| |
1. 2302055 - Skýrsla leikskólastjóra | |
Nefndin þakkar fyrir upplýsingarnar.
| | |
|
2. 2308022 - Starfáætlun Bergheima | |
Nefndin tók fyrir uppfærða starfsáætlun Leikskólans Bergheima og var hún samþykkt samhljóða. | | |
|
3. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra. | |
Nefndin þakkar upplýsingarnar. Undir dagskrárliðnum fóru fram umræður um starfsumhverfi frístundaheimilisins sem er ábótavant um þessar mundir. Rætt um tækifæri, áskoranir og húsnæðisaðstæður. Í tilefni af umfjölluninni verður óskað eftir að fá forstöðumann frístundar á næsta fund fjölskyldu og fræðslusviðs.
Skólastjóri, leikskólastjóri og áheyrnafulltrúar viku af fundi. | | |
|
4. 2308015 - Reglur í félagsþjónustu | |
Tillaga að endurskoðuðu erindisbréfi fagteymis fjölskyldu og fræðslusviðs Ölfuss vegna úthlutunar félagslegs leiguhúsnæðis borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. | | |
|
5. 2308016 - Stefna í málefnum aldraðra - vinnuskjal | |
Nefndin þakkar fyrir góða vinnu í stefnumótuninni. Lagt er til að starfshópur um stefnu sveitarfélagsins í málefnum eldri borgara taki við keflinu og leggi lokahönd á stefnuna með það að markmiði að fullmótuð stefna verði tilbúin í nóvember 2023. Nefndin felur sviðsstjóra að kalla starfshópinn saman og kynna drög að stefnu fyrir hagaðilum. | | |
|
6. 2308017 - Fjölskyldu og velferðarstefna | |
Nefndin þakkar kynninguna og lýsir ánægju með að starfsmenn Fjölskyldu og fræðslusviðs hafi hafið stefnumótunarvinnu. | | |
|