Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 48

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
05.04.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi,
Davíð Halldórsson umhverfisstjóri.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Davíð Halldórsson umhverfisstjóri mætti á fundinn meðan fjallað var um má 1,2,3,9,10 og 11.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2303035 - Umhverfisverðlaun Ölfuss 2023
Davíð Halldórsson umhverfisfulltrúi mættir á fundinn og farið var yfir mögulegt fyrirkomulag við val á verðlaunahöfum.
Rætt um tímasetningu valsins og myndatökunnar af verðlaunalóðum og einng möguleika á að veita verðlaun fyrir snyrtilegustu götuna.

Afgreiðsla: Ákveðið að veita verðlaun fyrir snyrtilegustu götuna auk þess sem veitt verður fyrir snyrtilegasta fyrirtækið og lóðina, bæði í dreifbýli og þéttbýli eins og verið hefur.
Í ár verður óskað eftir tilnefningum fyrir snyrtilegustu fyrirtækin í dreifbýli og þéttbýli og snyrtilegustu götuna í Ölfusi fyrir 17. júní. Nefndin mun taka ákvörðun um valið fyrri fundi júlí mánaðar.
2. 2011030 - Göngu, hjóla og reiðvegir inn og út úr Árbæjarhverfi
Árið 2021 barst erindi frá íbúa varðandi stígatengingar Árbæjarhverfis við nálæg skipulagssvæði. Starfsmenn sveitarfélagsins unnu minnisblað um verkefnið og var það kynnt fyrir kjörnum fulltrúum og fyrir liggur vilji til að ráðast í framkvæmdir svo fljótt sem verða má en þó aldrei fyrr en á nýju fjárhagsári. Til að undirbúa framkvæmdir og vandaða kostnaðaráætlun er mikilvægt að ljúka hönnun vegna verkefnisins, sem orðið getur grunnur að vandaðri kostnaðaráætlun. Til greina kemur að skoða endurgerða vegarins samhliða, enda erfitt er fyrir stærri ökutæki að mætast á honum.
Fyrir liggur tilboð frá Landmótun með grófri áætlun á fjölda tíma í hönnun stígsins og tímaverð.

Afgreiðsla: Því er beint til bæjarráðs að samþykktur verði viðauki til að tryggja fjármagn til verksins svo hægt sé að láta vinna að hönnun útivistarstígs sem tengir Árbæjarhverfið við Árborg og jafnframt verði skoða hvort þörf sé á að bæta veginn í samræmi við fyrirliggjandi tilboð.
3. 2303044 - Uppgræðslusjóður
Rætt um mögulegt fyrirkomulag á úthlutunum úr uppgræðslusjóði í framtíðinni en á síðasta fundi var úthlutað úr sjóðnum fyrir 2023.
Afgreiðsla: Ákveðið uppfæra úthlutunarreglur á heimasíðu í samræmi við fyrri ákvörðun nefndarinnar.
Davíð Halldórsson vék af fundi eftir afgreiðslu málsins
4. 2206054 - DSK Geo Salmo fiskeldi - Básar vestan við Keflavík
Deiliskipulag lóðar Geo Salmo hefur verið auglýst. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en lögboðnir umsagnaraðilar komu allir með ábendingar eða athugasemdir.
Skipulaghöfundur hefur brugðist við þeim og eru þær nú til skoðunar hjá umsagnaraðilunum.
Endurskoðuð tillaga ásamt umsögnum lögboðinna umsagnaraðila er í viðhengi.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
5. 2303033 - DSK Gljúfurárholt 13 og 14 breyting 3 á deiliskipulagi L225762
Lögð er fram ný breyting á deiliskipulagi lóðanna Bjargs (áður Gljúfurárholt 14) og Gljúfurholts (áður Gljúfurárholt 13) þar sem uppbyggingar heimildir eru auknar upp í það sem aðalskipulag heimilar að hámarki eð nýtingarhlutfall 0,15 fyrir hvora lóð.
Deiliskipulagi lóðanna var nýlega breytt þannig að nýtingarhlutfall yrði allt að 0,072 en nú er það aukið enn frekar

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
6. 2303001 - ASK og DSK Skipulag Þóroddsstaðir 2 lóð D L210409
Lagt er fram deiliskipulag fyrir lóðina Þóroddstaði 2, lóð D þar sem lóðinni er skipt í tvo hluta, markaður byggingarreitur fyrir íbúðarhús og bílskúr á annarri en 9 ferðaþjónustuhús á hinni. Samtals allt að 1450 fermetrar á báðum lóðunum. Þetta er innan ramma aðalskipulags en þar segir um lóðir sem eru 1-3 ha að stærð:

Heimilt er að byggja íbúðarhús, bílskúr, gesta¬hús allt að 80 m2 og t.d. skemmu, gróðurhús , gripahús og önnur hús til landbúnaðarnota, í samræmi við nýtingar¬hlutfallið 0,15, þó að hámarki 3.000 m2.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Eigendum nágrannalóða verði send bréf samhliða auglýsingu.
7. 2303037 - Sameining lóða Vesturbakki 12 og 14 L234243
Lóðarhafi óskar eftir að sameina lóðina Vesturbakki 14 við lóðina Vesturbakki 12.
Afgreiðsla: Samþykkt. Lóðarhafi ber kostnað af gerð nýs lóðablaðs fyrir sameinaða lóð og kostnað vegna sameiningarinnar skv. gjaldskrá.
8. 2303034 - Umsögn um matsáætlun mölunarverksmiðju Heidelberg Cement Pozzolinic Materials ehf
Skipulagstofnun biður um umsögn sveitarfélagsins um matsáætlun vegna mölunarverksmiðju Heidelberg Cement Pozzolinic Materials ehf. Skipulagsstofnun úrskurðaði nýlega að framkvæmdin skyldi fara í umhverfismat og því hefur áætlun um matið verið lögð fram.
Óskað er eftir að í umsögninni komi fram eftir því sem við á, hvort sveitarfélagið hafið athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.

Sveitarfélagið gaf nokkuð ýtarlega umsögn um matsfyrirspurnina þar sem eftirfarandi kom fram:
Sveitarfélagið Ölfus telur að fyrirliggi nokkuð greinagóðar upplýsingar um fyrirhugaða framkvæmd með þeim fyrirvara þó að það sem að sveitarfélaginu snýr er á frumstigum.
Mannvirki hafa ekki verið hönnuð, flutningsleiðir ekki skýrðar, kröfur til hafnargerðar ekki frágengnar og fl.

Með fyrrgreindum fyrirvara hefur bæjarstjórn samþykkt eftirfarandi kröfur og fyrirvara vegna fyrirhugaðra framkvæmda: (Fundargerðir | Sveitarfélagið Ölfus (olfus.is)):

Bæjarstjórn ítrekar það sem áður hefur komið fram að:
1. Þegar fyrir liggur með hvaða hætti starfsemin verður, svo sem flutningur á efni, útlit bygginga o.fl. verður málið kynnt enn frekar fyrir íbúum og svo fremi sem fyrirtækið taki á annað borð ákvörðun um að ráðast í verkefnið verður haldin íbúakosning um framgang þess.
2. Bæjarstjórn áskilur sér fullan rétt til að tryggja hagsmuni samfélagsins við vinnslu málsins. Verði verkefnið á einhverjum tímapunkti metið skaðlegt fyrir heildar hagsmuni samfélagsins er því sjálf hætt.
3. Ekki kemur til greina að efn, allt að 3 milljónum tonna,i verði flutt frá námum eftir almenna þjóðvegakerfinu. Finna þarf aðrar leiðir svo sem blöndu af námuvegum og færiböndum.
4. Ekki kemur til greina að afsláttur verði gefin af útliti og eðli mannvirkja sem rísa á hafnarsvæðinu. Hæð þeirra, útlit og annað fyrirkomulag skal í öllum tilvikum taka mið af nálægð við íbúabyggðina. Til að tryggja slíkt hefur umhverfis- og skipulagsnefnd skipað faghóp með arkitekt, verkfræðing og fl. sem tryggja skulu að ef mannvirkin rísi þá verði það til að efla samfélagið en ekki skaða það.
5. Ekki kemur til greina að afsláttur verði gefin af almennum kröfum um hljóðmengun, rykmengun og annað það sem valdið getur samfélaginu ama. Komi til þess að skipulagi verði breytt við vinnslu málsins verða slíkar kröfur að minnsta kosti þær sömu og eru í skipulagi hafnarsvæðisins.

Við afgreiðslu málsins bókaði skipulags- og umhverfisnefnd eftirfarandi:
6. Gerð er krafa um samnýtingu og vandað efnisval en ekki einungs liti og fyrirkomulag innan lóðar þegar kemur að samráði við bæjaryfirvöld. Þessa framkvæmd þarf að hugsa út frá öðrum forsendum en gert hefur verið annarstaðar í heiminum, sökum smæðar samfélagsins og bæjarins sem hér um ræðir. Sá möguleiki verði skoðaður að lækka mannvirki jafnvel þó það kalli á aukin grunnflöt. Krafa er gerð um að mannvirki verði í lægri mörkum þess sem kemur fram í fyrirspurn um matskyldu.

Afgreiðsla: Nefndin áréttar það sem áður hefur komið fram um málið og telur að áætlunin geri vel grein fyrir því mikilvægasta sem fyrirhugað umhverfismat skal fjalla um.
Eins og fram kemur í skýrslunni fer sveitarfélagið Ölfus með skipulagsvaldið á svæðunum sem eru til skoðunar og gefur út byggingar og framkvæmdaleyfi í samræmi við byggingarreglugerð og skipulagslög. Enn hafa ekki borist beiðnir um breytingar á skipulagi ef frá er talin beiðni um sameiningar lóða. Að öðru leiti gilda eldri skipulagsáætlanir svo sem hvað varðar hæð og eðli mannvirkja, byggingamagn og fl. Komi til þess að beiðni berist um breytingar á skipulagi verða þær beiðnir afgreiddar á sama máta og aðrar slíkar beiðnir þó með því foryrði stefnt er að íbúakosningu áður en nokkrar skuldbindandi ákvarðanir verða teknar. Tekið er fram að nefndin lítur svo á að setlón sé efnisgeymsla.

Sveitarfélagið vill þó benda á eftirfarandi misræmi í gögnum en í töflu 3.1 í skýrslunni kemur fram þar sem fjalla er um valkost 2, að breyta þurfi aðalskipulagi vegna hafnar en ekki vegna mölunarverksmiðjunar. Í kafla 6.3 kemur fram, að breyta þurfi aðalskipulagi vegna mölunarverksmiðjunar. Þar stendur eftirfarandi í 17. línu:
Þörf er á að breyta aðalskipulagi fyrir iðnaðarsvæði I3 þar sem skilmálum fyrir svæðið yrði breytt í samræmi við fyrirhugaða starfsemi mölunarverksmiðju og mögulegra innviða.
9. 2303043 - Umsókn um afnot af opnu svæði fyrir bílastæði
Lóðarhafi við Svartasker 4 sem áður hét Unubakki 32 óskar eftir að fá að nýta hluta lagnabeltis sem er við hlið Óseyrarbrautar sem bifreiðastæði.
Í viðhengi er lóðarblað þar sem 12 metra breitt og 942 fermetra svæði hefur verið afmarkað. Greiða skal leigu fyrir afnot af svæðinu, i hlutfalli við núverandi lóðarleigu miðað við stærð lóðanna.

Afgreiðsla: Synjað. Sveitarfélagið hefur áform um að nýta svæðið í annað.
10. 2303023 - Loftslagsstefna Ölfuss
Bæjarstjórn fjallaði á síðasta fundi um nýja loftslagsstefnu Ölfus þar sem markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030.

Þar kemur m.a. fram sú framtíðarsýn að Sveitarfélagið Ölfus stefnir að því að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá starfsemi sinni. Í gegnum stefnur sveitarfélagsins verður unnið að því að lágmarka þau áhrif sem losunin hefur í för með sér. Loftslagsstefnan tekur mið af skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamningnum og loftslagsstefnu Stjórnarráðsins þar sem fjallað er um samdrátt í losun GHL og kolefnishlutleysi. Sveitarfélagið Ölfus taki þar með virkan þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Einnig kemur eftirfarandi fram:
Stefna þessi er samþykkt af Skipulags- og umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Ölfuss eftir umfjöllun í bæjarstjórn.

Afgreiðsla: Loftslagsstefna Ölfuss samþykkt.
11. 2303024 - Stóri plokkdagurinn 30.04.2023
Borist hefur erindi frá Plokk Ísland um stóra plokkdaginn sem er fyrirhugaður þann 30. apríl í ár. Sveitarfélagið hefur undanfarin ár lagt til plastpoka og gám/pall sem hefur verið staðsettur á malarplaninu við íþróttahúsið. Hægt hefur verið að kaupa plokkstangir í KR búðinni.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar þeim sem hafa tekið þátt í þessu verkefni og þá sérstaklega umsjónarkonunni, Brynju Eldon sem hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf.
Fundargerðir til staðfestingar
12. 2303007F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 47
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa frá 23. mars lagður fram.
Afgreiðsla: Lagt fram.
12.1. 2206041 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Dimmustaðir 1
Jóhann Magnús Kristinsson f/h lóðarhafa Ásbjörn Hartmannsson og Ólafía Eyrún Sigurðardóttir sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum samkv. teikningum frá Strendingur verkfræðiþjónusta dags. 03.06.22
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
12.2. 2303005 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Norðurbakki 1 - Flokkur 2,
Guðmundur Oddur Víðisson f/h lóðarhafa Kambar byggingavörur ehf sækir um byggingarleyfi fyrir 3298m2 iðnaðarhúsi á einni hæð samkv. teikningum frá d a p arkitekt dags. 25.02.23
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
12.3. 2303028 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Berg 0 - Flokkur 2,
Hjördís Sóley Sigurðardóttir f/h lóðarhafa Gísla Tómasson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum samkv. teikningum frá HSS-arkitektar og Pro-Ark teiknistofa dags. 08.03.22
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
12.4. 2303029 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Laxabraut 5 - Flokkur 1,
Jón Grétar Magnússon f/h lóðarhafa Arnarlax ehf sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsi samkv. teikningum frá M11 Arkitektar dags. 09.03.23
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
12.5. 2303030 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vesturbakki 15 - Flokkur 1,
Kristinn Ragnarsson f/h lóðarhafa Steinn Jakob Ólason sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsi samkv. teikningum frá KRark arkitekt ehf dags. 22.02.23
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um samþykkt á sameiningu lóðana Vesturbakka 15-17.
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
12.6. 2303031 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Nesbraut 25 - Flokkur 2,
Þórhallur Garðarsson f/h lóðarhafa Eldisstöðin Ísþór sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsi samkv. teikningum frá Tækniþjónusta SÁ ehf dags. 07.03.23
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
12.7. 2303032 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vesturbakki 12 - Flokkur 2,
Sigurður Unnar Sigurðsson f/h lóðarhafa Kælivélar ehf sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsi samkv. teikningum dags. 10.02.23
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um samþykkt á sameiningu lóðana Vesturbakka 12-14 .
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?