Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 56

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
23.08.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar lagði formaður til að tvö mál yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum. Það eru mál nr. 1, þegar fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands mæta til að ræða mengun í frárennsli í Ölfusi og frá nágrannasveitarfélögum.
Einnig mál nr. 2 sem fjallar um deiliskipulagsbreytingu vegna færanlegrar skólastofu á leikskólalóðinni.

Var samþykkt samhljóða að bæði málin yrðu tekin fyrir á fundinum.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2308023 - Frárennslismál í Ölfusi og frá nágranasveitarfélögum
Í upphafi fundar mættu þau Sigrún Guðmundsdóttur og Ágúst Óskar Sigurðsson og ræddu frárennslismál í sveitarfélaginu og nágrannasveitarfélögum.

Farið var yfir mælingar á mengun í Varmá, einkum við útrás frá hreinsistöð Hveragerðis í Vorsabæ. Síðan 2016 hafa verið háar tölur í mælingum sérstaklega nú í sumar.

Afgreiðsla: Skipulags- og umhverfisnefnd ályktar að ástandið sá óviðunandi og bendir Hveragerðisbæ á að ganga umsviflaust í málið og koma skólpmálum sínum í viðunandi horf hið bráðasta.

Nefndin beinir því til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að séð verði til þess að mengunin verði ekki aukin með því að bæta fleiri húsum inn á hreinsistöðina við Vorsabæ, fyrr en skólpmálin eru komin í lögboðið horf.
2. 2308021 - DSK Hafnarberg 32 -Breyting a deiliskipulagi - stækkaður byggingarreitur og lóð L171940
Sótt er um að breyta deiliskipulagi vegna stækkunar á lóð og byggingarreit leikskólans Bergheima, Hafnarbergi 32. Hugmyndin er að koma fyrir nýrri lausri kennslustofu við leikskólann.
Þar sem byggingu nýs leikskóla í nýja íbúðarhverfinu vestan við bæinn var frestað nýleg þarf að leysa húsnæðisþörf Bergheima til bráðabirgða. Stofan sem sótt er um að staðsetja er eins og sú sem er fyrir er á lóðinni eða um 13,5 m x 7,8 eða um 105 m2.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
Nefndin bendir á að ekki er hraun, hraunmyndanir af neinu tagi eða annað sem nýtur verndar í samræmi við náttúruverndarlög, á reitnum.

Ef þörf reynist samþykkir nefndin líka stöðuleyfi fyrir húsið meðan deiliskipulagið er í vinnslu.
3. 2207006 - DSK Hveradalir
Skipulagsstofnun kom með nokkrar athugasemdir við yfirferð á deiliskipulagi Hveradala. Skipulagshöfundur hefur nú komið til móts við þær og fylgir uppfærð tillaga með þessum dagskrárlið. Helstu athugasemdir Skipulagsstofnunar voru að skipulagsmörk samræmdust ekki mörkum vatnsverndarsvæðis en þeim hafði verið breytt með breytingu á eldra aðalskipulagi. Skipulagshöfundum nýs aðalskipulags hefur yfirsést þessi breyting þannig að hún var ekki færð inn í nýtt aðalskipulag eins og eðlilegt hefði verið. Einnig að betur sé gerð grein fyrir mannvirkjum sem fyrir eru innan hvers byggingarreits, notkun þeirra, nýtingu og fleira. Einnig hve mörg mannvirki megi vera innan hvers reits. Reitir 06, 08 og 09 eru tilgreindir sértaklega og fjalla betur um skíðalyftur og skíðaleiðir. -Að fjallað skuli betur um klifurgarð og Ziplínu.
Breyting hefur nú verið gerð þessum atriðum m.a. á staðsetningu vatnsbóls og vatnsverndarsvæða þannig að þau eru innan skipulagsmarka.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Nefndin vekur athygli á því að á skipulagsvæðinu stendur aflögð geymsla F2212945 sem sveitarfélagið hefur umráð yfir og nefndin heimilar fyrir sitt leiti að húsið verði fjarlægt.
4. 2304031 - DSK Sólbakki - fyrrum Hlíðartunga land - deiliskipulagsbreyting 2
Lögð er fram endurskoðuð tillaga af breytingu ádeiliskipulagi Sólbakka sem áður hét Hlíðartunga land.
Málinu var frestað á 50. fundi nefndarinnar í maí en þá var bókað:
Landeigandi óskar eftir að breyta deiliskipulagi Sólbakka þannig að lóðinni Sólabakka 3 verði skipt í tvær lóðir. Við það verða 4 samliggjandi íbúðarlóðir á svæðinu. Byggingarheimildir á hverri lóð verði i samræmi við aðalskipulag eða samtals 2020 m2 sem er tæplega 0,15 í nýtingarhlutfall.
Afgreiðsla 50. fundar: Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
-Fyrirkomulag vatnsöflunar liggi fyrir áður en deiliskipulagið verður staðfest.
-Útivistarstígar verði sýndir á skipulaginu frá Hvammsvegi að öllum lóðum.
-Ef lögn Nýbýlaveitunnar er innan lóða á svæðinu skal hún sýnd á uppdrætti ásamt kvöð og aðkomu að henni.

Þessi skilyrði hafa að mestu verið uppfyllt í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir, nema útaf stendur að gera grein fyrir fyrirkomulagi vatnsöflunar.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Staðfesta þarf fyrirkomulag vatnsöflunar áður en gengið verður endanlega frá skipulaginu.
5. 2308005 - Fyrirspurn um möguleika á stækkun lóðar Vesturbakki 12 L234342
Lóðarhafi óskar eftir að stækka lóðina Vesturbakki 12 til norðurs um ca 9 metra í samræmi við uppdrátt í viðhengi.
Afgreiðsla: Samþykkt. Lóðarhafi þarf að bera kostnað af stækkuninni vegna nýs lóðarblaðs og þeirra gjalda sem sveitarfélagið innheimtir fyrir svona aðgerð.

Bent er a að sveitarfélagið getur skv. skipulagi, krafist þess að gerð verði girðing á lóðarmörkum til að hindra innsýn á lóðina.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?