Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 425

Haldinn í fjarfundi,
01.08.2024 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Erla Sif Markúsdóttir 1. varamaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2407051 - Menningarmál - Lista- og menningarverðlaun 2024
Bæjarráð fjallaði um tilnefningar til lista- og menningarverðlauna Ölfuss fyrir árið 2024.

Bæjarráð hefur sammælst um hver hlýtur lista- og menningarverðlaun sveitarfélagins í ár.
Verðlaunin verða afhent á hátíðinni Hamingjan við hafið í ágúst.

Samþykkt samhljóða.
2. 2406072 - Fyrirspurn B- og H-lista um atvinnuuppbyggingu og starfsemi fyrirtækja í Ölfusi.
Fyrir bæjarráði lá minnisblað unnið af bæjarstjóra, framkvæmdastjóra Ölfus Cluster og skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins þar sem farið er yfir stöðuna í atvinnumálum. Minnisblaðið er lagt fram í framhaldi af fyrirspurn B- og H-lista um atvinnuuppbyggingu og starfsemi fyrirtækja í Ölfusi.

Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að unnið sé að fjölmörgum og fjölbreyttum verkefnum. Stærstu verkefnin eru á sviði upplýsingatækni, matvælaframleiðslu, vinnslu jarðefna og ferðaþjónustu. Heildar fjárfesting í þessum verkefnum gæti legið nærri 450 milljörðum og alls gætu þau skapað um 800 störf beint og um 1200 störf vegna tengdra þátta. Flest störfin eru áætluð innan upplýsingatæknigeirans. Lang mesta auðlindanýtingin er áætluð vegna orkuþarfar í upplýsingatækni og vatnsnotkunar í lagareldi.

Bæjarfulltrúar B- og H lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Við þökkum fyrir þessa samantekt sem undirstrikar það hversu mikil þörf er á atvinnustefnu. Hlutverk og ábyrgð sveitarfélagsins er m.a. að framfylgja atvinnustefnu sem nauðsynlegt er að móta í góðu samtali við íbúa. Fulltrúar B og H lista hafa kallað eftir því að þessi vinna fari fram síðan í upphafi kjörtímabils og í tvígang hefur verið kynnt tímalína fyrir þessa vinnu sem ekki hefur átt sér stað.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og samþykkir að beina því til Ölfus Cluster að haldið verði opið málþing til að kynna efni minnisblaðsins á haustdögum.

Samþykkt samhljóða.
3. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus.
Fyrir bæjarráði lá árshlutauppgjör fyrir fyrstu 6 mánuði ársins. Fram kemur að skatttekjur bæjarsjóðs aukast nokkuð á milli ára. Þannig voru þær 1.829 milljónir á fyrstu 6 mánuðum yfirstandandi árs en 1.637 fyrstu 6 mánuði árið á undan. Tekjur hækka því um 12%. Mestu munar þar um að útsvar hækkar um 14% á milli ára sem bendir til þess að atvinnusástand sé gott. Þrátt fyrir mikil umsvif og fjölgun fasteigna hækka tekjur vegna fasteignaskatta hinsvegar einungis um 6% sem skýrist af ákvörðun bæjarstjórnar um lækka álagningaprósentuna.

Þegar litið er til málaflokka má sjá að útgjöld vegna félagsþjónustu hækka um 5%, fræðslu- og uppeldismála um 14% og æskulýðs- og íþróttamála um 6%.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
4. 2407060 - Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga - ný spá Hagstofu og forsendur
Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. júlí, þar sem fram kemur ný spá frá Hagstofunni um þróun efnahagsmála 2024-2028.
Lagt fram til kynningar.
5. 2406060 - Þóroddstaðir 4 DSK
Lagt er fram deiliskipulag fyrir lóðina Þóroddsstaði 4 sem er 21.000 m2 að stærð. Á skipulaginu er teiknaður inn byggingarreitur D-1 fyrir íbúðarhús ásamt bílageymslu og gestahúsi sbr. ákvæði aðalskipulags. Þá er einnig teiknaður byggingarreitur D-2 um frístundahús sem þegar er á lóðinni en ekki eru hugaðar frekari byggingaframkvæmdir á þeim reit.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Áður en skipulagið verður auglýst skal skipulaghöfundur leggja fram samþykki stjórnar vatnsveitu.

Niðurstaða nefndar staðfest.
6. 2407019 - Gerðarkot og Þorgrímsstaðir nýtt DSK
Lagt er fram deiliskipulag fyrir spildurnar Gerðarkot lóð (L218545), Þorgrímsstaðir spilda 6 (L211746) og Þorgrímsstaðir spilda 5 (L211745). Gert er ráð fyrir samtals 8 íbúðarlóðum sem deilt er á tvö svæði þar sem 4 íbúðarlóðir eru á hvoru svæði fyrir sig. Svæðin eru aðskilin með óbyggðu svæði þannig að ekki séu fleiri en 5 samliggjandi íbúðarlóðir.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin beinir því til skipulagsfulltrúa að kynna skipulagið sérstaklega fyrir landeiganda á lóð L230230 sem er umkringd skipulaginu.

Tillaga að afgreiðslu: Niðurstaða nefndar staðfest.
7. 2407026 - Grásteinn breytt DSK
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi Grásteins. Breytingin felur í sér sameiningar og lagfæringar á lóðum undir vegsvæði. Þá er stofnuð ný íbúðarlóð fyrir parhús og fyrir hitaveituskúr. Afmarkanir lóða breytast í samræmi við nýjar lóðir.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin vill benda á að við áframhaldandi þróun hverfisins þyrfti að skipuleggja samþjónustulóð, t.d. fyrir skólabíl eða annað sbr. tæknilýsingu nýrra hverfa.

Niðurstaða nefndar staðfest.
8. 2407006 - Vesturbyggð - Fríðugata 14-18 stækkun byggingarreits- óv. breyting DSK
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Vesturbyggðar vegna Fríðugötu 14-18. Breytingin felst í stækkun byggingarreits og er hugsuð svo hægt sé að koma fyrir auknu uppbroti hússins.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags- og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndar staðfest.
Fundargerðir til staðfestingar
9. 2407005F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 77
Fundargerð 77.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 17.07.2024 til staðfestingar.

1. 2406060 - Þóroddstaðir 4 DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2406070 - Raufarhólshellir DSK stækkun byggingarreits. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2407014 - Selvogsbraut 24 (L172154) verður Hnjúkamói 13 - afmörkun lóðar og staðfangsbreyting. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2407018 - Laxabraut 5 - framkvæmdaleyfi vegna nýrrar frárennslislagnar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2407019 - Gerðarkot og Þorgrímsstaðir nýtt DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2407022 - Umhverfisverðlaun 2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2407025 - Hótel í Hafnarvík - Heimild til að bora tilraunaholur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2309035 - ASK Meitlar og Hverahlíð II - Aðalskipulagsbreyting vegna rannsóknaboranna. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2407026 - Grásteinn breytt DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
10. 2407029 - Færsla spennistöðvarlóðar fyrir Móahverfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2407006 - Vesturbyggð - Fríðugata 14-18 stækkun byggingarreits- óv. breyting DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
12. 2406003 - Mölunarverksmiðja Heidelberg í Ölfusi - minnisblað Skipulagsstofnunar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest..

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
10. 2407004F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 55
Fundargerð 55.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 17.07.2024 til staðfestingar.

1. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils. Til kynningar.
2. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar.
3. 2312027 - Umsókn um lóð - Norðurbakki 13. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2407024 - Breytingar á vaktarfyrirkomulagi og opnunartíma hafnarinnar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24. Til kynningar.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
11. 1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundargerð 20.fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 24.07.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:50 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?