Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 401

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
10.08.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2308004 - Beiðni um styrk og eða samstarf
Bréf frá ADHD samtökunum dags.26.07.2023 þar sem óskað er eftir samstarfi við Sveitarfélagið Ölfus um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu, um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Samstarfið gæti verið í formi reglulegs námskeiðahalds fyrir starfsmenn bæjarins sem vinna með börnum með ADHD eða beins styrks við starfsemi samtakanna á svæðinu.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar.
2. 2307006 - Ósk leigjanda um að breyta húsnæði sveitarfélagsins við Hafnarberg 43 L215066
Á 54. fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin fyrir sitt leyti að breyta mætti húsnæði bæjarins fyrir starfsemi sjúkraþjálfunar sem starfrækt er á efri hæð í íþróttahúsi bæjarins en beindi því til bæjarráðs að heimilað verði að breyta húsnæðinu sem er eign bæjarins.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin samþykkir breytingarnar og beinir því til bæjarráðs að heimilað verði að breyta húsnæðinu að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar.

Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem kostnaður þess verði greiddur af leigutaka.
3. 2103042 - ASK og DSK Þórustaðanáma
Málinu var frestað á 50. fundi nefndarinnar í maí. Þá var bókað: Deiliskipulag Þórustaðanámu hefur verið auglýst og komu athugasemdir frá Heilbrigðiseftirliti og Umhverfisstofnun. Heilbrigðiseftirlitið benti meðal annars á að landnotkun væri ekki skilgreind rétt í greinargerð og misræmi væri í heildarstærð svæðis milli aðalskipulags og tillögu. Einnig að rangt væri í greinargerð að efnistaka væri utan vatnsverndarsvæða og leiðrétta þyrfti umfjöllun um hættuleg efni í samræmi við reglugerð 796/1999. Bætt er við texta um að skemma verði notuð til eftirlits og viðhalds véla, umfjöllun samráð við Heilbrigðiseftirlit og heimildum til plöntunar á gróðri. Umhverfisstofnun óskaði eftir nánari umfjöllun um það hvernig skilið verði við kletta í hlíðinni og óska eftir að þeir verði ekki fjarlægðir en það er í samræmi við ályktun nefndarinnar þegar starfsleyfi var gefið út í apríl árið 2021. Komið hefur verið til móts við athugasemdirnar í endurskoðari tillögu sem nú er lögð fram og send hefur verið til umsagnaraðilanna.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulagsfulltrúa er jafnframt falið að sjá til þess að gönguleið upp fjallið sem er innan deiliskipulagsmarka, austan megin og núverandi göngu- og reiðleiðum innan deiliskipulagssvæðis verði bætt á uppdrátt Ekki er talin ástæða til að stækka námasvæðið gegn því að haldið verði í kletta í hlíðum fjallsins líkt og Umhverfisstofnun stingur uppá.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
Fundargerðir til staðfestingar
4. 2307003F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 42
Fundargerð 42.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 19.07.2023 til staðfestingar.

1. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils
2. 2306034 - Lóð Sláturfélags Suðurlands á hafnarsvæði

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún samþykkt.
5. 2307002F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 54
Fundargerð 54.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 19.07.2023 til staðfestingar.

1. 2103042 - ASK og DSK Þórustaðanáma. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2307021 - Stofnun Vegsvæðis úr landi Akurgerðis II L196979
3. 2307018 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Selvogsbraut 41 - Flokkur 1
4. 2307022 - Hótel á Óseyrartanga - kynning L223286
5. 2303035 - Umhverfisverðlaun Ölfuss 2023
6. 2307001 - DSK Eldhestar breyting á deiliskipulagi
7. 2206060 - DSK Mói svæði II
8. 2307019 - Selvogsbraut 8 - ósk um vilyrði fyrir lóð
9. 2307002 - Stofnun 10 lóða úr landi Hjarðarbóls L222536 og L222537
10. 2307011 - Lóð fyrir starfsmannabúðir norðan Laxabrautar
11. 2307013 - Vinnubúðir við Meitilshúsið
12. 2307004 - Hringvegur. Hveragerði - Selfoss hjólastígur
13. 2302031 - Umsögn um matsskýrslu vegna framleiðsluaukningar Landeldis
14. 2307006 - Ósk leigjanda um að breyta húsnæði sveitarfélagsins við Hafnarberg 43 L215066. Tekið fyrir sérstaklega.
15. 2307007 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Egilsbraut 4 - Flokkur 2
16. 2303034 - Umsögn um matsáætlun mölunarverksmiðju Heidelberg Cement Pozzolinic Materials ehf
17. 2009034 - Umferðaröryggisáætlun
18. 2307004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 51. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún samþykkt.
6. 2307007F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 52
Fundargerð 52.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 27.07.2023 til kynningar.

1. 2307037 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Klettamói 1 - Flokkur 2
2. 2307036 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hnjúkamói 2 - Flokkur 2
3. 2307035 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Óseyrartangi 2 - Flokkur 2

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
7. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð aukaaðalfundar Bergrisans frá 15.06.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?