| |
1. 2404001 - Ársreikningar Sveitarfélagsins Ölfuss 2023 | |
Lagður var fram ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2023 til fyrri umræðu.
Elliði Vignisson bæjarstjóri fór yfir helstu niðurstöður úr ársreikningi sveitarfélagsins.
Rekstrarhagnaður samstæðunnar á árinu nam rúmum 576 milljónum kr. samanborið við 359 milljón kr. hagnað á árinu 2022.
Rekstrarhagnaður A hluta er tæpar 324 milljónir en var rúmar 146 milljónir á árinu 2022.
Skuldastaða sveitarfélagsins er góð og hækka langtímaskuldir samstæðunnar um 247 milljónir milli ára. Skuldaviðmið samkvæmt reglugerð er 33,53 % og skuldahlutfallið er 77,55 %.
Gunnsteinn Ómarsson, Hrönn Guðmundsdóttir og Grétar Ingi Erlendsson tóku til máls.
Samþykkt samhljóða að vísa umræðu um ársreikning 2023 til síðari umræðu í bæjarstjórn 2.maí nk.
| | |
|
2. 2105036 - Fundartími bæjarstjórnar | |
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
3. 2306014 - DSK Akurholt ný íbúðar-, frístunda-, iðnaðar-, verslunar og þjónustusvæði | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
4. 2306022 - DSK breyting 3 lóðir deiliskipulag Hjarðarból lóð 1 - Í8 | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
5. 2402083 - Reykjabraut 2 - DSK | |
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi H-lista tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Sveitarfélagið ætti að gera ríkar kröfur um að útlit nýrra bygginga falli vel að því umhverfi sem fyrir er í gömlu A, B og C götunum. Í þessum tillögum er ekki gengið nógu langt að mínu mati hvað það varðar. Mikilvægt er sveitarfélagið leggi sig fram við að kynna þetta deiliskipulag vel fyrir íbúum og gefa þeim kost á að hafa áhrif á það.
Gunnsteinn Ómarsson, Geir Höskuldsson, Grétar Ingi Erlendsson og Elliði Vignisson tóku til máls.
Niðurstaða nefndarinnar lögð fyrir fundinn og hún staðfest með 5 atkvæðum Grétars Inga Erlendssonar D-lista, Erlu Sifjar Markúsdóttur D-lista, Sigurbjargar J. Jónsdóttur D-lista, Geirs Höskuldssonar D-lista og Hrannar Guðmundsdóttur B-lista. Gunnsteinn Ómarsson B-lista og Ása Berglind Hjálmarsdóttir H-lista sátu hjá.
| | |
|
6. 2302017 - DSK Meitlar deiliskipulag vegna rannsóknarborhola í Meitlum á Hellisheiði | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
7. 2306003 - ASK Nýir jarðstrengir að fiskeldi vestan Þorlákshafnar - rafstrengir | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
8. 2210005 - DSK Eima - Deiliskipulag í landi Eimu i Selvogi | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
9. 2310027 - DSK Deiliskipulag Hafnarsandur 2 spennistöð L171864 | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
10. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag | |
Ása Berglind Hjálmarsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa B- og H-lista:
Í samantekt umsagna segir meðal annars í athugasemd frá Vegerðinni: "Áhrif framkvæmdar verði verulega neikvæð en ekki óverulega neikvæð eins og segir í matskýrslu. Rétt er að taka fram að fleiri aðilar hafa hug á rekstri sem fela í sér aukningu þungaumferðar á sömu vegum og að fram kom í fyrri umsoögn Vegagerðarinnar með matsskýrslu var kallað eftir frekara samráði og að núverandi vegur sé ófullnægjandi?. Ennfremur segir Vegagerðin að: "Ekki er unnt að hefja stórfellda efnisflutninga úr Litla-Sandfelli um núverandi veg til Þorlákshafnar.?
Í svörum framkvæmdaaðila í samantekt umsagna segist hann ekki bera neina ábyrgð á því að vegir séu í ásættanlegu standi og beri þá umferð sem þar er og segir: "Þegar reynsla kemst á efnisflutninga, verður skoðað með Vegagerðinni og sveitarfélagi hvort huga þurfi að breyttum efnisflutningum.?
Nú spyr ég, hvaða reynslu er verið að vísa í að þurfi að eiga sér stað? Á að bíða eftir því að það verði X mörg slys til að átta sig á því að efnisflutningar eiga ekki rétt á sér við núverandi ástand? Og hversu mörg slys er þá verið að miða við? Hver er ásættanlegur fórnarkostnaður þess að moka niður heilu fjalli og keyra því í Þorlákshöfn á vegum sem nú þegar liggur fyrir að muni ekki þola þessa þungaflutninga? Því fylgir mikil ábyrgð að samþykkja skipulag sem þetta.
Geir Höskuldsson, Elliði Vignisson, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson, Gunnsteinn Ómarssson og Hrönn Guðmundsdóttir tóku til máls.
Gert var 15 mínútna fundarhlé.
Erla Sif Markúsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa D-lista:
Bæjarfulltrúar D-lista frábiðja sér málflutning sem þann sem H- og B- listi stendur fyrir í tengslum við verðmætasköpun í sveitarfélaginu. Það að ætla að gera kjörna fulltrúa ábyrga fyrir því ef að það verða alvarleg slys á þjóðvegum innan sveitarfélagsins er til marks um fullkomið og algert rökþrot, svo ekki sé nú rætt um hversu alvarlegar aðdróttanir þetta eru gagnvart samstarfsfólki í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúar D-lista benda á að umferðin í kringum vöxt Þorlákshafnar er mikið meiri en það sem rætt er í tengslum við þetta afmarkaða verkefni. Engum dettur í hug að gera þá bæjarfulltrúa sem að vexti hafnarinnar komu ábyrga fyrir því ef svo illa fer að slys verði í tengslum við flutninga eftir þjóðvegunum. Efnisnám úr Þórustaðarnámu er á sama hátt langt umfram það sem rætt er í tengslum við Litla Sandfell. Það væri eftir sem áður að ósanngjarnt og óeðlilegt að gera þá sem tóku þátt í skipulagsvinnu við þá námu ábyrg fyrir mögulegum slysum á þjóðvegunum.
Niðurstaða nefndarinnar lögð fyrir fundinn og hún staðfest með 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, bæjarfulltrúar B- og H- lista greiddu atkvæði á móti. | | |
|
11. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag | |
Niðurstaða nefndarinnar lögð fyrir fundinn og hún staðfest með 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, bæjarfulltrúar B- og H- lista greiddu atkvæði á móti.
| | |
|
12. 2308002 - DSK deiliskipulag Sandhóll L171798 | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest | | |
|
13. 2402057 - Br. DSK Gljúfurárholt 23 og 24 | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
14. 2403029 - Vesturbyggð áfangi 3 og 4 óveruleg breyting DSK | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest | | |
|
15. 2402054 - Mói miðbæjarsvæði DSK - viðbrögð Skipulagsstofnunar | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
16. 2403066 - Háagljúfur óveruleg br. DSK - stækkun lóða og byggingareita | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
17. 2404072 - Jafnlaunastefna Sveitarfélagsins Ölfuss | |
Jafnlaunastefna Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkt samhljóða.
| | |
|
| |
18. 2403007F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 69 | |
1. 2403049 - Bakkamelur íbúasvæði DSK. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 2. 2403030 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Selvogsbraut 41 - Flokkur 2. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 2403021 - Heinaberg 7 - Grenndarkynning á viðbyggingu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 4. 2306014 - DSK Akurholt ný íbúðar-, frístunda-, iðnaðar-, verslunar og þjónustusvæði. Tekið fyrir sérstaklega. 5. 2402057 - Br. DSK Gljúfurárholt 23 og 24. Tekið fyrir sérstaklega. 6. 2402017 - Grímslækjarheiði - Hraunkvíar DSK. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 7. 2403029 - Vesturbyggð áfangi 3 og 4 óveruleg breyting DSK. Tekið fyrir sérstaklega. 8. 2402083 - Reykjabraut 2 - DSK. Tekið fyrir sérstaklega. 9. 2306022 - DSK breyting 3 lóðir deiliskipulag Hjarðarból lóð 1 - Í8. Tekið fyrir sérstaklega. 10. 2302017 - DSK Meitlar deiliskipulag vegna rannsóknarborhola í Meitlum á Hellisheiði. Tekið fyrir sérstaklega. 11. 2306003 - ASK Nýir jarðstrengir að fiskeldi vestan Þorlákshafnar - rafstrengir. Tekið fyrir sérstaklega. 12. 2210005 - DSK Eima - Deiliskipulag í landi Eimu i Selvogi. Tekið fyrir sérstaklega. 13. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag. Tekið fyrir sérstaklega. 14. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag. Tekið fyrir sérstaklega. 15. 2310027 - DSK Deiliskipulag Hafnarsandur 2 spennistöð L171864. Tekið fyrir sérstaklega. 16. 2308002 - DSK deiliskipulag Sandhóll L171798. Tekið fyrir sérstaklega. 17. 2403050 - Umsagnarbeiðni - Hótel í Hveradölum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 18. 2402074 - Uppgræðslusjóður 2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 19. 2403018 - Minnisblað varðandi sorpmál í sveitarfélaginu. Til kynningar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
19. 2403008F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 50 | |
1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar. 2. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils. Til kynningar. 3. 2403016 - Lagfæringar gólf íþróttasal. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 4. 2403017 - Dýpkun við Svartaskersbryggju. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 5. 2402060 - DSK- reit H3 á hafnarsvæði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 6. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24. Til kynningar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest. | | |
|
20. 2403002F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 19 | |
1. 2311017 - Skýrsla skólastjóra. Til kynningar. 2. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra. Til kynningar. 3. 2312019 - Minnisblað vegna breytinga á opnunartíma leikskólans. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 4. 2403046 - Skóladagatal 2024-2025. Til staðfestingar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 5. 2403047 - Foreldrahandbók frístundaheimilis grunnskólans. Til kynningar. 6. 2403045 - Foreldrakönnun leikskóla 2024. Til kynningar. 7. 2402077 - Bókargjöf til barna f. 2018-2020. Til kynningar. 8. 2309019 - Frístundastyrkir. Til kynningar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
21. 2403010F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 60 | |
1. 2402067 - Umsókn um lóð - Bárugata 13 2. 2402068 - Umsókn um lóð - Bárugata 13 3. 2402069 - Umsókn um lóð - Bárugata 13 4. 2402080 - Umsókn um lóð - Bárugata 13 5. 2403013 - Umsókn um lóð - Bárugata 13 6. 2402065 - Litla-Kaffistofan - Umsókn um byggingarleyfi (Niðurrif) 7. 2402066 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Berg (L225762)- Flokkur 2 8. 2312002 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Lýsuberg 10 - Flokkur 2 9. 2403032 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kinn - Flokkur 1 10. 2403033 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gyðugata 7-9-11 - Flokkur 2 11. 2403034 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Elsugata 2-4-6 - Flokkur 2 12. 2403035 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Fríðugata 2-4-6 - Flokkur 2 13. 2403036 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Elsugata 14-16-18 - Flokkur 2 14. 2403037 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 7 - Flokkur 2 15. 2403038 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Elsugata 7-9-11 - Flokkur 2 16. 2403039 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gyðugata 2-4 - Flokkur 2 17. 2403040 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Fríðugata 1-3 - Flokkur 2 18. 2403041 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 17 - Flokkur 2 19. 2403042 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Elsugata 8-10-12 - Flokkur 2 20. 2403043 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 23 - Flokkur 2 21. 2403044 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 8-10-12 - Flokkur 2 22. 2403056 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hafnarskeið 16 - Flokkur 3
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
| | |
|
| |
22. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|