Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 36

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.07.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Björn Kjartansson 2. varamaður,
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir 1. varamaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2205026 - DSK Gljúfurárholt 25 og 26
Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar Gljúfurárholt 25 og 26. Þar er fyrir skemma á lóðinni en markaðir eru tveir nýir byggingarreitir, einn á hvorri lóð fyrir íbúðarhús og bílskúr allt að 500 fermetrar hvort.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
2. 2207006 - DSK Hveradalir
Löð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Hveradali sem Landmótun hefur unnið. Skipulagið var upphaflega unnið á árunum 2014-2016 en hefur nú verið uppfært miðið við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og álit Skipulagsstofnunar.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
3. 2207005 - DSK Sólbakki - fyrrum Hlíðartunga land - deiliskipulagsbreyting
Efla fyrir hönd landeiganda leggur fram deiliskipulagsbreytingu fyrir þrjár lóðir við Sólbakka sem áður hét Hlíðartunga land. Um er að ræða aukningu á byggingarheimildum í samræmi við það sem er heimilað í nýju aðalskipulagi.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
4. 2207032 - DSK Þrastarvegur 1
Lögð er fram deiliskipulagstillaga sem Teiknistofan Úti og inn hefur unnið fyrir lóðina Þrastaveg 1 sem er í Þórustaðalandi í Ölfusi. Markaður er byggingarreitur og settir skilmálar fyrir íbúðarhús og bílskúr í samræmi við nýtt aðalskipulag.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
5. 2111026 - ASK Heildarendurskoðun aðalskipulags
Nýtt aðalskipulag hefur verið auglýst og komu nokkrar ábendingar.
Umhverfisstofnun kom með ásbendingar í nokkrum liðum, Vegagerðinni kom með ábendingar varðandi vegi í náttúru íslands auk ábendinga um nokkur atriði. Vegagerðin bendir á fyrir misskilning að umfjöllun um námur og sjóvarnargarða vanti en fjallað er ýtarlega um efnistökusvæði í greinargerð og þau sýnd á uppdráttum. Einnig er fjallað um sjóvarnargarða í greinargerð en ekki er talin ástæða til að sýna þá á uppdrætti.

Fjallað sérstaklega er um vegi í náttúru Íslands í öðrum dagskrárlið á fundinum.

Kópavogsbær benti á einn fláka á Bláfjallasvæðinu sem var ranglega merktur á uppdrætti sem "Friðlýst svæði í Herdísarvík" og var það lagfært.
Grindarvíkurbær benti á misræmi stíga á sveitarfélagsmörkum, m.a. á stíga í Selvogi sem stóðust ekki á og að þjóðleiðin Selvogsgata er gönguleið í aðalskipulagi Grindavíkur en reiðleið í nýju aðalskipulagi Ölfuss. Var stígunum í Selvogi breytt. Talið er eðlilegt að halda þjóðleiðinni Selvogsgötu sem reiðleið.

Greinargerð og uppdrátum hefur verið breytt í samræmi við þessar ábendingar eins og við á og er greinargerð í viðhengi þar sem breytingar eru auðkenndir með "track changes".

Í samræmi við ábendingar Vegagerðarinnar eru undirgangar við Suðurlandsveg eru allir sýndir og reiðleið meðfram Hvammsvegi austanverðum er sýnd skýrar. Fundað var tvisvar sinnum með Vegagerðinni um vegi í náttúru Íslands og barst í kjölfarið jákvæð umsögn þar sem Vegagerðin þakkar gott samstarf.

Öll gögn er að finna á slóðinni: https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/MapSeries/index.html?appid=b5ec5f4666134913af213ea27a872d76

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. málsgrein 30. greinar og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Ekki er talin ástæða til aðauglýsa tillöguna aftur vegna þeirra breytinga sem gerðar eru á henni þar sem þær um óverulegar leiðréttingar er að ræða frekar en íþyngjandi breytingar.
6. 2110031 - Vegir í náttúru Íslands
Sveitarfélaginu var gert að skrá "vegi í náttúru Íslands" við gerð aðalskipulags í náttúruverndarlögum sem tóku gildi árið 2015 og reglugerð sem sett var á grundvelli þeirra árið 2018. Þessir vegir eru í raun allir slóðar í sveitarfélaginu og bar að flokka þá í greiðfæra, seinfæra, lakfæra og torfæra. Lögin fjalla m.a. um hvaða slóða skuli telja upp og eru ýmsar undantekningar eins og heimreiðar.
Skráin liggur nú fyrir eftir stíf fundahöld embættismanna með umsagnaraðilum.
Vegagerðin þurfti að samþykkja tengingar slóðanna við þjóðvegi til að gefa jákvæða umsögn þá.
Vegagerðin hefur nú samþykkt flesta slóða en á nokkrum stöðum er það þó gert ?með fyrirvara? og kemur það fram í skránni.
Umhverfisstofnun gerði að lokum athugasemdir í 11 liðum og eru tillögur að viðbrögðum við þeim í fylgiskjali.

Slóð á vefsjá er þar sem vegirnir koma fram er: https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/webappviewer/index.html?id=ccaaf5075f8c4896a1165f91a541283b

Afgreiðsla: Vegaskráin samþykkt með þeim breytingum sem lagðar eru til í minnisblaði um tillögur að viðbrögðum við ábendingum Umhverfisstofnunnar.
7. 2207019 - Fyrirspurn-bygging sólskála við Heinaberg 9
Lóðarhafi óskar eftir leyfi fyrir um 20 fermetra sólskála á baklóð við hús sitt við Heinaberg 9 í samræmi framlögð gögn. Umsækjandi leggur fram áritaða lóðaruppdrætti sem nágrannar með samliggjandi lóðarmörk hafa undirritað samþykki sitt á.
Afgreiðsla: Þar sem samþykki nágranna liggur fyrir er má lóðarhafi sækja um byggingarleyfi fyrir breytingunni.
8. 2207033 - Jarðstrengur Rarik frá spennistöð við Mánabraut að Nesbraut
Óskað er eftir heimild til að leggja jarðstreng frá Rarik frá Nesbraut að spennistöð við Mánabraut. Hugmyndin er að gengið verði frá svæðinu sem strengurinn verður lagður í, þannig að hægt verð að leggja útivistarstíg á sama stað.
Afgreiðsla: Samþykkt. Gæta þarf að fornminjum á svæðinu með 15 m helgunarsvæði.
9. 2206075 - Torfabær lóð 1 Breyting á skráningu
Eigandi óskar eftir því að skráningu lóðar sem hann á í Selvogi verði breytt úr verslunar og þjónustulóð í frístundalóð. Engar byggingar eru á lóðinni sem er 3280,7 m2 og er á svæði sem samkvæmt aðalskipulagi er landbúnaðarsvæði.
Afgreiðsla: Samþykkt að breyta megi skráningu lóðarinnar.
10. 2207029 - Umsögn um vetnisstöð á Hellisheiði
Skipulagsstofnun biður um umsögn vegna matsspurningar sem fjallar um fyrirhugaða vetnisframleiðslustöð við Hellisheiðarvirkjun. Í stöðinni er ætlunin að nýta umfram raforku sem framleidd er í Hellisheiðarvirkjun á lágannatímum til þess að framleiðavetni úr vatni með rafgreiningu. Afurðina er hægt að nýta sem eldsneyti.
Afgreiðsla: Skipulags- og umhverfisnefnd telur að ekki sé ástæða til að framkvæmdin fari í umhverfismat, enda er hún til þess fallin að minnka heildar kolefnisfótspor þjóðarinnar og er þar með jákvæð fyrir umhverfið.
11. 2207028 - Umsókn um lóð lóð iðnaðarsvæði við Þorlákshafnarhöfn
Fyrir nefndinni liggur erindi með umsókn um lóðir frá Heidelberg Cement Pozzolanic Materials (HPM) ehf. Fyrir liggur að umsóknin er gerð í framhaldi af viljayfirlýsingu sem gerð var milli umsækjanda og Sveitarfélagsins Ölfuss, þar sem kveðið var á um samstarf aðila við uppbyggingu á nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála þar sem unnið skyldi að uppsetningu á starfsemi þar sem framleitt yrði umhverfisvæn íblöndunarefni í steypu.

Í erindi Heidelberg Cement Pozzolanic kemur fram að umsækjandi áætlar að framleiðsla á ársgrundvelli verði í fyrstu um 1 til 1,5 milljón tonna. Er áætlað að velta umsækjanda verði um 10-15 milljarðar íslenskra króna á ársgrundvelli. Miðað við það yrði raforkuþörf svipuð og hjá lítilli stóriðju. Jafnframt eru þegar horfur á umtalsverðri stækkun verksmiðjunnar fyrir árið 2030, gæti ársframleiðsla hæglega farið í 2 til 3 milljónir tonna. Að mati umsækjanda er hin fyrirhugaða starfsemi til þess fallin að skapa á milli 60-80 heilsársstöðugildi í sveitarfélaginu í fyrsta áfanga verkefnisins en gera má ráð fyrir talsverðri fjölgun með mögulegri stækkun þess.

Þá segir í erindinu að með verkefninu sé fyrirhugað að sparist u.þ.b. 700 þúsund tonn af koltvísýring fyrir hverja eina milljón tonna af útflutningi verksmiðjunnar og gæti því heildarsparnaður í losun numið 1,4 til 2,1 miljón tonna á ári þegar starfsemin væri komin í fulla starfsemi, eða allt að 15% af heildarlosun Íslands. Verkefnið er því eitt stærsta loftslagsverkefni samtímans á Íslandi.

Skýrt kemur fram í erindinu að rík áhersla verði lögð á góða og fágaða ásýnd félagsins, auk þess sem öll vinnsla og efnisgeymsla verði innandyra og framleiðsla í lokuðum kerfums sem kom í veg fyrir rykmengun og önnur óþægindi. Áhersla verði lögð á að öll uppbygging, frágangur og ásýnd verði gerð í sátt við sveitarfélagið, íbúa þess og umhverfið.

Á fyrrgreindum forsendum sækir fyrirtækið um lóðirnar Hafnarvegur 3, 5, 7 Austurbakki 1, 2, 3, 4, 6 Hafnarbakki 14, 16, 18 og Bakki 2.

Nefndin fagnar þeim stórtæku áformum sem lýst er og samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta tilgreindum lóðum á fyrrgreindum forsendum, enda lóðirnar áður verið auglýstar í samræmi við grein 2.4 í úthlutunarreglum sveitarfélagsins.

Nefndin er sérstaklega áfram um að við vinnu að breyttu deiliskipulagi verði tekið fast á umhverfislegum þáttum svo sem heildarútliti innan skipulagssvæðisins, sjónmengun, rykmengun og fl. Þannig komi ekki til greina að haugsetning jarðefna verði utandyra, eða að mengun svo sem rykmengun, hljóðmengun eða önnur óþægindi stafi af starfseminni.

Nefndin telur einnig afar mikilvægt að við áframvinnslu verkefnisins verði horft til heildar starfseminnar og þar með getu innviða til að þjónusta starfsemina. Er þar sérstaklega mikilvægt að huga að umferðarmálum.

Nefndin samþykkir að fela starfsmönnum sínum að ganga frá úthlutun tilgreindra lóða til umsækjanda og vinna með lóðarhafa að breytingu á skipulagi á fyrrgreindum forsendum. Þá felur nefndin starfsmönnum sínum að kalla eftir áliti Vegagerðarinnar á umferðarmálum tengdu verkefninu og getu vegakerfisins þar að lútandi. Sérstaklega verði þar kallað eftir yfirliti yfir nauðsynlegar breytingar svo sem á breikkun Þrengslavegar, gatnamótum við Þorlákshafnarveg og klifurrein við Skógarhlíðabrekku.

Að öðru leyti vísar nefndin erindinu til umsagnar framkvæmda- og hafnarnefndar.
12. 2207030 - Kveðjur frá Vegagerðinni
Borist hefur bréf frá Vegagerðinni sem minnir á mikilvægi samráðs þegar samgöngumál eru annars vegar. Því fylgja góðar óskir til nýkjörinna fulltrúa.
Afgreiðsla: Lagt fram
13. 2207034 - DSK Íbúðahverfi vestan Hrauna
Borist hafa tilboð í hönnun nýs íbúðahverifis vestan Hraunanna. Sex aðilar fengu gögn og buðu í verkið.
Þeir voru:
Jees arkitektar
Landhönnun slf
Landform.
Landmótun.
Efla Alta

Landhönnun átti lægsta boðið.

Afgreiðsla: Lagt er til að starfsmönnum umhverfis og framkvædasviðs verði fallið að leita samninga við lægstbjóðanda.
Fundargerð
14. 2207003F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 39
Afgreiðsla: Lagt fram.
14.1. 2207018 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Sambyggð 20
Eiríkur Vignir Pálsson f/h Pró hús ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi, samkv. teikningum frá Pró-ark teiknistofa dags. 8.7.2022
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
14.2. 2207025 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 12
Kælivélar ehf. sækja um lóðina Vesturbakki 12 fyrir iðnaðarhús.
Afgreiðsla: Samþykkt
14.3. 2207020 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 9
Arnar Már Kristinsson f/h Timbur ehf. sækir um lóðina Vesturbakki 9 fyrir iðnaðarhús. Sótt er um lóðina Vesturbakki 17 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt
14.4. 2207023 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 11
Byggingarfélagið Hvati ehf. sækir um lóðina Vesturbakki 11 fyrir iðnaðarhús. Sótt er um lóðina Vesturbakki 13 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt
14.5. 2207022 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 13
Byggingarfélagið Hvati ehf. sækir um lóðina Vesturbakki 13 fyrir iðnaðarhús. Sótt er um lóðina Vesturbakki 15 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt
14.6. 2207021 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 12
Byggingarfélagið Hvati ehf. sækir um lóðina Vesturbakki 12 fyrir iðnaðarhús. Sótt er um lóðina Vesturbakki 15 til vara.
Afgreiðsla: Synjað, þar sem tveir umsækjendur eru um lóðina og umsækjandi hefur þegar fengið lóðirnar Vesturbakka 11 og 13 úthlutaðar.
14.7. 2207024 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 9
Byggingarfélagið Hvati ehf. sækir um lóðina Vesturbakki 9 fyrir iðnaðarhús. Sótt er um lóðina Vesturbakki 11 til vara.
Afgreiðsla: Synjað, þar sem tveir umsækjendur eru um lóðina og umsækjandi hefur þegar fengið lóðirnar Vesturbakka 11 og 13 úthlutaðar.
14.8. 2207026 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 15
Steinn Jakob Ólason f/h Titanica ehf. sækir um lóðina Vesturbakki 15 fyrir iðnaðarhús. Sótt er um lóðina Vesturbakki 11 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt
14.9. 2207027 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 17
Steinn Jakob Ólason f/h Titanica ehf. sækir um lóðina Vesturbakki 17 fyrir iðnaðarhús. Sótt er um lóðina Vesturbakki 13 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?