| |
1. 2309035 - ASK Meitlar og Hverahlíð II - Aðalskipulagsbreyting vegna rannsóknaboranna | |
Afgreiðsla: Á blaðsíðu 17 í skipulaginu er sýndur uppdráttur með væntum vinnslusvæðum. Á uppdrættinum má sjá að vinnslusvæði eru komin vel inn á grannsvæði vatnsverndar ólíkt því sem kemur fram í greinargerð þar sem sagt var að þau ná "mögulega" inn á grannsvæði vatnsverndar. Nefndin kallar eftir því að fá kynningu á þessu atriði frá OR. | | |
|
2. 2406003 - Mölunarverksmiðja Heidelberg í Ölfusi - minnisblað Skipulagsstofnunar | |
Afgreiðsla: Þó svo athugasemdir fyrirtækisins First Water hafi ekki komið fram fyrr en eftir að umhverfismatsferli væri lokið, ber að líta til þess fyrirtækið verður einn stærsti atvinnurekandi í sveitarfélaginu hingað til og telur sveitarfélagið því mikilvægt að athugasemdir séu teknar til skoðunar og spurningum fyrirtækisins sé svarað eins vel og kostur er. Í samræmi við minnisblað Skipulagsstofnunar og með áherslu á rannsóknarreglu stjórnsýslulaga er það ákvörðun Skipulags- og umhverfisnefndar að afla frekari gagna vegna fullnaðarfrágangs: 1. Mölunarverksmiðja og höfn ? Aðalskipulagsbreyting (mál 1061/2023 í skipulagsgátt) Tillagan lýtur að aðalskipulagsbreytingu skv. 31. gr. laga nr. 123/2010 fyrir iðnaðar og hafnarsvæði austan byggðar í Þorlákshöfn. Hámark byggingarmagns á reit I3 er aukið úr 540.000 m2 í 1.040.000 m2. Þá er nýju hafnarsvæði bætt við sem nefnist H4.
2. Mölunarverksmiðja og höfn - nýtt deiliskipulag (mál 875/2023 í skipulagsgátt) Tillagan lýtur að nýju deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. laga nr. 123/2010, fyrir mölunarverksmiðju og höfn á Laxabraut 43A og 43B. Mölunarverksmiðja samanstendur af fjölbreyttum byggingum með mismunandi hlutverk. Á hafnarsvæðinu er gert ráð fyrir hafnaraðstöðu með krana, mannvirkjum, athafnasvæðum, færiböndum og öðrum innviðum fyrir rekstur og þjónustu hafnarinnar.
Með hliðsjón af þessu felur nefndin starfsmönnum sínum að kalla eftir því að First Water leggi fram á formlegan máta þær mótuðu og málefnalegu ástæður sem lágu til grundvallar bréfi forstjóra dagsettu 15. maí sl. Þannig er sérstaklega óskað eftir því að lagðar verði fram þær athugasemdir sem First Water hefur við mál 1061/2023 í skipulagsgátt og mál 875/2023 í skipulagsgátt en fyrir liggur að bæjarstjórn hefur ákveðið að þær fái ekki framgang nema að undangenginni íbúakosningu. Verði þess farið á leit að fyrirtækið skili athugasemdum fyrir lok júnímánaðar svo stefna megi að því að íbúakosning verði svo haldin að hausti 2024. | | |
|
3. 2402082 - Stóragerði ASK | |
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr 123/2010. | | |
|
4. 2406026 - Bakkamelur íbúasvæði ASK | |
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr 123/2010. Bent er á að nauðsynlegt verður að áfangaskipta skipulaginu þegar deiliskipulag verður lagt fram þar sem hámark 25 íbúðir verða í hverjum áfanga. Þá er minnt á að byggðir af þessari stærð þurfa að uppfylla tæknilýsingu Ölfus sem finna má á vefsíðu sveitarfélagsins. | | |
|
5. 2401044 - Grímslækjarheiði ASK | |
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Nefndin bendir á að með skipulaginu stækkar vatnsverndarsvæði inná aðliggjandi lóð. Skipulagsfulltrúa er falið að upplýsa viðkomandi landeiganda sérstaklega um skipulagið. | | |
|
6. 2402055 - Breyting á Aðalskipulagi - landfylling á hafnarsvæði | |
Afgreiðsla: Málið var tekið til atkvæðagreiðslu á fundinum. Fulltrúar D lista greiddu atkvæði með tillögunni. Hrönn Guðmundsdóttir greiddi atkvæði á móti, Vilhjálmur Baldur Guðmundsson sat hjá.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. málsgrein 30. greinar og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr 123/2010. | | |
|
7. 2406050 - Laxabraut 15-29 Landeldisstöð First Water DSK | |
Afgreiðsla: Í ljósi þess hve viðamikið mál er um að ræða kallar nefndin eftir því að fá kynningu á skipulaginu frá skipulagshöfundi. Skipulagsfulltrúa er falið að óska eftir slíkri kynningu frá First Water á næsta fundi. | | |
|
8. 2305039 - DSK Hótel og tengd starfsemi í Hafnarvík v Leirur í Þorlákshöfn - Golfvöllur | |
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010. | | |
|
9. 2403002 - Hellisheiðarvirkjun br. DSK nr. 20 | |
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. | | |
|
10. 2405173 - Umsókn um deiliskipulag -eða breytingu | |
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010. | | |
|
11. 2406009 - Háagljúfur 5,7 og 10 - stofnun lóðar | |
Afgreiðsla: Stofnun lóða samþykkt með fyrirvara um að afla þarf samþykki aðliggjandi lóðarhafa auk þess að leggja þarf fram útfyllt eyðublað F-550. | | |
|
12. 2406010 - Vesturbakki 12 - breyting á stærð lóðar | |
Afgreiðsla: Stækkun lóðar samþykkt. | | |
|
13. 2406017 - Vindmælingarmastur við Nesjavallaveg - umsókn um framkvæmdaleyfi | |
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi veitt | | |
|
14. 2406018 - Árhvammur - vilyrði fyrir stofnun lóðar | |
Afgreiðsla: Nefndin leggst almennt ekki gegn því að aðalskipulagi svæðisins yrði breytt ef landeigandi óskar eftir því. Nefndin kallar þó eftir því að landeigandi hugsi svæðið í heild ef kæmi að skipulagsbreytingu. Nefndin gerir einnig þann fyrirvara að sjá hvernig tillaga að deiliskipulagi liti út áður en fallist yrði á uppbyggingu. | | |
|
15. 2406022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - rannsóknarboranir í Meitlum | |
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi veitt | | |
|
16. 2406024 - Selvogsbraut 12 - stækkun verslunar DSK | |
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010. | | |
|
17. 2406025 - Nýtingarleyfi fyrir jarðsjó sunnan við lóðir Thor landeldi | |
Afgreiðsla: Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á að veita Thor landeldi ehf. heimild til nýtingar á jarðsjó og ferskvatni í samræmi við ákvarðanir Orkustofnunar þar að lútandi innan svæðis sem afmarkast af framlögðum uppdrætti ásamt hnitaskrá. Gjald fyrir nýtinguna skal greiðast skv. fyrirliggjandi leigusamningum um lóðirnar Laxabraut 35-41, Ölfusi. Sækja skal sérstaklega um framkvæmdaleyfi fyrir jarðborunum til sveitarfélagsins Ölfus áður en þær hefjast. Þá skal Thor landeldi ehf. jafnframt gæta að því að gönguleið með fram ströndinni haldist opin.? | | |
|
18. 2406027 - Básahraun 45 - Grenndarkynning vegna viðbyggingar | |
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgr. 43 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna lóða: Básahraun 43, Básahraun 39 | | |
|
19. 2406019 - Vindmælingarmastur í þrengslum | |
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi veitt en gerður fyrirvari um samþykki landeiganda. | | |
|
| |
20. 2406016 - Umsagnarbeiðni - Aðalskipulagsbreyting vegna Selfosslínu. | |
Afgreiðsla: Vísað til meðfylgjandi umsagnar. | | |
|