Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 402

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
24.08.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus.
Fyrir fundinum liggur rekstraryfirlit Sveitarfélagsins Ölfuss 30.06.2023 til kynningar. Einnig er lagt fram yfirlit um stöðu fjárfestinga fyrir sama tímabil.

Í gögnunum kemur fram að tekjur vegna útsvarsálags hafa hækkað um 14% miðað við sama tímabil í fyrra, fasteignaskattar um 19% og lóðarleiga um 47%. Hvað útsvar varðar þá útskýrist hækkun þar fyrst og fremst af verðbólguþróun sem og 7% fjölgun íbúa. Þá hefur nýjum fasteignum -bæði íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði- sem bera gjöld fjölgað verulega sem skila nýjum tekjum.

Sé litið til stærstu málaflokka má sjá að þróun útgjalda er í samræmi við verðlagsþróun. Þannig hækkar kostnaður vegna félagsþjónustu um 15%, fræðslu- og uppeldismál um 16% og æskulýðs- og íþróttamál um 10%.

Umtalsvert miklar fjárfestingar hafa átt sér stað á árinu og nemur brúttófjárfesting 986 milljónum. Stærstu fjárfestingarnar liggja í hafnarmannvirkjum (564 milljónir), gatnagerð (259 milljónir) og framkvæmdum við dagvist aldraðra við lífsgæðasetrið Egilsbraut 9. Nettófjárfestingar nema 522 milljónum.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar
2. 2308012 - Beiðni um niðurfellingu á leigu
Beiðni um styrk í formi niðurfellingar á leigu í íþróttahúsinu vegna Skjálftans,hæfileikakeppni fyrir ungmenni í sunnlenskum grunnskólum, sem haldin verður í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn dagana 9.-11.nóvember.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Skjálftann um þá upphæð sem nemur leigu á íþróttahúsinu dagana 8. til 11. nóvember. Bæjarráð vísar erindinu að öðru leyti til íþrótta- og æskulýðsnefndar sem fer með faglega stjórn málaflokksins.

Samþykkt samhljóða.
3. 2104023 - Fjallahjólabraut í Ölfusi
Erindi frá Félagi fjallahjólara í Ölfusi þar sem óskað er eftir fjármögnun fyrir uppbyggingu og viðhald Gryfjunnar bike Park fyrir árið 2024.
Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.

Samþykkt samhljóða.
4. 2307012 - Beiðni um styrk vegna kaupa á fjórhjólum
Á fundi bæjarráðs 20.07.2023 var tekin fyrir beiðni frá Björgunarsveitinni Mannbjörgu um styrk til kaupa á fjórhjólum fyrir sveitina. Þar sem ekki lá fyrir fjárhæð styrkbeiðninnar var óskað eftir frekari upplýsingum frá sveitinni og nú liggur fyrir beiðni um styrk að fjárhæð 1.000.000.
Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
5. 2307006F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 55
Fundargerð 55.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 09.08.2023 til staðfestingar.

1. 2206060 - DSK Mói svæði II
2. 2308002 - DSK deiliskipulag Sandhóll L171798
3. 2208038 - DSK Þórustaðir 1
4. 2305059 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir námavinnslu í Litla-Sandfelli
5. 2308001 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna nýrrar vinnsluholu á lóð Veitna við Gljúfurárholt L173067
6. 2308003 - Latur - sögulegum stein fundinn viðeigandi staður. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar kostnaði við verkið til gerðar fjárhagsáætlunar. Einnig beinir bæjarráð því til skipulags- og umhverfisnefndar að hún ákvarði staðsetningu steinsins.
7. 2307007F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 52

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

Mál til kynningar
6. 2308019 - Samráðsgátt - Hvítbók um húsnæðismál
Innviðaráðuneytið vekur athygli á að hvítbók um húsnæðismál er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Hægt er að senda inn umsögn eða ábendingar til og með 4. september nk.
Lagt fram.
7. 2308020 - Samráðsgátt - Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga
Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 151/2023 - Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga.

Umsagnarfrestur er til og með 01.09.2023.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?