Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 12

Haldinn Verið - fundarsalur Ölfus Cluster,
23.08.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðbergur Kristjánsson varaformaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir aðalmaður,
Hlynur Logi Erlingsson aðalmaður,
Jónína Magnúsdóttir skólastjóri,
Helena Helgadóttir leikskólastjóri,
Svala Ósk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sigrún Berglind Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Tara Ósk Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri fjölskyldu- og fræðslunefndar
Í upphafi óskaði formaður eftir athugasemdum við útsenda dagskrá. Engar athugasemdir komu fram. Formaður óskaði eftir að fá að taka inn á afbrigðum uppfærða starfsáætlun Leikskólans Bergheima.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2302055 - Skýrsla leikskólastjóra
Leikskólastjóri kynnti starfið eftir sumarfrí en búið er að ráða inn starfsfólk í afleysingar fram að áramótum sem mun starfa í nýjum kjarna eftir áramót. Nokkur börn voru tekin inn í ágúst og er gert ráð fyrir að taka á móti 2 - 3 börnum til viðbótar.



Nefndin þakkar fyrir upplýsingarnar.

2. 2308022 - Starfáætlun Bergheima
Uppfærð starfsáætlun Leikskólans Bergheima lögð fram til kynningar og samþykktar.
Nefndin tók fyrir uppfærða starfsáætlun Leikskólans Bergheima og var hún samþykkt samhljóða.
3. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra.
Formaður bauð Jónínu Magnúsdóttur skólastjóra velkomna en hún er settur skólastjóri skólaárið 2023 - 2024 í fjarveru Ólínu Þorleifsdóttur sem er í námsleyfi. Skólastjóri fór yfir undirbúningsvinnu starfsmanna skólans núna í ágúst og kynnti verkefnin framundan.

Nefndin þakkar upplýsingarnar. Undir dagskrárliðnum fóru fram umræður um starfsumhverfi frístundaheimilisins sem er ábótavant um þessar mundir. Rætt um tækifæri, áskoranir og húsnæðisaðstæður. Í tilefni af umfjölluninni verður óskað eftir að fá forstöðumann frístundar á næsta fund fjölskyldu og fræðslusviðs.

Skólastjóri, leikskólastjóri og áheyrnafulltrúar viku af fundi.
4. 2308015 - Reglur í félagsþjónustu
Tillaga að endurskoðuðu erindisbréfi, fagteymis fjölskyldu og fræðslusviðs Ölfuss vegna úthlutunar félagslegs leiguhúsnæðis, lagt fram til kynningar og samþykktar.
Tillaga að endurskoðuðu erindisbréfi fagteymis fjölskyldu og fræðslusviðs Ölfuss vegna úthlutunar félagslegs leiguhúsnæðis borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
5. 2308016 - Stefna í málefnum aldraðra - vinnuskjal
Á fundi bæjarstjórnar 28.apríl 2022 voru lögð fram fyrstu drög að stefnu í málefnum aldraðra í Ölfusi en að henni komu starfsmenn í félagsþjónustu og öldrunarráðgjafi. Áfram var unnið í stefnunni með hléum veturinn 2022-2023. Önnur drög voru lögð fram á fundi stjórnenda á Fjölskyldu og fræðslusviði og með starfsmönnum í velferðarþjónustu sveitarfélagsins í mars 2023. Sviðsstjóri vann í drögunum í júlí 2023 og sendi vinnuskjal til álitsgjafar m.a. til formanns öldungaráðs, formanns í félagi eldri borgara og deildarstjóra í velferðarþjónustu. Afrakstur þeirrar vinnu er lögð hér fram til kynningar.
Nefndin þakkar fyrir góða vinnu í stefnumótuninni. Lagt er til að starfshópur um stefnu sveitarfélagsins í málefnum eldri borgara taki við keflinu og leggi lokahönd á stefnuna með það að markmiði að fullmótuð stefna verði tilbúin í nóvember 2023. Nefndin felur sviðsstjóra að kalla starfshópinn saman og kynna drög að stefnu fyrir hagaðilum.
6. 2308017 - Fjölskyldu og velferðarstefna
Á fundum stjórnenda á Fjölskyldu og fræðslusviði og með starfsmönnum í velferðarþjónustu sveitarfélagsins vorið 2023 voru m.a. umræður um stefnumótunarvinnu sviðsins. Sviðsstjóri vann í fyrstu drögum að fjölskyldu og velferðarstefnu Ölfuss í júlí 2023 og sendi vinnuskjal til álitsgjafar til starfsmanna í velferðarþjónustu. Afrakstur þeirrar vinnu er lögð hér fram til kynningar. Tekið var m.a. mið af barnaverndarlögum (L. 20/2022 tóku gildi 14. maí 2022) og lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (Lög nr. 86 22. júní 2021).
Nefndin þakkar kynninguna og lýsir ánægju með að starfsmenn Fjölskyldu og fræðslusviðs hafi hafið stefnumótunarvinnu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?