Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 339

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
12.12.2024 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Sigfús Benóný Harðarson 2. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust. einnig óskaði forseti eftir því að taka inn með afbrigðum mál nr. 1605028 og var það samþykkt samhljóða.

Sigfús Benóný Harðarson var boðinn velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2409001 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2025-2028.
Fyrir bæjarstjórn lá fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir 2025-2028 til síðari umræðu.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir eftirfarandi breytingum á milli umræðna:

Rekstur:
* Aukning á viðhaldsáætlun um 5 milljónir vegna yfirlagna
* Heimgreiðslur og greiðslur til dagforeldra hækkaðar um 4,1%
* Kaup á tækjabúnaði í sundlaug aukning um 1,7 milljón
* Greiðslur til UMF Þórs og Ægis vegna framkvæmdastjóra 6 milljónir

Fjárfesting:
* Viðbót ársins 2025 = 75,5 milljónir vegna kaupa á félagslegri íbúð,
útikennslustofu og fjölnota íþróttahúss
* Viðbót ársins 2026 = 419,5 milljónir vegna fjölnota íþróttahúss og 5.áfanga
íbúðarbyggðar í Vesturbyggð.
* Viðbót ársins 2027 = 500 milljónir vegna fjölnota íþróttahúss og 5.áfanga
íbúðarbyggðar í Vesturbyggð.
* Viðbót ársins 2028 = 400 milljónir vegna 5.áfanga íbúðarbyggðar í Vesturbyggð.

Lykiltölur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 eru sem hér segir í þúsundum króna:

A-hluti 2025:
Tekjur alls kr. 4.948.530
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 4.019.119
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 704.780
Handbært fé frá rekstri kr.899.221
Afborganir langtímalána kr. 185.791
Handbært fé í árslok kr. 863.387

Fjárhagsáætlun B-hluta 2025:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður kr.137.973
Rekstrarniðurstaða Vatnsveitu, hagnaður kr. 41.372
Íbúðir eldri borgara, tap kr. 1.393
Félagslegar íbúðir, tap kr. 14.930
Fráveita Ölfuss, hagnaður kr. 70.239

Fjárhagsáætlun samstæðu Ölfuss 2025:
Tekjur alls kr. 5.797.730
Gjöld alls kr. 4.362.750
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 938.042
Handbært frá rekstri kr. 1.843.230
Afborganir langtímalána kr. 266.575
Handbært fé í árslok kr. 996.320

Þá er ráðgert að A-hluti verði rekinn með 397 millj. króna hagnaði árið 2026 og samstæða með 628 millj. króna hagnaði. Árið 2027 er ráðgert að A hluti skili 579 millj. króna hagnaði og samstæða 868 millj. króna hagnaði. Þá gerir áætlun ráð fyrir að árið 2028 skili A hluti 798 millj. króna hagnaði og samstæða 1.133 millj. króna hagnaði.

Fjárfestingar samstæðunnar árið 2025 eru áætlaðar 1.900 milljónir og að lántaka sé 47,7 milljónir vegna kaupa á félagslegri íbúð. Skuldahlutfall ársins 2025 verður 69,6% og reiknað skuldahlutfall skv.lögum verður 38,3%.

Hrönn Guðmundsdóttir og Elliði Vignisson tóku til máls

Bæjarstjórn samþykkir framlagða fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir árin 2025-2028.

Samþykkt samhljóða
2. 2409033 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2025
Gjaldskrár ársins 2025, síðari umræða.

Fyrir bæjarstjórn lágu gjaldskrá Þorlákshafnar fyrir árið 2025, gjaldskrá Sveitarfélagins Ölfuss fyrir árið 2025 og gjaldskrá Velferðarþjónustu Ölfuss fyrir árið 2025 til síðari umræðu.

Hrönn Guðmundsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrár Þorlákshafnarhafnar og Sveitarfélagsins Ölfuss 2025.

Samþykkt samhljóða.
3. 2410077 - Gjaldskrá sorpmála 2025
Gjaldskrá sorpmála fyrir árið 2025 til síðari umræðu.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá sorpmála fyrir árið 2025.

Samþykkt samhljóða.
4. 2411013 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Ölfusi
Síðari umræða um samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Bæjarstjórn samþykkir samþykkt um meðhöndlun úrgangs.

Samþykkt samhljóða.
5. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Síðari umræða um samþykktir Brunavarna Árnessýslu og Tónlistarskóla Árnesinga.
Bæjarstjórn samþykkir samþykktir fyrir Brunavarnir Árnessýslu og Tónlistarskóla Árnesinga.

Samþykkt samhljóða.
6. 2411036 - Surtsteigur DSK
Lagt er fram deiliskipulag fyrir lóðina Surtsteig í Ölfusi sem er 10,9 ha. Til stendur að reisa íbúðarhús og skemmu á lóðinni í samræmi við skilmála aðalskipulags.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykki stjórnar vatnsveitu Berglindar skal liggja fyrir áður en skipulagið er að fullu samþykkt.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2412004 - Atvinnusv. sunnan óseyrarbrautar - færsla skipulagsmarka - óv. DSKbr
Lögð er fram óveruleg deiliskipulagsbreyting á skipulagi atvinnusvæðis sunnan Óseyrarbrautar. Breytingin felur í sér lítillega tilfærslu á skipulagsmörkum þannig að gróðurbelti meðfram Móahverfi tilheyri skipulagi íbúðarhverfisins.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2412003 - Mói II færsla skipulagsmarka óv. DSKbr
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulaginu Mói II. Breytingin felur í sér lítillega tilfærslu á skipulagsmörkum þannig að gróðurbelti meðfram atvinnusvæði tilheyri skipulagi Móa II en ekki skipulagi atvinnusvæðis. Einnig er bætt við lóð fyrir spennistöð sem kemur til með að þjóna hverfinu.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2401047 - Þorkelsgerði 2C, nýtt DSK
Endurkoma eftir athugasemdaferli
Athugasemdir bárust frá UST, HSL og Vegagerðinni.
UST gerðu athugasemdir varðandi röskun hrauns en ekkert hraun er á skipulagssvæðinu heldur er um að ræða gamalt tún. Vegagerðin gerði athugasemdir við vegtengingu sem sýnd var á skipulagi og hefur skipulagshöfundur breytt vegtengingu þannig að hún sameinist í aðra fyrirliggjandi tengingu. HSL gerði athugasemdir við að vatnsverndarsvæði væri ekki sýnt á uppdrætti.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Upplýsa þarf landeigendur spildunnar L172286 um breytinguna þar sem tengivegur liggur inná þá landareign.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2411043 - Elsugata 29-31 stækkun byggingarreits óv. DSKbr
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi vesturbyggðar 1. og 2. áfanga. Breytingin snýr að Elsugötu 29-31 og felur í sér stækkun á byggingarreit til norðurs og suðurs um 90 cm í hvora átt.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar:
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna lóða: Fríðugata 14-18.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2411041 - Víkursandur 4-8 óv. DSKbr
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Víkursands. Breytingin felur í sér sameiningu lóðanna Víkursandur 4-8 og stækkun byggingarreits í samræmi við sameininguna.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndar staðfest.
12. 2411029 - Bárugata 1 óv. DSKbr
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Vesturbyggðar 1 og 2 áfanga. Breytingin felst í að byggingarreitur er stækkaður um 2 m til suðurs. Breytingin mun ekki hafa áhrif á hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr 123/2010.

Niðurstaða nefndar staðfest.
16. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Síðari umræða um samþykktir Bergrisans.
Bæjarstjórn samþykkir samþykktir Bergrisans.
Fundargerðir til staðfestingar
13. 2412001F - Bæjarráð Ölfuss - 433
Fundargerð 433.fundar bæjarráðs frá 05.12.2024 til staðfestingar.

1. 2409029 - Beiðni um forgang að leikskóladvöl. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2412005 - Beiðni um styrk vegna góðgerðardaga í Grunnskólanum í Hveragerði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2412007 - Skipan fulltrúa í vinnuhóp. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 1910033 - Tjaldstæði Þorlákshafnar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
14. 2411011F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 84
Fundargerð 84.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 04.12.2024 til staðfestingar.

1. 2411033 - Eystri-Þurá 1 spilda DSK. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2411036 - Surtsteigur DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2411029 - Bárugata 1 óv. DSKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2411041 - Víkursandur 4-8 óv. DSKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2411043 - Elsugata 29-31 stækkun byggingarreits óv. DSKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2401047 - Þorkelsgerði 2C, nýtt DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2411046 - Uppskipting landeignar - Sólbakki 4. Til staðfestingar.
8. 2412003 - Mói II færsla skipulagsmarka óv. DSKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
9. 2412004 - Atvinnusv. sunnan óseyrarbrautar - færsla skipulagsmarka - óv. DSKbr. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
15. 2411010F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 27
Fundargerð 27.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 04.12.2024 til staðfestingar.

1. 2311017 - Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
2. 1910057 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn. Starfsáætlun. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra. Til kynningar.
4. 2411035 - Fræðsla - Reglur um forgang að leikskóla. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2411034 - Fræðsla - Föruneyti barna, samstarf um uppeldi og nám. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2411040 - Farsælt frístundastarf - Sportskóli fyrir börn í 1. - 2. bekk. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2411042 - Samningur um samstarf á sviði endurhæfingar. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest
Fundargerðir til kynningar
17. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 958.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24.11.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
17. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð 24.fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 03.12.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:40 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?