Fundargerðir

Til bakaPrenta
Ungmennaráð - 4

Haldinn Fundarsalur íþróttamiðstöðvar,
20.11.2023 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Einar Dan Róbertsson aðalmaður,
Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir aðalmaður,
Auður Magnea Sigurðardóttir aðalmaður,
Oliver Þór Stefánsson varamaður,
Þórunn Hafdís Stefánsdóttir aðalmaður,
Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi,
Eva Rán Ottósdóttir varamaður,
Bogey Sigríður Sævarsdóttir varamaður,
Elmar Yngvi Matthíasson varamaður,
Fundargerð ritaði: Ragnar M Sigurðsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2311045 - Erindisbréf ungmennaráðs og fl.
Þetta er fyrsti fundur ungmennaráðs á þessu hausti og voru bæði aðalmenn og varamenn boðaðir á fundinn.
Lagt var fram erindisbréf ungmennaráðs og farið yfir hlutverk, markmið, starfshætti og skipan ráðsins. Rætt var um fundartíma og hvaða tími hentaði best til að vera með fundi ráðsins.
Ákveðið að óska eftir fundi með Söndru Dís Hafþórsdóttur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og fá hana til að kynna fyrir ungmennaráði stjórnsýsLuna í sveitafélaginu. Ennfremur er búið að ákveða að vera með ungmennaþing í janúar í grunnskólanum þar sem barnasáttmálinn verður m.a. til umræðu og mun ungmennaráð koma að þessu þingi. Íþrótta- og tómstundafulltrúi hvatti ungmennaráðið til að horfa á fræðslumyndbönd um barnasáttmálans sem UNICEF hefur gert og fá allir nefnarmenn senda slóð á þessi myndbönd.
Fleira ekki gert.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?