni eru nú sýnd svokölluð tvöföld T-gatnamót við veginn. Einnig hafa skilmálar verið settir fram með skýrari hætti eftir auglýsingu og eru nú settir skilmálar fyrir alla byggingarreiti. Landeigandinn vinnur að því að finna út hvernig öflun neysluvatns verði háttað.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. enda liggi fyrirkomulag vatnsöflunar fyrir þegar gengið verður frá skipulaginu. Hótelbyggingin verði að hámarki 4 hæðir með inndreginni 4. hæð. Gerð verði grein fyrir útivistarstígum, með fram allri Brandarbraut og að hóteli. Einnig reiðleið að hesthúsalóð og norðan hótellóðar.
11. 2201041 - Framkvæmadaleyfisumsókn rannsóknarhola á Bláfjallasvæði
Haukur Einarsson frá Verkfræðistofunni Mannvit sækir um breytingu á framkvæmdaleyfi fyrir tilraunaborholum á Bláfjallasvæði. Eina af holunum, hola sem merkt er "Hola 1" í gögnum hefur verið færð nær Bláfjallavegi samkvæmt ósk Umhverfisstofnunnar.
Afgreiðsla: Breyting á framkvæmdaleyfi samþykkt í samræmi við umsókn.
12. 2302002 - Mammút veitur - umsókn um framkvæmdaleyfi
Orka náttúrunnar (ON) sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lögnum sem tengja nýju lofthreinsistöð Climeworks við lagnakerfi Hellisheiðarvirkjunar. Í viðhengi er tillaga að formlegu framkvæmdaleyfi.
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi í samræmi viðumsókn samþykkt.
13. 2301040 - Skógrækt í landi Alviðru við Sogið - umsögn um matsfyrirspurn
Alviðra fræðslusetur hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu móttekin 27. janúar 2023, um skógrækt í landi Alviðru við Sogið undir Ingólfsfjalli, Sveitarfélaginu Ölfusi skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er hér með óskað eftir að umsagnaraðili gefi umsögn um ofangreinda framkvæmd.
Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort umsagnaraðili telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði umsagnaraðili telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.

Afgreiðsla: Nefndin telur að ágætlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni og því sem henni fylgir í tilkynningunni. Framkvæmdin er í samræmi við nýlega samþykkt aðalskipulag Ölfus 2020-2036 og er sveitarfélagið leyfisveitandi á svæðinu.
14. 2302003 - Umsögn um umhverfismat vegna aukinnar niðurdælingar Á CO2 á Hellisheiði
Carbfix hf.hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu um niðurdælingu CO2 til geymslu á Hellisheiði. Skipulagsstofnun fer fram á að veitt verði umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Umsagnaraðilar skulu gefa álit sitt í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismatframkvæmda og áætlana.
Í umsögn skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við umfjöllun í umhverfismatsskýrslu út frá starfssviði þeirra, svo sem um gögn sem byggt er á, úrvinnslu gagna, mat á vægi og eðli umhverfisáhrifa eða framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við leyfisveitingar, svo sem varðandi mótvægisaðgerðir og vöktun. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Nefndin hefur áður gefið umsögn um matsáætlun vegna umhverfismatsins og benti þá á mikilvægi öflugs eftirlits með framkvæmdinni.

Afgreiðsla: Skipulags og umhverfisnefnd telur að skýrslan geri vel grein fyrir umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og ekki er gerð athugasemd við hana.
Sveitarfélagið Ölfus fer með skipulagsvaldið á svæðinu og gefur út byggingar og framkvæmdaleyfi þar eftir því sem við á.
15. 2302005 - Stofnun lóðar fyrir skólphreinsistöð við Hafnarbakka
Sveitarfélagið óskar eftir heimild nefndarinnar til að stofna lóð vegna fyrirhugaðrar skólphreinsistöðvar á hafnarkantinum við Skötubót í samræmi við lóðarblað í viðhengi.
Afgreiðsla: Stofnun lóðar samþykkt.
16. 2301044 - Staðsetning fjarskiptaloftnets á íþróttahúsi Þorlákshafnar
Raftel ehf fyrir hönd Íslandsturna hf óskar eftir að heimilað verði að staðsetja fjarskiptamastur á Íþróttahúsinu í samræmi við uppdrátt í viðhengi.
Afgreiðsla: Samþykkt.
17. 2302024 - Lögn frá Ísþór að Skarfaskersbryggju
Arnarlax óskar eftir að leggja fiskflutninga lögn frá Suðurvarabryggju að Skarfaskersbryggju. Sökum breytinga á höfninni er þetta talin nauðsynlegt. Fjallað var um málið á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarnefndar og var eftirfarandi bókað:

Afgreiðsla nefndar: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að lögn Arnarlax verði lögð í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Samþykkið er með þeim fyrirvara að lögnin sé víkjandi og ef verði flutt eða fjarlægð ef þess verði krafist af hafnaryfirvöldum. Nefndin felur hafnarstjóra að vinna með umsækjanda að því að finna heppilegustu lagnaleiðina.
Áður hefur nefndin samþykkt lögn sem tengir fiskeldisstöðvar Arnarlax og Ísþórs við Nesbraut

Afgreiðsla: Samþykkt með sömu fyrirvörum og framkvæmda- og hafnarnefnd setur.
18. 2302027 - Umsögn um matsáætlun vegna efnisvinnslu úr sjó við Landeyjarhöfn
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Ölfuss um matsáætlun vegna efnisvinnslu úr sjó við Landeyjarhöfn á vegum Heidelberg Cement Pozzolanic ehf.

Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd telur áformin geri vel grein fyrir fyrirhuguðu umhverfismatinu og því sem mikilvægast er að það fjalli um.
Sveitarfélagið er ekki leyfisveitandi þegar kemur að efnisnáminu en gefur út framkvæmda og byggingarleyfi og fer með skipulagsvald þegar kemur að fyrirhugaðri áframvinnslu efnisins í eða við Þorlákshöfn. Það skal tekið fram að í öllu kynningarefni sem bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt, kemur fram að öll efnismeðhöndlun muni fara fram innandyra.
19. 2208037 - Loftgæðamælar í Þorlákshöfn
Á septemberfundi nefndarinnar var skipulagsfulltrúa falið að fara þess á leit við Umhverfisstofnun að settir verði upp loftgæðamælar í eða við Þorlákshöfn.
Komið hefur í ljós að Umhverfisstofnun setur ekki upp mæla til að fylgjast með almennum loftgæðum en fylgist hins vegar með loftgæðum vegna náttúruhamfara. Sveitarfélög hafa sjálf fjárfest í mælabúnaði sem fylgist með svifryksmengun og mengun frá útblæstri bifreiða. Þessi búnaður er tengdur vefsíðunni loftgaedi.is sem Umhverfisstofnun sér um og kostar í kringum 10.000.000 fyrir hverja mælistöð. Þá eru til ódýrari lausnir sem hafa reynst illa í íslensku veðurfari sem kosta í kringum 50.000 fyrir hvern mæli.

Afgreiðsla: Lagt fram. Nefndin telur jákvætt að aflað verði gagna um loftgæði í og við Þorlákshöfn og beinir því til bæjarstjórnar að vinna málið áfram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?