Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 84

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
04.12.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Steinar Ásgeirsson skipulagsfulltrúi,
Kristina Celesova starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs,
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri
Í upphafi fundar lagði formaður til að tvö mál yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum. Það eru mál nr. 8 og 9 sem fjalla um færslu skipulagsmarka á mörkum skipulaganna Mói II og Atvinnusvæði sunnan Óseyrarbrautar. Var samþykkt samhljóða að málin yrðu tekin fyrir á fundinum.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2411033 - Eystri-Þurá 1 spilda DSK
Lagt er fram Deiliskipulag fyrir Eystri-Þurá 1 Spildu. Í skipulaginu er gert ráð fyrir skiptingu 58,6 ha. jarðar í 5 lönd. Skipulagssvæðið er á landbúnarðarsvæði og er gengið út frá því að landnýting verði óbreytt og á nýjum löndum verði föst búseta og þar einnig stunduð atvinnustarfsemi í sátt við umhverfið og sem rúmast innan ramma aðalskipulags.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Sveitarfélagið rekur ekki vatnsveitu á svæðinu og ekki ljóst að hægt sé að tengja við vatnsveitu. Málinu frestað þar til staðfesting á neysluvatni liggur fyrir. Ef bora þarf eftir vatni þarf staðsetning borholu og borholuskýrsla að liggja fyrir áður en málið er tekið fyrir.
2. 2411036 - Surtsteigur DSK
Lagt er fram deiliskipulag fyrir lóðina Surtsteig í Ölfusi sem er 10,9 ha. Til stendur að reisa íbúðarhús og skemmu á lóðinni í samræmi við skilmála aðalskipulags.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010. Samþykki stjórnar vatnsveitu Berglindar skal liggja fyrir áður en skipulagið er að fullu samþykkt.
3. 2411029 - Bárugata 1 óv. DSKbr
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Vesturbyggðar 1 og 2 áfanga. Breytingin felst í að byggingarreitur er stækkaður um 2 m til suðurs. Breytingin mun ekki hafa áhrif á hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr 123/2010.
4. 2411041 - Víkursandur 4-8 óv. DSKbr
Lögð er fram óveruleg breyting á Deiliskipulagi Víkursands. Breytingin felur í sér sameiningu lóðanna Víkursandur 4-8 og stækkun byggingarreits í samræmi við sameininguna.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. 2411043 - Elsugata 29-31 stækkun byggingarreits óv. DSKbr
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi vesturbyggðar 1. og 2. áfanga. Breytingin snýr að Elsugötu 29-31 og felur í sér stækkun á byggingarreit til norðurs og suðurs um 90 cm í hvora átt.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar:
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna lóða: Fríðugata 14-18
6. 2401047 - Þorkelsgerði 2C, nýtt DSK
-Endurkoma eftir athugasemdaferli
Athugasemdir bárust frá UST, HSL og Vegagerð.
UST gerðu athugasemdir varðandi röskun hrauns en ekkert hraun er á skipulagssvæðinu heldur er um að ræða gamalt tún. Vegagerð gerðu athugasemd við vegtengingu sem sýnd var á skipulagi og hefur skipulagshöfundur breytt vegtengingu þannig að hún sameinist í aðra fyrirliggjandi tengingu. HSL gerðu athugasemd við að vatnsverndarsvæði væri ekki sýnt á uppdrætti.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Upplýsa þarf landeigendur spildunnar L172286 um breytinguna þar sem tengivegur liggur inná þá landareign.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
7. 2411046 - Uppskipting landeignar - Sólbakki 4
Lagt er fram merkjalýsing - uppskipting landeignar - Sólbakki 4. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagsbreytingu fyrir Sólbakka, dags. B.deild augl. 05.01.2024 og aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfus 2020-2036.
Afgreiðsla: Samþykkt.
8. 2412003 - Mói II færsla skipulagsmarka óv. DSKbr
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulaginu Mói II. Breytingin felur í sér lítillega tilfærslu á skipulagsmörkum þannig að gróðurbelti meðfram atvinnusvæði tilheyri skipulagi Móa II en ekki skipulagi atvinnusvæðis. Einnig er bætt við lóð fyrir spennistöð sem kemur til með að þjóna hverfinu.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. 2412004 - Atvinnusv. sunnan óseyrarbrautar - færsla skipulagsmarka - óv. DSKbr
Lögð er fram óveruleg deiliskipulagsbreyting á skipulagi atvinnusvæðis sunnan óseyrarbrautar. Breytingin felur í sér lítillega tilfærslu á skipulagsmörkum þannig að gróðurbelti meðfram móahverfi tilheyri skipulagi íbúðarhverfisins.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?